Róttæki flokkurinn útilokar hægristjórn 15. september 2011 02:00 Helle Thorning Schmidt, leiðtogi Sósíalistaflokksins, er áberandi á kosningaspjöldum í Kaupmannahöfn.nordicphotos/AFP Danir ganga til þingkosninga í dag. Vinstriflokkunum fjórum er spáð þingmeirihluta, sem þýðir að minnihlutastjórn hægriflokkanna getur varla gert sér vonir um framhaldslíf. Miklar vangaveltur voru í dönskum fjölmiðlum í gær um að Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, sem er leiðtogi hægriflokksins Venstre, vildi fá Róttæka flokkinn til liðs við stjórn Venstre og Íhaldsflokksins. Tilefni þessara vangaveltna voru ummæli Rasmussens um að hann vildi gjarnan halda áfram samstarfi stjórnarinnar við Róttæka flokkinn, sem er frjálslyndur miðjuflokkur sem stundum hefur tekið þátt í hægri stjórnum en hefur undanfarið skipað sér ákveðið í lið með stjórnarandstöðu vinstriflokkanna. Sjálfur sló Rasmussen þessar vangaveltur út af borðinu í gær og sagðist eingöngu stefna á áframhaldandi stjórnarsamstarf með Íhaldsflokknum, án þess þó að nefna hvort hann kærði sig um að styðjast áfram við stuðning Danska þjóðarflokksins, sem er flokkur þjóðernissinna. Morten Østergaard, næstráðandi í Róttæka flokknum, tók síðan af skarið og sagði alls ekki koma til greina að flokkurinn færi í stjórnarsamstarf með Venstre og Íhaldsflokknum, enda væri ekki annað sjáanlegt en að sú stjórn yrði minnihlutastjórn sem þyrfti þá áfram að reiða sig á stuðning Danska þjóðarflokksins. Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Sósíaldemókrata, sagðist enga trú hafa á því að Róttæki flokkurinn gæti hugsað sér stjórnarsamstarf með Løkke. „Allir fjórir stjórnarandstöðuflokkarnir eru jú önnum kafnir við að tryggja að Danski þjóðarflokkurinn hafi ekki svona mikil áhrif,“ sagði Thorning-Schmidt, sem að öllum líkindum mun taka við forsætisráðherraembættinu af Løkke verði kosningaúrslitin í samræmi við skoðanakannanir. Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, hefur óspart notað áhrif sín á þingi undanfarinn áratug til þess að tryggja harða stefnu minnihlutastjórnarinnar gegn útlendingum, innflytjendum og flóttamönnum. Samkvæmt öllum skoðanakönnunum síðustu vikurnar eiga vinstriflokkarnir fjórir vísan þingmeirihluta, þótt ekki verði hann mikill. Þeim er spáð að meðaltali 92 þingsætum en hægriflokkunum 83. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Danir ganga til þingkosninga í dag. Vinstriflokkunum fjórum er spáð þingmeirihluta, sem þýðir að minnihlutastjórn hægriflokkanna getur varla gert sér vonir um framhaldslíf. Miklar vangaveltur voru í dönskum fjölmiðlum í gær um að Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, sem er leiðtogi hægriflokksins Venstre, vildi fá Róttæka flokkinn til liðs við stjórn Venstre og Íhaldsflokksins. Tilefni þessara vangaveltna voru ummæli Rasmussens um að hann vildi gjarnan halda áfram samstarfi stjórnarinnar við Róttæka flokkinn, sem er frjálslyndur miðjuflokkur sem stundum hefur tekið þátt í hægri stjórnum en hefur undanfarið skipað sér ákveðið í lið með stjórnarandstöðu vinstriflokkanna. Sjálfur sló Rasmussen þessar vangaveltur út af borðinu í gær og sagðist eingöngu stefna á áframhaldandi stjórnarsamstarf með Íhaldsflokknum, án þess þó að nefna hvort hann kærði sig um að styðjast áfram við stuðning Danska þjóðarflokksins, sem er flokkur þjóðernissinna. Morten Østergaard, næstráðandi í Róttæka flokknum, tók síðan af skarið og sagði alls ekki koma til greina að flokkurinn færi í stjórnarsamstarf með Venstre og Íhaldsflokknum, enda væri ekki annað sjáanlegt en að sú stjórn yrði minnihlutastjórn sem þyrfti þá áfram að reiða sig á stuðning Danska þjóðarflokksins. Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Sósíaldemókrata, sagðist enga trú hafa á því að Róttæki flokkurinn gæti hugsað sér stjórnarsamstarf með Løkke. „Allir fjórir stjórnarandstöðuflokkarnir eru jú önnum kafnir við að tryggja að Danski þjóðarflokkurinn hafi ekki svona mikil áhrif,“ sagði Thorning-Schmidt, sem að öllum líkindum mun taka við forsætisráðherraembættinu af Løkke verði kosningaúrslitin í samræmi við skoðanakannanir. Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, hefur óspart notað áhrif sín á þingi undanfarinn áratug til þess að tryggja harða stefnu minnihlutastjórnarinnar gegn útlendingum, innflytjendum og flóttamönnum. Samkvæmt öllum skoðanakönnunum síðustu vikurnar eiga vinstriflokkarnir fjórir vísan þingmeirihluta, þótt ekki verði hann mikill. Þeim er spáð að meðaltali 92 þingsætum en hægriflokkunum 83. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira