Gylfi Þór: Feginn að Ólafur tók ákvörðun fyrir mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. september 2011 09:00 Gylfi Þór er hér í búningi þýska liðsins Hoffenheim. Nordic Photos / Bongarts Gylfi Þór Sigurðsson er loksins byrjaður að sparka í bolta á nýjan leik eftir nokkuð langa fjarveru vegna meiðsla. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu með liði sínu, Hoffenheim í Þýskalandi, en upphaflega var talið að hann yrði bara frá í fáeinar vikur. „Það var svo margt annað sem bættist við upphaflegu meiðslin að það tók sinn tíma að ná mér góðum af þessu öllu saman," segir Gylfi í viðtali við Fréttablaðið. „Í upphafi voru þetta hnémeiðsli en svo lenti ég í vandræðum með mjaðmagrindina. Þar að auki fékk ég slæma bólgu í taug og tók sinn tíma að ná henni úr. En eftir að það batnaði gerðist hitt mjög fljótt og er ég nú nýbyrjaður að æfa með liðinu aftur. Ég er mjög feginn því," bætir Gylfi við. Eftir því sem á leið og ekkert skánaði var Gylfi sendur til sérfræðings í München og viðurkennir að honum hafi fundist erfitt að takast á við óvissuna. „Sem betur fer hef ég ekki þurft að vera svona lengi frá vegna meiðsla áður og það var erfitt að vita ekki hversu langan tíma ég myndi þurfa til að ná mér góðum. En núna tel ég eðlilegt að áætla að ég taki mér 10-14 daga til að koma mér í ágætis form. Ég mun líklega ekki spila um helgina en vonast til að komast aftur inn í hópinn fyrir næstu helgi." Gylfi missti af landsleikjunum gegn Noregi og Kýpur og segir það vitanlega leiðinlegt. En eftir á að hyggja hafi það verið skynsamlegt og þakkar hann landsliðsþjálfaranum Ólafi Jóhannessyni fyrir það. „Ólafur ákvað í raun fyrir mig að það besta í stöðunni væri að ég myndi vera áfram hér úti og fá meðhöndlun hjá félaginu. Ef ég hefði verið að taka einhverja sénsa með landsliðinu hefði það kannski kostað mig nokkrar vikur í viðbót, sem hefði verið mjög slæmt," segir Gylfi. Ísland tapaði sem kunnugt er í Noregi en vann svo langþráðan sigur gegn Kýpur á þriðjudaginn. „Það var vissulega fúlt að missa af þessum sigurleik loksins þegar hann kom en ég vona að heppnin sé að ganga í lið með okkur og að þetta horfi allt til betri vegar. Ég missti af heimaleiknum gegn Portúgölum og vonandi fæ ég tækifæri til að spila gegn þeim úti í síðasta leiknum í riðlinum. Það væri gaman að geta strítt þeim þar," segir Gylfi. Leikurinn í Portúgal fer fram föstudaginn 7. október og verður síðasti landsleikurinn undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Gylfi er þó lítið að velta fyrir sér hver eigi að taka við af Ólafi. „Við leikmenn erum lítið að spá í það og reynum frekar að hugsa um næsta leik og að standa okkur vel. Óli er enn þjálfarinn okkar og verður það þangað til hann hættir." Þýski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er loksins byrjaður að sparka í bolta á nýjan leik eftir nokkuð langa fjarveru vegna meiðsla. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu með liði sínu, Hoffenheim í Þýskalandi, en upphaflega var talið að hann yrði bara frá í fáeinar vikur. „Það var svo margt annað sem bættist við upphaflegu meiðslin að það tók sinn tíma að ná mér góðum af þessu öllu saman," segir Gylfi í viðtali við Fréttablaðið. „Í upphafi voru þetta hnémeiðsli en svo lenti ég í vandræðum með mjaðmagrindina. Þar að auki fékk ég slæma bólgu í taug og tók sinn tíma að ná henni úr. En eftir að það batnaði gerðist hitt mjög fljótt og er ég nú nýbyrjaður að æfa með liðinu aftur. Ég er mjög feginn því," bætir Gylfi við. Eftir því sem á leið og ekkert skánaði var Gylfi sendur til sérfræðings í München og viðurkennir að honum hafi fundist erfitt að takast á við óvissuna. „Sem betur fer hef ég ekki þurft að vera svona lengi frá vegna meiðsla áður og það var erfitt að vita ekki hversu langan tíma ég myndi þurfa til að ná mér góðum. En núna tel ég eðlilegt að áætla að ég taki mér 10-14 daga til að koma mér í ágætis form. Ég mun líklega ekki spila um helgina en vonast til að komast aftur inn í hópinn fyrir næstu helgi." Gylfi missti af landsleikjunum gegn Noregi og Kýpur og segir það vitanlega leiðinlegt. En eftir á að hyggja hafi það verið skynsamlegt og þakkar hann landsliðsþjálfaranum Ólafi Jóhannessyni fyrir það. „Ólafur ákvað í raun fyrir mig að það besta í stöðunni væri að ég myndi vera áfram hér úti og fá meðhöndlun hjá félaginu. Ef ég hefði verið að taka einhverja sénsa með landsliðinu hefði það kannski kostað mig nokkrar vikur í viðbót, sem hefði verið mjög slæmt," segir Gylfi. Ísland tapaði sem kunnugt er í Noregi en vann svo langþráðan sigur gegn Kýpur á þriðjudaginn. „Það var vissulega fúlt að missa af þessum sigurleik loksins þegar hann kom en ég vona að heppnin sé að ganga í lið með okkur og að þetta horfi allt til betri vegar. Ég missti af heimaleiknum gegn Portúgölum og vonandi fæ ég tækifæri til að spila gegn þeim úti í síðasta leiknum í riðlinum. Það væri gaman að geta strítt þeim þar," segir Gylfi. Leikurinn í Portúgal fer fram föstudaginn 7. október og verður síðasti landsleikurinn undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Gylfi er þó lítið að velta fyrir sér hver eigi að taka við af Ólafi. „Við leikmenn erum lítið að spá í það og reynum frekar að hugsa um næsta leik og að standa okkur vel. Óli er enn þjálfarinn okkar og verður það þangað til hann hættir."
Þýski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira