Segi aldrei nei við Scarlett eða Quentin Tarantino Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 4. september 2011 14:00 Heba Þórisdóttir. Það vantar ekki stórstjörnurnar á tökustað The Avengers, en Heba Þórisdóttir sér um förðun í myndinni. Scarlett Johansson er á sínum stað sem Svarta ekkjan en Heba Þórisdóttir segir aldrei nei við vinnu með Scarlett. „Ég get staðfest að ég er að vinna við þessa mynd en meira get ég ekki sagt við þig. Það er mikil öryggisgæsla í kringum þessa mynd og það má ekkert leka út," segir Heba Þórisdóttir, förðunarmeistari í Hollywood. Heba er nú að vinna með bandarísku stjörnunni Scarlett Johansson við gerð hasarmyndarinnar The Avengers. Þar sameina krafta sína allar helstu söguhetjur Marvel-myndasögurisans í baráttunni gegn tortímingu heimsins. Meðal þeirra sem bregður fyrir í myndinni eru Iron Man, sem Robert Downey Jr. leikur, Thor í meðförum Chris Hemsworth og Captain America, leikinn af Chris Evans. Scarlett leikur sem fyrr Natöshu Romanoff, Svörtu ekkjuna. Gríðarleg leynd hvílir yfir tökustaðnum og nákvæmlega ekkert má leka út um hvað fer þar fram. Marvel-myndasöguhetjurnar hafa enda notið mikilla vinsælda á hvíta tjaldin undanfarin ár og The Avengers er hugsuð sem rúsínan í pylsuendanum á þeirri miklu rússíbanareið. Heba, sem hefur marga fjöruna sopið í kvikmyndabransanum, segist ekki muna eftir annarri eins leynd. Heba hefur haft nóg fyrir stafni að undanförnu þótt hún reyni yfirleitt að halda sig í grennd við Los Angeles. „Ég vil helst ekki vinna við fleiri en tvær kvikmyndir sem teknar eru utan Los Angeles á ári," segir Heba, en hún var Cate Blanchett innan handar við gerð myndarinnar Hanna og var yfir förðuninni á gamanmyndinni Bridesmaids sem sló í gegn hér á landi. Heba gegndi sama hlutverki í kvikmyndinni We Bought a Zoo eftir Cameron Crowe, en eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir skemmstu semur Jónsi úr Sigur Rós tónlistina við þá mynd. Heba segir að nú verði hins vegar breyting á ferlinum því yngri sonur hennar er farinn í Boston-háskólann: „Og ég get því unnið eins og brjálæðingur og átt ekkert líf," segir Heba og hlær. Næsta verkefni hennar verður Tarantino-myndin Djangho Unchained með Leonardo DiCaprio, Samuel L. Jackson, Kevin Costner og Jamie Foxx í aðalhlutverkum. „Það eru tveir skjólstæðingar sem ég segi aldrei nei við; Scarlett og Tarantino." Lífið Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Það vantar ekki stórstjörnurnar á tökustað The Avengers, en Heba Þórisdóttir sér um förðun í myndinni. Scarlett Johansson er á sínum stað sem Svarta ekkjan en Heba Þórisdóttir segir aldrei nei við vinnu með Scarlett. „Ég get staðfest að ég er að vinna við þessa mynd en meira get ég ekki sagt við þig. Það er mikil öryggisgæsla í kringum þessa mynd og það má ekkert leka út," segir Heba Þórisdóttir, förðunarmeistari í Hollywood. Heba er nú að vinna með bandarísku stjörnunni Scarlett Johansson við gerð hasarmyndarinnar The Avengers. Þar sameina krafta sína allar helstu söguhetjur Marvel-myndasögurisans í baráttunni gegn tortímingu heimsins. Meðal þeirra sem bregður fyrir í myndinni eru Iron Man, sem Robert Downey Jr. leikur, Thor í meðförum Chris Hemsworth og Captain America, leikinn af Chris Evans. Scarlett leikur sem fyrr Natöshu Romanoff, Svörtu ekkjuna. Gríðarleg leynd hvílir yfir tökustaðnum og nákvæmlega ekkert má leka út um hvað fer þar fram. Marvel-myndasöguhetjurnar hafa enda notið mikilla vinsælda á hvíta tjaldin undanfarin ár og The Avengers er hugsuð sem rúsínan í pylsuendanum á þeirri miklu rússíbanareið. Heba, sem hefur marga fjöruna sopið í kvikmyndabransanum, segist ekki muna eftir annarri eins leynd. Heba hefur haft nóg fyrir stafni að undanförnu þótt hún reyni yfirleitt að halda sig í grennd við Los Angeles. „Ég vil helst ekki vinna við fleiri en tvær kvikmyndir sem teknar eru utan Los Angeles á ári," segir Heba, en hún var Cate Blanchett innan handar við gerð myndarinnar Hanna og var yfir förðuninni á gamanmyndinni Bridesmaids sem sló í gegn hér á landi. Heba gegndi sama hlutverki í kvikmyndinni We Bought a Zoo eftir Cameron Crowe, en eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir skemmstu semur Jónsi úr Sigur Rós tónlistina við þá mynd. Heba segir að nú verði hins vegar breyting á ferlinum því yngri sonur hennar er farinn í Boston-háskólann: „Og ég get því unnið eins og brjálæðingur og átt ekkert líf," segir Heba og hlær. Næsta verkefni hennar verður Tarantino-myndin Djangho Unchained með Leonardo DiCaprio, Samuel L. Jackson, Kevin Costner og Jamie Foxx í aðalhlutverkum. „Það eru tveir skjólstæðingar sem ég segi aldrei nei við; Scarlett og Tarantino."
Lífið Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira