Oft glæsilegt Jónas Sen skrifar 10. september 2011 11:00 Frá upphafstónleikum vetrarins. Mynd/Harpa.is Tónleikar. Þriðji píanókonsert Rakmaninoffs og fimmta sinfónía Sjostakóvitsj. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Eldborgarsalur Hörpu. Þeir eru margir píanókonsertarnir sem gera miklar kröfur til einleikarans. En Everestfjallið í píanóheiminum er líklega þriðji konsertinn eftir Rakmaninoff. Hann er svínslega erfiður. Ofurhraðar, flóknar nótnarunur eru óteljandi; heljarstökkin eftir hljómborðinu eins og áhættuatriði í geimtrylli. Konsertinn hefur verið fluttur nokkrum sinnum á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann fékk að hljóma enn á ný á upphafstónleikum vetrarins núna í vikunni. Að þessu sinni var Víkingur Heiðar Ólafsson í einleikshlutverkinu, en stjórnandi Vladimir Ashkenazy. Ashkenazy er sjálfur hættur að spila á píanó, en hann var óumdeilanlega einn mesti píanóleikari heims. Ef ég man rétt eru til þrjár mismunandi upptökur á plötum með honum þar sem hann spilar þriðja konsertinn eftir Rakmaninoff. Þær eru hver annarri magnaðri. Að leika einleik í þessum konsert, þar sem hljómsveitarstjórinn er slíkt ofurmenni, og gera það skammlaust, er afrek í sjálfu sér. Víkingur var með langflest á hreinu, allskyns tækniatriði voru prýðilega af hendi leyst. Hann lék skýrt og af öryggi. Margt í öðrum kaflanum var flott og ofsafenginn hraði síðasta kaflans var aðdáunarverður. Það var samt ekki allt sannfærandi. Þótt túlkunin hafi vissulega skartað töfrandi augnablikum var hún býsna dauf í það heila í fyrri hluta verksins. Stígandin hefði oft mátt vera markvissari. Flutningurinn var dálítið svarthvítur, ýmist algerlega innhverfur eða allt var á fullu. Fyrir bragðið gerðist ekki nóg í tónlistinni. Heildaryfirbragðið var svo litlaust. Það vantaði spennuna sem myndast þegar listamaðurinn leyfir frásögninni í tónlistinni að byggjast upp í trylling – án þess að flýta sér að gera það. Útkoman var mun betri eftir því sem á leið. Segja má að Víkingur hafi virkilega komist í gang í seinni hluta konsertsins. Þá var líka gaman! Hitt verkið á efnisskránni, fimmta sinfónían eftir Sjostakóvitsj, var almennt betur heppnað. Ashkenazy nær einstaklega vel að segja sögu í tónum, og í rússneskri tónlist er hann á heimavelli. Í þessu verki er dramatíkin allsráðandi, frá afar þunglyndislegum ládeyðuköflum upp í rafmagnaða hápunkta. Hljómsveitin spilaði af fagmennsku, strengirnir voru flottir, málm- og tréblásturinn hnitmiðaður, og allt annað eins og best verður á kosið. Samhljómurinn var líka fallegur og ég dáðist sérstaklega að bassalínunum, sem komu sérlega vel út. Helst mátti finna að því að undiraldan í rólegu köflunum var ekki nógu ógnandi. Túlkunin var ef til vill of stílhrein, Ashkenazy vissi nákvæmlega hvað hann vildi og hann kom því fumlaust til skila. En af of mikilli skynsemi. Fyrir bragðið greip tónlistin mann ekki. Jónas Sen Niðurstaða: Ég hef farið á skemmtilegri tónleika um ævina. Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónleikar. Þriðji píanókonsert Rakmaninoffs og fimmta sinfónía Sjostakóvitsj. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Eldborgarsalur Hörpu. Þeir eru margir píanókonsertarnir sem gera miklar kröfur til einleikarans. En Everestfjallið í píanóheiminum er líklega þriðji konsertinn eftir Rakmaninoff. Hann er svínslega erfiður. Ofurhraðar, flóknar nótnarunur eru óteljandi; heljarstökkin eftir hljómborðinu eins og áhættuatriði í geimtrylli. Konsertinn hefur verið fluttur nokkrum sinnum á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann fékk að hljóma enn á ný á upphafstónleikum vetrarins núna í vikunni. Að þessu sinni var Víkingur Heiðar Ólafsson í einleikshlutverkinu, en stjórnandi Vladimir Ashkenazy. Ashkenazy er sjálfur hættur að spila á píanó, en hann var óumdeilanlega einn mesti píanóleikari heims. Ef ég man rétt eru til þrjár mismunandi upptökur á plötum með honum þar sem hann spilar þriðja konsertinn eftir Rakmaninoff. Þær eru hver annarri magnaðri. Að leika einleik í þessum konsert, þar sem hljómsveitarstjórinn er slíkt ofurmenni, og gera það skammlaust, er afrek í sjálfu sér. Víkingur var með langflest á hreinu, allskyns tækniatriði voru prýðilega af hendi leyst. Hann lék skýrt og af öryggi. Margt í öðrum kaflanum var flott og ofsafenginn hraði síðasta kaflans var aðdáunarverður. Það var samt ekki allt sannfærandi. Þótt túlkunin hafi vissulega skartað töfrandi augnablikum var hún býsna dauf í það heila í fyrri hluta verksins. Stígandin hefði oft mátt vera markvissari. Flutningurinn var dálítið svarthvítur, ýmist algerlega innhverfur eða allt var á fullu. Fyrir bragðið gerðist ekki nóg í tónlistinni. Heildaryfirbragðið var svo litlaust. Það vantaði spennuna sem myndast þegar listamaðurinn leyfir frásögninni í tónlistinni að byggjast upp í trylling – án þess að flýta sér að gera það. Útkoman var mun betri eftir því sem á leið. Segja má að Víkingur hafi virkilega komist í gang í seinni hluta konsertsins. Þá var líka gaman! Hitt verkið á efnisskránni, fimmta sinfónían eftir Sjostakóvitsj, var almennt betur heppnað. Ashkenazy nær einstaklega vel að segja sögu í tónum, og í rússneskri tónlist er hann á heimavelli. Í þessu verki er dramatíkin allsráðandi, frá afar þunglyndislegum ládeyðuköflum upp í rafmagnaða hápunkta. Hljómsveitin spilaði af fagmennsku, strengirnir voru flottir, málm- og tréblásturinn hnitmiðaður, og allt annað eins og best verður á kosið. Samhljómurinn var líka fallegur og ég dáðist sérstaklega að bassalínunum, sem komu sérlega vel út. Helst mátti finna að því að undiraldan í rólegu köflunum var ekki nógu ógnandi. Túlkunin var ef til vill of stílhrein, Ashkenazy vissi nákvæmlega hvað hann vildi og hann kom því fumlaust til skila. En af of mikilli skynsemi. Fyrir bragðið greip tónlistin mann ekki. Jónas Sen Niðurstaða: Ég hef farið á skemmtilegri tónleika um ævina.
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira