Nokkrar misskildar vikur Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 5. september 2011 08:00 Árið 1987, í sumarfríi á Spáni, var ofboðslega fallegur stuttermabolur keyptur handa mér á einhverjum götumarkaði. Hann var hvítur með alls kyns skemmtilegum fígúrum í bleikum, gulum og grænum neonlitum sem voru mjög vinsælir á þessum tíma. Ég, 10 ára gömul, var alsæl með bolinn og gekk í honum allan tímann. Allt þar til að einhver á sundlaugarbakkanum fór að rýna í kunnuglegt form fígúranna á bolnum og hvað stóð undir hverri og einni á ensku....; „Mr. Big", „Mr. Happy", „Mr. Hard" og svo framvegis. Skærlitu fígúrurnar sem okkur höfðu þótt svo skemmtilegar voru fjörutíu gerðir af alls kyns glaðlegum typpum, teiknuð með brosandi andlit, og voru þau öll nefnd „herra-eitthvað" til að undirstrika mismunandi eiginleika, stærð og lögun hvers og eins. Uppáhaldið mitt hafði einmitt verið „herra uppátækjasamur". Ég sá þennan bol aldrei framar. Mér varð hugsað til bolsins í vikunni þegar kona nokkur sagðist við eftirminnilegar vitnaleiðslur hafa misskilið sig. Þessar þrjár vikur á Benidorm gekk ég um, grandalaus og hundrað prósent misskilin. Ég rifjaði þetta upp og kunningjakona átti svipaða stuttermabolasögu nema að amman og afinn komu þá heim með hvíta boli handa börnunum hennar með grænni plöntu sem þau höfðu hrifist svo ógurlega af en ekki getað fengið sölumanninn til að útskýra hvaða blóm þetta væri. Mynta? Minna. Hass? Bingó. Svo ég víki aftur að sjálfri mér tek ég það fram að letrið var smátt, það var fjörtíu stiga hiti, litli bróðir minn hélt öllum uppteknum með því að vera sá sem hann bara er, og úr jafnvel lítilli fjarlægð (ég var talsvert minni en aðrir á svæðinu, sjaldan í sjónlínu fullorðinna) hefðu kátu typpakallarnir getað verið hvað sem er. Þess vegna reyni ég og ber eiginlega skylda til að sýna umburðarlyndi þegar ég rekst á börn í bolum með áletrunum sem eru kannski ekki, tja, fullkomlega viðeigandi, þá sérstaklega ef ég þarf að píra augun og beygja mig niður til þess að sjá hvað stendur. Hvað veit maður? Það hefur eitthvað verið grynnra á umburðarlyndinu upp á síðkastið kannski en mig rak í rogastans þegar ég uppgötvaði að eitt helsta tákn veldis klámkóngsins Hugh Hefners, playboykanínan, er um þessar mundir eftirsótt myndskreyting á veggi í unglingastelpuherbergi. Eru foreldrarnir nokkuð að misskilja sig? Eða á ég að nota tækifærið og skella typpaköllunum mínum á stofuvegginn fyrir jólin? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Árið 1987, í sumarfríi á Spáni, var ofboðslega fallegur stuttermabolur keyptur handa mér á einhverjum götumarkaði. Hann var hvítur með alls kyns skemmtilegum fígúrum í bleikum, gulum og grænum neonlitum sem voru mjög vinsælir á þessum tíma. Ég, 10 ára gömul, var alsæl með bolinn og gekk í honum allan tímann. Allt þar til að einhver á sundlaugarbakkanum fór að rýna í kunnuglegt form fígúranna á bolnum og hvað stóð undir hverri og einni á ensku....; „Mr. Big", „Mr. Happy", „Mr. Hard" og svo framvegis. Skærlitu fígúrurnar sem okkur höfðu þótt svo skemmtilegar voru fjörutíu gerðir af alls kyns glaðlegum typpum, teiknuð með brosandi andlit, og voru þau öll nefnd „herra-eitthvað" til að undirstrika mismunandi eiginleika, stærð og lögun hvers og eins. Uppáhaldið mitt hafði einmitt verið „herra uppátækjasamur". Ég sá þennan bol aldrei framar. Mér varð hugsað til bolsins í vikunni þegar kona nokkur sagðist við eftirminnilegar vitnaleiðslur hafa misskilið sig. Þessar þrjár vikur á Benidorm gekk ég um, grandalaus og hundrað prósent misskilin. Ég rifjaði þetta upp og kunningjakona átti svipaða stuttermabolasögu nema að amman og afinn komu þá heim með hvíta boli handa börnunum hennar með grænni plöntu sem þau höfðu hrifist svo ógurlega af en ekki getað fengið sölumanninn til að útskýra hvaða blóm þetta væri. Mynta? Minna. Hass? Bingó. Svo ég víki aftur að sjálfri mér tek ég það fram að letrið var smátt, það var fjörtíu stiga hiti, litli bróðir minn hélt öllum uppteknum með því að vera sá sem hann bara er, og úr jafnvel lítilli fjarlægð (ég var talsvert minni en aðrir á svæðinu, sjaldan í sjónlínu fullorðinna) hefðu kátu typpakallarnir getað verið hvað sem er. Þess vegna reyni ég og ber eiginlega skylda til að sýna umburðarlyndi þegar ég rekst á börn í bolum með áletrunum sem eru kannski ekki, tja, fullkomlega viðeigandi, þá sérstaklega ef ég þarf að píra augun og beygja mig niður til þess að sjá hvað stendur. Hvað veit maður? Það hefur eitthvað verið grynnra á umburðarlyndinu upp á síðkastið kannski en mig rak í rogastans þegar ég uppgötvaði að eitt helsta tákn veldis klámkóngsins Hugh Hefners, playboykanínan, er um þessar mundir eftirsótt myndskreyting á veggi í unglingastelpuherbergi. Eru foreldrarnir nokkuð að misskilja sig? Eða á ég að nota tækifærið og skella typpaköllunum mínum á stofuvegginn fyrir jólin?
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun