Innlent

Bylgjan verið í loftinu í 25 ár

Bylgjan er vinur fólksins, segir Ívar Guðmundsson.
Bylgjan er vinur fólksins, segir Ívar Guðmundsson. Fréttablaðið/vilhelm
„Ég hlustaði alltaf á Bylgjuna þegar hún byrjaði. Þá var ég sölumaður hjá Myllunni árið 1986 og ók með kökur og brauð um Suðurnesin á daginn. Á kvöldin var ég plötusnúður og lét mig dreyma um að verða útvarpsmaður á Bylgjunni,“ segir Ívar Guðmundsson, dagskrárstjóri Bylgjunnar.

Bylgjan, sem var fyrsta einkarekna útvarpsstöð landsins, fagnar aldarfjórðungsafmæli í ár. Í tilefni af áfanganum fylgir aukablað með Fréttablaðinu í dag í ritstjórn Þorsteins J. Vilhjálmssonar.

Í tilefni afmælisins voru haldnir tónleikar á Ingólfstorgi á Menningarnótt þar sem margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins stigu á stokk. Hermann Gunnarsson ræðir síðan í þætti sínum í dag við nokkra af þeim fjölmörgu útvarpsmönnum sem starfað hafa á Bylgjunni.

Ívar segir mikið vatn hafa runnið til sjávar frá því að Bylgjan fór í loftið fyrir 25 árum. „Fyrstu tíu árin eða svo voru menn að læra að reka útvarpsstöð. Hún hefur þroskast mikið síðan þá. Nú erum við sú stöð sem fylgir hlustendum eins og vinur,“ segir Ívar.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×