Gylfi Þór: Feginn að Ólafur tók ákvörðun fyrir mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. september 2011 09:00 Gylfi Þór er hér í búningi þýska liðsins Hoffenheim. Nordic Photos / Bongarts Gylfi Þór Sigurðsson er loksins byrjaður að sparka í bolta á nýjan leik eftir nokkuð langa fjarveru vegna meiðsla. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu með liði sínu, Hoffenheim í Þýskalandi, en upphaflega var talið að hann yrði bara frá í fáeinar vikur. „Það var svo margt annað sem bættist við upphaflegu meiðslin að það tók sinn tíma að ná mér góðum af þessu öllu saman," segir Gylfi í viðtali við Fréttablaðið. „Í upphafi voru þetta hnémeiðsli en svo lenti ég í vandræðum með mjaðmagrindina. Þar að auki fékk ég slæma bólgu í taug og tók sinn tíma að ná henni úr. En eftir að það batnaði gerðist hitt mjög fljótt og er ég nú nýbyrjaður að æfa með liðinu aftur. Ég er mjög feginn því," bætir Gylfi við. Eftir því sem á leið og ekkert skánaði var Gylfi sendur til sérfræðings í München og viðurkennir að honum hafi fundist erfitt að takast á við óvissuna. „Sem betur fer hef ég ekki þurft að vera svona lengi frá vegna meiðsla áður og það var erfitt að vita ekki hversu langan tíma ég myndi þurfa til að ná mér góðum. En núna tel ég eðlilegt að áætla að ég taki mér 10-14 daga til að koma mér í ágætis form. Ég mun líklega ekki spila um helgina en vonast til að komast aftur inn í hópinn fyrir næstu helgi." Gylfi missti af landsleikjunum gegn Noregi og Kýpur og segir það vitanlega leiðinlegt. En eftir á að hyggja hafi það verið skynsamlegt og þakkar hann landsliðsþjálfaranum Ólafi Jóhannessyni fyrir það. „Ólafur ákvað í raun fyrir mig að það besta í stöðunni væri að ég myndi vera áfram hér úti og fá meðhöndlun hjá félaginu. Ef ég hefði verið að taka einhverja sénsa með landsliðinu hefði það kannski kostað mig nokkrar vikur í viðbót, sem hefði verið mjög slæmt," segir Gylfi. Ísland tapaði sem kunnugt er í Noregi en vann svo langþráðan sigur gegn Kýpur á þriðjudaginn. „Það var vissulega fúlt að missa af þessum sigurleik loksins þegar hann kom en ég vona að heppnin sé að ganga í lið með okkur og að þetta horfi allt til betri vegar. Ég missti af heimaleiknum gegn Portúgölum og vonandi fæ ég tækifæri til að spila gegn þeim úti í síðasta leiknum í riðlinum. Það væri gaman að geta strítt þeim þar," segir Gylfi. Leikurinn í Portúgal fer fram föstudaginn 7. október og verður síðasti landsleikurinn undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Gylfi er þó lítið að velta fyrir sér hver eigi að taka við af Ólafi. „Við leikmenn erum lítið að spá í það og reynum frekar að hugsa um næsta leik og að standa okkur vel. Óli er enn þjálfarinn okkar og verður það þangað til hann hættir." Þýski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er loksins byrjaður að sparka í bolta á nýjan leik eftir nokkuð langa fjarveru vegna meiðsla. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu með liði sínu, Hoffenheim í Þýskalandi, en upphaflega var talið að hann yrði bara frá í fáeinar vikur. „Það var svo margt annað sem bættist við upphaflegu meiðslin að það tók sinn tíma að ná mér góðum af þessu öllu saman," segir Gylfi í viðtali við Fréttablaðið. „Í upphafi voru þetta hnémeiðsli en svo lenti ég í vandræðum með mjaðmagrindina. Þar að auki fékk ég slæma bólgu í taug og tók sinn tíma að ná henni úr. En eftir að það batnaði gerðist hitt mjög fljótt og er ég nú nýbyrjaður að æfa með liðinu aftur. Ég er mjög feginn því," bætir Gylfi við. Eftir því sem á leið og ekkert skánaði var Gylfi sendur til sérfræðings í München og viðurkennir að honum hafi fundist erfitt að takast á við óvissuna. „Sem betur fer hef ég ekki þurft að vera svona lengi frá vegna meiðsla áður og það var erfitt að vita ekki hversu langan tíma ég myndi þurfa til að ná mér góðum. En núna tel ég eðlilegt að áætla að ég taki mér 10-14 daga til að koma mér í ágætis form. Ég mun líklega ekki spila um helgina en vonast til að komast aftur inn í hópinn fyrir næstu helgi." Gylfi missti af landsleikjunum gegn Noregi og Kýpur og segir það vitanlega leiðinlegt. En eftir á að hyggja hafi það verið skynsamlegt og þakkar hann landsliðsþjálfaranum Ólafi Jóhannessyni fyrir það. „Ólafur ákvað í raun fyrir mig að það besta í stöðunni væri að ég myndi vera áfram hér úti og fá meðhöndlun hjá félaginu. Ef ég hefði verið að taka einhverja sénsa með landsliðinu hefði það kannski kostað mig nokkrar vikur í viðbót, sem hefði verið mjög slæmt," segir Gylfi. Ísland tapaði sem kunnugt er í Noregi en vann svo langþráðan sigur gegn Kýpur á þriðjudaginn. „Það var vissulega fúlt að missa af þessum sigurleik loksins þegar hann kom en ég vona að heppnin sé að ganga í lið með okkur og að þetta horfi allt til betri vegar. Ég missti af heimaleiknum gegn Portúgölum og vonandi fæ ég tækifæri til að spila gegn þeim úti í síðasta leiknum í riðlinum. Það væri gaman að geta strítt þeim þar," segir Gylfi. Leikurinn í Portúgal fer fram föstudaginn 7. október og verður síðasti landsleikurinn undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Gylfi er þó lítið að velta fyrir sér hver eigi að taka við af Ólafi. „Við leikmenn erum lítið að spá í það og reynum frekar að hugsa um næsta leik og að standa okkur vel. Óli er enn þjálfarinn okkar og verður það þangað til hann hættir."
Þýski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Sjá meira