Engar skyndilausnir í boði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. september 2011 08:00 Haukur Ingi er landsliðsþjálfurunum innan handar þessa dagana og veitir ekki af þar sem hvorki gengur né rekur hjá landsliðinu.fréttablaðið/valli Hvorki gengur né rekur hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu. Enn eitt tapið leit dagsins ljós á föstudaginn, í þetta sinn í Noregi þar sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Ísland hefur ekki unnið keppnisleik í tæp þrjú ár og aldrei verið neðar á styrkleikalista FIFA. Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson leitaði fyrir nokkru aðstoðar Hauks Inga Guðnasonar, sem sjálfur er knattspyrnumaður og fyrrum atvinnumaður. Hann hefur einnig menntað sig í íþróttasálfræði. Haukur Ingi fékk það hlutverk að sinna líðan landsliðsmannanna og hefur gert það í síauknum mæli. Hann var með í förinni til Noregs og hitti Fréttablaðið á hann í Osló. Þurfum meðbyrinn„Úrslitin hafa sannarlega ekki verið okkur í hag. Liðið hefur svo sem verið að spila ágætlega inn á milli en það er langt síðan að niðurstaðan eftir leiki hefur verið jákvæð,“ sagði hann. Ísland mætir Kýpverjum á morgun og segir Haukur Ingi að strákana skorti tilfinnanlega að finna fyrir smá meðbyr. „Ég held að það verði mjög mikilvægt fyrir þá. Menn hafa verið að sigla á móti straumnum svo lengi að sigur myndi gefa mönnum mikið.“ Óttast ekki mistökinHaukur Ingi tekur leikmenn í spjall, stundum 2-3 í einu, þegar tækifæri gefst. „Margir strákanna eru ungir og get ég bent þeim á ýmsa punkta sem ég hefði sjálfur viljað vita þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í atvinnumennskunni.“ Meðal þess sem Haukur Ingi reynir að miðla til leikmanna er hvernig skuli taka á mótlæti í leikjunum sjálfum. Því hafa landsliðsmennirnir fengið að kynnast. „Jafnvel færustu íþróttamenn heims óttast það einhvern tímann að gera mistök og að endurtaka þau. Dæmi um þetta er sóknarmaður sem klúðrar dauðafæri í upphafi leiks. Auðveldasta leiðin til að endurtaka ekki þau mistök er að koma sér ekki aftur í færi. En það er þó betra að klúðra tíu dauðafærum í einum leik því þá er hann að minnsta kosti að taka þátt í leiknum.“ Hann segir einbeitingu og hugarfar skipta afar miklu máli þegar í leikinn er komið. „Og að láta mótlætið ekki slá sig út af laginu – halda einbeitingunni og halda áfram að spila sinn leik.“ Þolinmæði er dyggðAnnað lykilorð í skilaboðum Hauks Inga er þolinmæði. „Mín vinna snýst ekki um skyndilausnir heldur að bæta frammistöðuna þegar til lengri tíma er litið. Ég er ekki endilega að hugsa um þennan leik eða næsta heldur vona ég að þessar aðferðir nái að síast inn hægt og rólega og að það leiði til betri árangurs í framtíðinni.“ Hann segir þó biðina vera erfiða og að millibilsástandið sé afar hættulegur tími. Því sé mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi að sýna þolinmæði. „Í sumum íþróttum þarf að taka þrjú skref aftur á bak til að geta tekið fimm skref fram á við. Gott dæmi er kylfingur sem er fastur í sinni forgjöf og vill bæta sig. Hann þarf ef til vill að tileinka sér nýja og betri sveiflu en það tekur tíma. Á meðan versnar leikur hans og er þá mikilvægt að falla ekki aftur í fyrra horf – annars mun hann aldrei lækka forgjöfina aftur.“ Haukur Ingi bendir á að þetta vilji oft haldast í hendur við það þegar kynslóðaskipti eiga sér stað eins og er tilfellið í íslenska landsliðinu nú. „Ef þeim tekst að tileinka sér þessi fræði og nýta sér þau mun það pottþétt nýtast bæði þeim sjálfum og íslenska landsliðinu til framtíðar.“ Íslenski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Hvorki gengur né rekur hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu. Enn eitt tapið leit dagsins ljós á föstudaginn, í þetta sinn í Noregi þar sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Ísland hefur ekki unnið keppnisleik í tæp þrjú ár og aldrei verið neðar á styrkleikalista FIFA. Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson leitaði fyrir nokkru aðstoðar Hauks Inga Guðnasonar, sem sjálfur er knattspyrnumaður og fyrrum atvinnumaður. Hann hefur einnig menntað sig í íþróttasálfræði. Haukur Ingi fékk það hlutverk að sinna líðan landsliðsmannanna og hefur gert það í síauknum mæli. Hann var með í förinni til Noregs og hitti Fréttablaðið á hann í Osló. Þurfum meðbyrinn„Úrslitin hafa sannarlega ekki verið okkur í hag. Liðið hefur svo sem verið að spila ágætlega inn á milli en það er langt síðan að niðurstaðan eftir leiki hefur verið jákvæð,“ sagði hann. Ísland mætir Kýpverjum á morgun og segir Haukur Ingi að strákana skorti tilfinnanlega að finna fyrir smá meðbyr. „Ég held að það verði mjög mikilvægt fyrir þá. Menn hafa verið að sigla á móti straumnum svo lengi að sigur myndi gefa mönnum mikið.“ Óttast ekki mistökinHaukur Ingi tekur leikmenn í spjall, stundum 2-3 í einu, þegar tækifæri gefst. „Margir strákanna eru ungir og get ég bent þeim á ýmsa punkta sem ég hefði sjálfur viljað vita þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í atvinnumennskunni.“ Meðal þess sem Haukur Ingi reynir að miðla til leikmanna er hvernig skuli taka á mótlæti í leikjunum sjálfum. Því hafa landsliðsmennirnir fengið að kynnast. „Jafnvel færustu íþróttamenn heims óttast það einhvern tímann að gera mistök og að endurtaka þau. Dæmi um þetta er sóknarmaður sem klúðrar dauðafæri í upphafi leiks. Auðveldasta leiðin til að endurtaka ekki þau mistök er að koma sér ekki aftur í færi. En það er þó betra að klúðra tíu dauðafærum í einum leik því þá er hann að minnsta kosti að taka þátt í leiknum.“ Hann segir einbeitingu og hugarfar skipta afar miklu máli þegar í leikinn er komið. „Og að láta mótlætið ekki slá sig út af laginu – halda einbeitingunni og halda áfram að spila sinn leik.“ Þolinmæði er dyggðAnnað lykilorð í skilaboðum Hauks Inga er þolinmæði. „Mín vinna snýst ekki um skyndilausnir heldur að bæta frammistöðuna þegar til lengri tíma er litið. Ég er ekki endilega að hugsa um þennan leik eða næsta heldur vona ég að þessar aðferðir nái að síast inn hægt og rólega og að það leiði til betri árangurs í framtíðinni.“ Hann segir þó biðina vera erfiða og að millibilsástandið sé afar hættulegur tími. Því sé mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi að sýna þolinmæði. „Í sumum íþróttum þarf að taka þrjú skref aftur á bak til að geta tekið fimm skref fram á við. Gott dæmi er kylfingur sem er fastur í sinni forgjöf og vill bæta sig. Hann þarf ef til vill að tileinka sér nýja og betri sveiflu en það tekur tíma. Á meðan versnar leikur hans og er þá mikilvægt að falla ekki aftur í fyrra horf – annars mun hann aldrei lækka forgjöfina aftur.“ Haukur Ingi bendir á að þetta vilji oft haldast í hendur við það þegar kynslóðaskipti eiga sér stað eins og er tilfellið í íslenska landsliðinu nú. „Ef þeim tekst að tileinka sér þessi fræði og nýta sér þau mun það pottþétt nýtast bæði þeim sjálfum og íslenska landsliðinu til framtíðar.“
Íslenski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira