Kominn tími á erlendan þjálfara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2011 08:00 Bjarni Jóhannsson gerði ÍBV tvisvar að Íslandsmeisturum og einu sinni að bikarmeisturum. Fylkir varð bikarmeistari undir hans stjórn auk þess sem hann kom Breiðabliki og Stjörnunni upp í efstu deild. Mynd/Daníel Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Knattspyrnusamband Íslands þurfa að breyta allri umgjörð þegar kemur að íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Bjarni, sem náð hefur eftirtektarverðum árangri með Stjörnuna undanfarin ár, segir peningaskort enga fyrirstöðu. Bjarni Jóhannsson hefur verið lengur en tvævetur í boltanum og komið víða við. Hann fór með Stjörnuna upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili með liðið 2008 og hefur fest liðið í sessi í efstu deild. Leiðin að árangrinum hefur verið sóknarknattspyrna. Hægir og kraftlausir menn enda bara í utandeildinni„Það eru ábyggilega fá lið sem hafa komið upp með svoleiðis krafti því yfirleitt hafa nýliðar í gegnum tíðina lagst í vörn og stólað á að fá á sig fá mörk og halda þannig sæti sínu í deildinni. Þannig hefur það þó ekki verið í Stjörnunni," segir Bjarni. Hann segir það mannskapnum sem hann hafi í höndunum að þakka að hann þori að blása til sóknar. „Það er bara sálin í þessum drengjum. Meira að segja varnarmennirnir eru sóknarhugsandi og tímasetningin er líka þrælgóð því fótboltinn er að breytast mikið. Þeir sem hafa ekki hraða og kraft fram á við enda bara í utandeildinni." Undanfarin tvö tímabil hefur Stjarnan raðað inn mörkunum en einnig fengið haug af mörkum á sig. Breyting hefur orðið á því í sumar, ekki í markaskorun en í fjölda marka sem liðið hefur fengið á sig. Bjarni segir nokkrar ástæður fyrir því. „Varnarleikur manna framarlega á vellinum hefur gengið betur, pressan hefur tekist oftar. Svo eru þessir strákar árunum eldri og við erum tilbúnari í þennan líkamlega leik. Svo hefur liðið þroskast þokkalega og við erum betri í að halda bolta. Við töpum boltanum sjaldnar." Bæta þarf aðstöðuna í GarðabæFramtíðin virðist björt hjá Garðbæingum. Bjarni segir yngri flokka Stjörnunnar meðal þeirra bestu á landinu, karlaliðið hafi fest sig í sessi í efstu deild og kvennaliðið sé fremst meðal jafningja. Yngri flokkarnir eigi góðar fyrirmyndir og nú þurfi allir að leggjast á eitt og byggja á því góða. Aðstaða knattspyrnufólks í Garðabænum sé hins vegar stórt vandamál. „Það eru um sex hundruð iðkendur í fótboltanum og aðalvöllur félagsins er einnig aðalæfingavöllur félagsins á árs grundvelli. Það þarf að verða algjör bylting í aðstöðumálum hér í Garðabæ ef menn ætla að halda þessum dampi og taka skrefið fram á við," segir Bjarni. Garðabær gefi sig út fyrir að vera mikill íþróttabær og stjórnmálamenn hafi gefið út að menn eigi að fá að æfa við bestu aðstæður. „Nýjasta dæmið um það er bygging fimleikahallarinnar sem er á heimsmælikvarða. Það er ekki hægt að gera upp á milli íþróttagreina. Það verða allar íþróttagreinar að fá það besta og þannig eiga menn að hugsa hér í Garðabænum. Næsta skref er auðvitað bylting í aðstöðumálum fyrir knattspyrnuna." Ráða á erlendan landsliðsþjálfaraKSÍ hefur gefið út að samningur Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara verði ekki endurnýjaður. Bjarni segir nálægðina á Íslandi hafa slæm áhrif á umgjörð íslenska landsliðsins. „Ég hef horft upp á eina fjóra eða fimm Íslendinga hálshöggna út af lélegum árangri. Það er alltaf auðveldast að reka þjálfarann en ég tel að stærstum hluta þjálfarann ekki mesta vandamálið. Tengslin milli KSÍ og stóru félaganna hér á landi eru sterk og starfsfólkið í kringum landsliðið alltof tengt félögunum," segir Bjarni. Hann segir tengslin gera það að verkum að upp komi viðkvæm og óþægileg mál sem hafi klárlega áhrif á val á leikmönnum í landsliðið. Bjarni, sem var aðstoðarmaður Eyjólfs Sverrissonar á tíma hans með landsliðið, segist myndu taka við starfinu yrði leitað til hans. Hann er þó á þeirri skoðun að tímabært sé að leita út fyrir landsteinana. „Við eigum hiklaust, með fullri virðingu fyrir mér og öðrum kollegum mínum á Íslandi, að ráða erlendan þjálfara og hrista almennilega upp í þessu. Knattspyrnusambandið verður að taka gjörsamlega nýjan kúrs í umgjörð landsliðsins og allri hugmyndafræði frá a til ö." Bjarni segir KSÍ ekki geta borið fyrir sig peningaskort þegar kemur að ráðningu nýs þjálfara. „Mér er sama hvað það kostar. Ef menn telja sig ekki hafa efni á því þá búa þeir til nefnd sem nær í þessa peninga til þess að hafa ofan í sig og á. Það verður að lyfta grettistaki í málum landsliðsins." Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Knattspyrnusamband Íslands þurfa að breyta allri umgjörð þegar kemur að íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Bjarni, sem náð hefur eftirtektarverðum árangri með Stjörnuna undanfarin ár, segir peningaskort enga fyrirstöðu. Bjarni Jóhannsson hefur verið lengur en tvævetur í boltanum og komið víða við. Hann fór með Stjörnuna upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili með liðið 2008 og hefur fest liðið í sessi í efstu deild. Leiðin að árangrinum hefur verið sóknarknattspyrna. Hægir og kraftlausir menn enda bara í utandeildinni„Það eru ábyggilega fá lið sem hafa komið upp með svoleiðis krafti því yfirleitt hafa nýliðar í gegnum tíðina lagst í vörn og stólað á að fá á sig fá mörk og halda þannig sæti sínu í deildinni. Þannig hefur það þó ekki verið í Stjörnunni," segir Bjarni. Hann segir það mannskapnum sem hann hafi í höndunum að þakka að hann þori að blása til sóknar. „Það er bara sálin í þessum drengjum. Meira að segja varnarmennirnir eru sóknarhugsandi og tímasetningin er líka þrælgóð því fótboltinn er að breytast mikið. Þeir sem hafa ekki hraða og kraft fram á við enda bara í utandeildinni." Undanfarin tvö tímabil hefur Stjarnan raðað inn mörkunum en einnig fengið haug af mörkum á sig. Breyting hefur orðið á því í sumar, ekki í markaskorun en í fjölda marka sem liðið hefur fengið á sig. Bjarni segir nokkrar ástæður fyrir því. „Varnarleikur manna framarlega á vellinum hefur gengið betur, pressan hefur tekist oftar. Svo eru þessir strákar árunum eldri og við erum tilbúnari í þennan líkamlega leik. Svo hefur liðið þroskast þokkalega og við erum betri í að halda bolta. Við töpum boltanum sjaldnar." Bæta þarf aðstöðuna í GarðabæFramtíðin virðist björt hjá Garðbæingum. Bjarni segir yngri flokka Stjörnunnar meðal þeirra bestu á landinu, karlaliðið hafi fest sig í sessi í efstu deild og kvennaliðið sé fremst meðal jafningja. Yngri flokkarnir eigi góðar fyrirmyndir og nú þurfi allir að leggjast á eitt og byggja á því góða. Aðstaða knattspyrnufólks í Garðabænum sé hins vegar stórt vandamál. „Það eru um sex hundruð iðkendur í fótboltanum og aðalvöllur félagsins er einnig aðalæfingavöllur félagsins á árs grundvelli. Það þarf að verða algjör bylting í aðstöðumálum hér í Garðabæ ef menn ætla að halda þessum dampi og taka skrefið fram á við," segir Bjarni. Garðabær gefi sig út fyrir að vera mikill íþróttabær og stjórnmálamenn hafi gefið út að menn eigi að fá að æfa við bestu aðstæður. „Nýjasta dæmið um það er bygging fimleikahallarinnar sem er á heimsmælikvarða. Það er ekki hægt að gera upp á milli íþróttagreina. Það verða allar íþróttagreinar að fá það besta og þannig eiga menn að hugsa hér í Garðabænum. Næsta skref er auðvitað bylting í aðstöðumálum fyrir knattspyrnuna." Ráða á erlendan landsliðsþjálfaraKSÍ hefur gefið út að samningur Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara verði ekki endurnýjaður. Bjarni segir nálægðina á Íslandi hafa slæm áhrif á umgjörð íslenska landsliðsins. „Ég hef horft upp á eina fjóra eða fimm Íslendinga hálshöggna út af lélegum árangri. Það er alltaf auðveldast að reka þjálfarann en ég tel að stærstum hluta þjálfarann ekki mesta vandamálið. Tengslin milli KSÍ og stóru félaganna hér á landi eru sterk og starfsfólkið í kringum landsliðið alltof tengt félögunum," segir Bjarni. Hann segir tengslin gera það að verkum að upp komi viðkvæm og óþægileg mál sem hafi klárlega áhrif á val á leikmönnum í landsliðið. Bjarni, sem var aðstoðarmaður Eyjólfs Sverrissonar á tíma hans með landsliðið, segist myndu taka við starfinu yrði leitað til hans. Hann er þó á þeirri skoðun að tímabært sé að leita út fyrir landsteinana. „Við eigum hiklaust, með fullri virðingu fyrir mér og öðrum kollegum mínum á Íslandi, að ráða erlendan þjálfara og hrista almennilega upp í þessu. Knattspyrnusambandið verður að taka gjörsamlega nýjan kúrs í umgjörð landsliðsins og allri hugmyndafræði frá a til ö." Bjarni segir KSÍ ekki geta borið fyrir sig peningaskort þegar kemur að ráðningu nýs þjálfara. „Mér er sama hvað það kostar. Ef menn telja sig ekki hafa efni á því þá búa þeir til nefnd sem nær í þessa peninga til þess að hafa ofan í sig og á. Það verður að lyfta grettistaki í málum landsliðsins."
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira