Lífið

Lone Scherfig heiðursgestur

heiðursgestur Danska kvikmyndagerðarkonan Lone Scherfig verður heiðursgestur á RIFF-hátíðinni.
nordicphotos/afp
heiðursgestur Danska kvikmyndagerðarkonan Lone Scherfig verður heiðursgestur á RIFF-hátíðinni. nordicphotos/afp
Heiðursgestur á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík 2011 verður danska kvikmyndagerðarkonan Lone Scherfig. Hún hlýtur heiðursverðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listræna sýn. Verðlaunin verða veitt í nafni frú Vigdísar Finnbogadóttur og verður afhending þeirra árlegur viðburður á hátíðinni héðan í frá.

Scherfig er í hópi fremstu kvikmyndagerðarmanna Norðurlanda og hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir kvikmyndir sínar. Hún sló í gegn á alþjóðlegum vettvangi með mynd sinni Ítalska fyrir byrjendur árið 2000, sem verður einmitt sýnd á RIFF-hátíðinni í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.