"Ég er meiri femínisti en þú!" Björk Eiðsdóttir skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Undanfarið hafa fjölmiðlakonurnar Ellý Ármanns og Tobba Marinós fengið töluverða gagnrýni vegna orða sem Ellý lét falla í Fréttatímanum varðandi sjónvarpsþátt sem þær stöllur fara í loftið með á SkjáEinum nú í haust. Þar sagði Ellý þær ætla að fjalla um allt það sem mæðir á konum og taldi svo upp örfá dæmi. Sú upptalning hennar hefur farið fyrir brjóstið á mörgum enda engan veginn tæmandi að þeirra mati, eðlilega ekki, kannski. Eðlilega ekki, segi ég enda efast ég um að hún hafi ætlað að telja upp umfjöllunarefni næstu mánaða í örstuttu blaðaviðtali. Flest slík viðtöl eru tekin í gegnum síma og viðmælandi hefur stuttan tíma til að íhuga hvernig best sé að koma fyrir sig orði. Þegar ég las viðtalið við þær Ellý og Tobbu staðnæmdist ég einmitt við þetta svar Ellýjar, ekki vegna þess að það færi svo fyrir brjóstið á mér heldur hugsaði ég með mér: „Hún verður skotin í kaf fyrir þetta!" En það er einmitt þar sem hnífurinn stendur í kúnni, að mínu mati. Sjálf hef ég starfað sem blaðamaður á elsta og vinsælasta kvennatímariti landsins, Vikunni, í fjögur ár auk þess sem ég stjórnaði kvennaspjallþættinum Dyngjunni ásamt Nadiu Katrínu Banine síðastliðinn vetur á SkjáEinum. Því má segja að ég sé hokin af reynslu í að fjalla um „allt það sem konur tala um". Og veit ég vel að það sem við tölum um er ekki hægt að koma í eina setningu og eins að umræðuefnin eru misjöfn okkar á milli, það hvarflar ekki að mér að ætla öllum konum að vera að tala um það sama og hvað þá öllum stundum. Á þessum árum mínum í fjölmiðlum hef ég fjallað um allt frá bleiuskiptum að staðalímyndum og allt frá því hvernig beri að velja varalit að því hvaða endurmenntunarmöguleikar séu í boði og ég er viss um að margar konur hafi haft gaman af hvoru tveggja en ekki endilega aðeins öðru hvoru. Það er þó ekki aðalmálið í mínum huga heldur sú staðreynd að kona sem tekur þá ákvörðun að halda uppi sjónvarpsþætti sérstaklega miðuðum að kynsystrum sínum í hverri viku skuli eiga það á hættu að vera skotin í kaf. Eða, leyfið mér að endurorða, ekki aðeins eiga það á hættu, heldur „gjörðu svo vel, farðu í skotbyrgið og undirbúðu þig fyrir stórhríð". Og það jafnvel áður en þátturinn fer í loftið. Þegar við Nadia fórum af stað með Dyngjuna síðasta vetur var hringt í mig frá Fréttablaðinu klukkutíma eftir að ég vissi að ég hefði fengið starfið. Ég var einmitt spurð að því sama og Ellý: Um hvað við ætluðum að fjalla. Ég svaraði eins vel og ég gat, enda voru aðeins nokkrar hugmyndir komnar á blað. Klukkutíma síðar hafði ég svo aftur samband við blaðamanninn til að fá að bæta fleiri hugmyndum við sem höfðu ekki komið í huga mér í flýtinum áður. Þetta gerði ég einfaldlega til að reyna að koma í veg fyrir að vera „skotin í kaf". Algjörlega eðlilegur og réttmætur ótti af minni hálfu. Það eru gömul sannindi og ný að færri konur birtast á sjónvarpsskjáum okkar en karlar og því hljótum við öll að fagna breytingum frá þeirri stefnu. Við þurfum ekkert að vera á einu máli um efnistökin, enda aldrei svo að hægt sé að þóknast öllum. Ég hef voða gaman af því að vera fín og sæt en ég fæ samt krumpaðar tær þegar konur fara að tala um megrun og nýjustu línuna í naglalökkun og vinkonur mínar vita betur en að ræða hvaða augnskuggi sé bestur við mig. Ég geri mér þó grein fyrir því að margar konur hafa einmitt sérlegan áhuga á þessu tvennu og þær mega það alveg mín vegna. Ég meira að segja fjalla um þetta og margt annað sem vekur ekkert endilega áhuga minn, enda er ég blaðamaður en ekki bloggari og skrifa ekki bara um hugðarefni mín eða bara fyrir mig. Þó svo að ég geti verið sammála ýmsu í gagnrýninni sem komið hefur upp í þessari umræðu og ég sé sammála því að við eigum ekki að ýta undir stöðluð hlutverk kynjanna og það sé gott að vera alltaf aðeins á tánum þá held ég að með því að ráðast hverjar á aðra á þennan hátt færum við einmitt kvenréttindabaráttuna aftur um áratugi. Umræða er af því góða en orrahríð og illindi ekki. Leyfum röddum kvenna að hljóma, alls konar röddum, og hættum að keppa um hver sé mesti femínistinn – við erum það allar: Konur eru konum bestar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa fjölmiðlakonurnar Ellý Ármanns og Tobba Marinós fengið töluverða gagnrýni vegna orða sem Ellý lét falla í Fréttatímanum varðandi sjónvarpsþátt sem þær stöllur fara í loftið með á SkjáEinum nú í haust. Þar sagði Ellý þær ætla að fjalla um allt það sem mæðir á konum og taldi svo upp örfá dæmi. Sú upptalning hennar hefur farið fyrir brjóstið á mörgum enda engan veginn tæmandi að þeirra mati, eðlilega ekki, kannski. Eðlilega ekki, segi ég enda efast ég um að hún hafi ætlað að telja upp umfjöllunarefni næstu mánaða í örstuttu blaðaviðtali. Flest slík viðtöl eru tekin í gegnum síma og viðmælandi hefur stuttan tíma til að íhuga hvernig best sé að koma fyrir sig orði. Þegar ég las viðtalið við þær Ellý og Tobbu staðnæmdist ég einmitt við þetta svar Ellýjar, ekki vegna þess að það færi svo fyrir brjóstið á mér heldur hugsaði ég með mér: „Hún verður skotin í kaf fyrir þetta!" En það er einmitt þar sem hnífurinn stendur í kúnni, að mínu mati. Sjálf hef ég starfað sem blaðamaður á elsta og vinsælasta kvennatímariti landsins, Vikunni, í fjögur ár auk þess sem ég stjórnaði kvennaspjallþættinum Dyngjunni ásamt Nadiu Katrínu Banine síðastliðinn vetur á SkjáEinum. Því má segja að ég sé hokin af reynslu í að fjalla um „allt það sem konur tala um". Og veit ég vel að það sem við tölum um er ekki hægt að koma í eina setningu og eins að umræðuefnin eru misjöfn okkar á milli, það hvarflar ekki að mér að ætla öllum konum að vera að tala um það sama og hvað þá öllum stundum. Á þessum árum mínum í fjölmiðlum hef ég fjallað um allt frá bleiuskiptum að staðalímyndum og allt frá því hvernig beri að velja varalit að því hvaða endurmenntunarmöguleikar séu í boði og ég er viss um að margar konur hafi haft gaman af hvoru tveggja en ekki endilega aðeins öðru hvoru. Það er þó ekki aðalmálið í mínum huga heldur sú staðreynd að kona sem tekur þá ákvörðun að halda uppi sjónvarpsþætti sérstaklega miðuðum að kynsystrum sínum í hverri viku skuli eiga það á hættu að vera skotin í kaf. Eða, leyfið mér að endurorða, ekki aðeins eiga það á hættu, heldur „gjörðu svo vel, farðu í skotbyrgið og undirbúðu þig fyrir stórhríð". Og það jafnvel áður en þátturinn fer í loftið. Þegar við Nadia fórum af stað með Dyngjuna síðasta vetur var hringt í mig frá Fréttablaðinu klukkutíma eftir að ég vissi að ég hefði fengið starfið. Ég var einmitt spurð að því sama og Ellý: Um hvað við ætluðum að fjalla. Ég svaraði eins vel og ég gat, enda voru aðeins nokkrar hugmyndir komnar á blað. Klukkutíma síðar hafði ég svo aftur samband við blaðamanninn til að fá að bæta fleiri hugmyndum við sem höfðu ekki komið í huga mér í flýtinum áður. Þetta gerði ég einfaldlega til að reyna að koma í veg fyrir að vera „skotin í kaf". Algjörlega eðlilegur og réttmætur ótti af minni hálfu. Það eru gömul sannindi og ný að færri konur birtast á sjónvarpsskjáum okkar en karlar og því hljótum við öll að fagna breytingum frá þeirri stefnu. Við þurfum ekkert að vera á einu máli um efnistökin, enda aldrei svo að hægt sé að þóknast öllum. Ég hef voða gaman af því að vera fín og sæt en ég fæ samt krumpaðar tær þegar konur fara að tala um megrun og nýjustu línuna í naglalökkun og vinkonur mínar vita betur en að ræða hvaða augnskuggi sé bestur við mig. Ég geri mér þó grein fyrir því að margar konur hafa einmitt sérlegan áhuga á þessu tvennu og þær mega það alveg mín vegna. Ég meira að segja fjalla um þetta og margt annað sem vekur ekkert endilega áhuga minn, enda er ég blaðamaður en ekki bloggari og skrifa ekki bara um hugðarefni mín eða bara fyrir mig. Þó svo að ég geti verið sammála ýmsu í gagnrýninni sem komið hefur upp í þessari umræðu og ég sé sammála því að við eigum ekki að ýta undir stöðluð hlutverk kynjanna og það sé gott að vera alltaf aðeins á tánum þá held ég að með því að ráðast hverjar á aðra á þennan hátt færum við einmitt kvenréttindabaráttuna aftur um áratugi. Umræða er af því góða en orrahríð og illindi ekki. Leyfum röddum kvenna að hljóma, alls konar röddum, og hættum að keppa um hver sé mesti femínistinn – við erum það allar: Konur eru konum bestar!
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun