Lærir tískuljósmyndun í London 15. september 2011 16:00 Íris Björk Reynisdóttir. Fréttablaðið/VALLI Ljósmyndun hefur átt hug Írisar Bjarkar Reynisdóttur undanfarin fjögur ár. Hún flytur búferlum til London á laugardaginn og hefur nám í ljósmyndun og stíliseringu við London College of Fashion. Ljósmyndaáhuginn kviknaði þegar Íris var skiptinemi í Brasilíu. Þá greip hana mikil löngun til þess að taka myndir enda margt nýtt og framandi sem bar fyrir augu. „Ég keypti mér almennilega myndavél hálfu ári eftir heimkomu. Á sama tíma hóf ég að vinna fyrir ljósmyndanefnd Verzlunarskóla Íslands og tók myndir fyrir nemendafélag skólans í tvö ár." Eftir útskrift vorið 2010 hefur hún verið iðin við ljósmyndun, samhliða því að kenna í Danslistarskóla JSB og læra förðun. Hún kveðst hafa lagt stund á förðun til að auka möguleika sína á inngöngu í skólann. Á sama tíma neitar hún því ekki að gott sé að hafa förðunarnámið í farteskinu sem ljósmyndari. Íris segist vera að þróa með sér sinn eigin stíl og að hún reyni alltaf að prófa eitthvað nýtt með hverri myndatöku. „Mig langar að starfa á sviði tísku og valdi skólann af þeim sökum. Hann býður upp á nám til BA-gráðu í tískuljósmyndun, ólíkt mörgum skólum sem bjóða einungis upp á meistaragráðu í faginu." Námsbraut Írisar er blanda af ljósmyndun og stíliseringu. Fyrsta árið leggur hún stund á bæði fögin en eftir það hyggst hún sérhæfa sig í ljósmyndun. „Ég hef ekki beint reynslu af stíliseringu en hef skýra skoðun á því sem ég vil gera í myndatökum," segir Íris sem var einmitt á leið að mynda og stílisera myndatöku fyrir nýja línu Oroblu-sokkabuxnanna. „Ég hef ekki alltaf haft áhuga á tísku. Hann kviknaði fyrir nokkrum árum og hefur vaxið samhliða ljósmyndaáhuganum. Ég get ekki sagt að ég hafi verið svalasti krakkinn í grunnskóla." Íris heldur úti vefsíðunni iris-bjork.blogspot.com og má fylgjast með ævintýrum hennar þar. hallfridur@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Fleiri fréttir Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Sjá meira
Ljósmyndun hefur átt hug Írisar Bjarkar Reynisdóttur undanfarin fjögur ár. Hún flytur búferlum til London á laugardaginn og hefur nám í ljósmyndun og stíliseringu við London College of Fashion. Ljósmyndaáhuginn kviknaði þegar Íris var skiptinemi í Brasilíu. Þá greip hana mikil löngun til þess að taka myndir enda margt nýtt og framandi sem bar fyrir augu. „Ég keypti mér almennilega myndavél hálfu ári eftir heimkomu. Á sama tíma hóf ég að vinna fyrir ljósmyndanefnd Verzlunarskóla Íslands og tók myndir fyrir nemendafélag skólans í tvö ár." Eftir útskrift vorið 2010 hefur hún verið iðin við ljósmyndun, samhliða því að kenna í Danslistarskóla JSB og læra förðun. Hún kveðst hafa lagt stund á förðun til að auka möguleika sína á inngöngu í skólann. Á sama tíma neitar hún því ekki að gott sé að hafa förðunarnámið í farteskinu sem ljósmyndari. Íris segist vera að þróa með sér sinn eigin stíl og að hún reyni alltaf að prófa eitthvað nýtt með hverri myndatöku. „Mig langar að starfa á sviði tísku og valdi skólann af þeim sökum. Hann býður upp á nám til BA-gráðu í tískuljósmyndun, ólíkt mörgum skólum sem bjóða einungis upp á meistaragráðu í faginu." Námsbraut Írisar er blanda af ljósmyndun og stíliseringu. Fyrsta árið leggur hún stund á bæði fögin en eftir það hyggst hún sérhæfa sig í ljósmyndun. „Ég hef ekki beint reynslu af stíliseringu en hef skýra skoðun á því sem ég vil gera í myndatökum," segir Íris sem var einmitt á leið að mynda og stílisera myndatöku fyrir nýja línu Oroblu-sokkabuxnanna. „Ég hef ekki alltaf haft áhuga á tísku. Hann kviknaði fyrir nokkrum árum og hefur vaxið samhliða ljósmyndaáhuganum. Ég get ekki sagt að ég hafi verið svalasti krakkinn í grunnskóla." Íris heldur úti vefsíðunni iris-bjork.blogspot.com og má fylgjast með ævintýrum hennar þar. hallfridur@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Fleiri fréttir Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Sjá meira