Lífið

The Vaccines hætt við Airwaves

Breska rokksveitin The Vaccines er hætt við að koma fram á Airwaves-hátíðinni.
Breska rokksveitin The Vaccines er hætt við að koma fram á Airwaves-hátíðinni.
vonbrigði Kamilla Ingibergsdóttir var mjög spennt fyrir The Vaccines.
„Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Iceland Airwaves.

Breska rokksveitin The Vaccines, með Íslendinginn Árna Hjörvar Árnason á bassanum, er hætt við að koma fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram í Reykjavík í október. Ástæðan er hálsaðgerð sem söngvarinn Justin Young þarf að gangast undir, sú þriðja á þessu ári. Fyrir vikið hefur sveitin aflýst fyrirhuguðum tónleikum sínum víða um heim í september og fram til 26. október, skömmu eftir að Airwaves-hátíðinni lýkur.

Tónleikar The Vaccines áttu að vera einn af hápunktum Airwaves og því eru þetta mikil vonbrigði fyrir þá sem hafa þegar keypt sér miða. „Við vorum mjög spennt fyrir því að fá The Vaccines hingað en þetta er eitthvað sem var alls ekki hægt að koma í veg fyrir. Þeir eru að aflýsa risastórum túr og því hræðilegt fyrir þá líka, enda eru þeir að byrja ferilinn sinn,“ segir Kamilla. Til stendur að finna góðan staðgengil fyrir The Vaccines og er sú vinna í fullum gangi. „Við getum huggað fólk með því að það eru tvö hundruð önnur atriði í boði. Ég hugsa að það verði enginn ósáttur á Airwaves.“

Á meðal erlendra flytjenda á hátíðinni verða Sinéad O" Connor, Beach House, John Grant og Yoko Ono Plastic Ono Band. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.