Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða 17. september 2011 07:30 Stopp Engar langreyðar eru veiddar þetta sumarið og segir utanríkisráðherra það benda sterklega til þess að ekki sé markaður fyrir afurðirnar.Fréttablaðið/anton Össur Skarphéðinsson Íslensk stjórnvöld mótmæltu aðgerðum bandarískra stjórnvalda vegna veiða á langreyði á fundi með bandaríska sendiherranum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að efast megi um að langreyðaveiðar séu sjálfbærar á meðan ekki sé markaður fyrir afurðirnar. „Við höfum alltaf sagt að við nýtum auðlindir okkar með sjálfbærum hætti. Það má draga í efa að við nýtum þær með sjálfbærum hætti ef við veiðum langreyði sem ekki er hægt að selja. Það hafa verið bornar brigður á að hægt sé að selja afurðirnar,“ segir Össur. „Í mínum huga er engin spurning um að veiðar á hrefnu eru sjálfbærar, en í strangasta skilningi sjálfbærni er hægt að setja spurningarmerki við að langreyðarveiðarnar séu það.“ Hann segir að ekki verði betur séð en ekki sé hægt að selja afurðirnar nú, sem sé væntanlega ástæða þess að ekki sé verið að veiða stórhveli um þessar mundir. Þrátt fyrir efasemdir um sjálfbærni stórhvelaveiða Íslendinga segist Össur hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að vinaþjóð eins og Bandaríkin skuli hafa gripið til þeirra ráða að beita Ísland diplómatískum þvingunaraðgerðum vegna hvalveiða í atvinnuskyni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. „Það veldur mér vonbrigðum að sjá þá skammsýni sem felst í því að ætla hugsanlega að láta þetta koma niður á samstarfi um norðurslóðir,“ segir Össur. Hann segir að viðræður hafi staðið yfir við bandarísk stjórnvöld um samstarf sem þjónað hefði hagsmunum beggja þjóða. „Það verður hver að fljúga eins og hann er fiðraður, það eru margar þjóðir sem vilja samstarf við Íslendinga um norðurslóðir. Við verðum þá bara að einbeita okkur að þeim, ef Bandaríkjamenn hafa ekki áhuga á að eiga við okkur samstarf,“ segir Össur. „Ég get nefnt Rússa, Kínverja, Norðmenn og fleiri.“ brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Össur Skarphéðinsson Íslensk stjórnvöld mótmæltu aðgerðum bandarískra stjórnvalda vegna veiða á langreyði á fundi með bandaríska sendiherranum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að efast megi um að langreyðaveiðar séu sjálfbærar á meðan ekki sé markaður fyrir afurðirnar. „Við höfum alltaf sagt að við nýtum auðlindir okkar með sjálfbærum hætti. Það má draga í efa að við nýtum þær með sjálfbærum hætti ef við veiðum langreyði sem ekki er hægt að selja. Það hafa verið bornar brigður á að hægt sé að selja afurðirnar,“ segir Össur. „Í mínum huga er engin spurning um að veiðar á hrefnu eru sjálfbærar, en í strangasta skilningi sjálfbærni er hægt að setja spurningarmerki við að langreyðarveiðarnar séu það.“ Hann segir að ekki verði betur séð en ekki sé hægt að selja afurðirnar nú, sem sé væntanlega ástæða þess að ekki sé verið að veiða stórhveli um þessar mundir. Þrátt fyrir efasemdir um sjálfbærni stórhvelaveiða Íslendinga segist Össur hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að vinaþjóð eins og Bandaríkin skuli hafa gripið til þeirra ráða að beita Ísland diplómatískum þvingunaraðgerðum vegna hvalveiða í atvinnuskyni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. „Það veldur mér vonbrigðum að sjá þá skammsýni sem felst í því að ætla hugsanlega að láta þetta koma niður á samstarfi um norðurslóðir,“ segir Össur. Hann segir að viðræður hafi staðið yfir við bandarísk stjórnvöld um samstarf sem þjónað hefði hagsmunum beggja þjóða. „Það verður hver að fljúga eins og hann er fiðraður, það eru margar þjóðir sem vilja samstarf við Íslendinga um norðurslóðir. Við verðum þá bara að einbeita okkur að þeim, ef Bandaríkjamenn hafa ekki áhuga á að eiga við okkur samstarf,“ segir Össur. „Ég get nefnt Rússa, Kínverja, Norðmenn og fleiri.“ brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira