Innlent

Stjórnvöld felli niður tolla

Ostar
Neytendasamtökin vilja að stjórnvöld felli niður innflutningstolla á matvælum sem ekki eru framleidd hér á landi, eins og margar tegundir osta. 
fréttablaðið/stefán
Ostar Neytendasamtökin vilja að stjórnvöld felli niður innflutningstolla á matvælum sem ekki eru framleidd hér á landi, eins og margar tegundir osta. fréttablaðið/stefán
Neytendasamtökin hvetja stjórnvöld til að fella hið fyrsta niður tolla á innfluttar landbúnaðarvörur sem ekki eru framleiddar hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Samtökin hafa lengi barist fyrir því að innflutningstollar á landbúnaðarafurðir verði lækkaðir og að lokum lagðir alfarið af. Slíkt myndi efla samkeppni, auka vöruúrval og að öllum líkindum lækka verð. „Það er eðlilegt skref og ekki hægt að sjá að nokkur geti sett sig upp á móti slíkum breytingum,“ segir í tilkynningu Neytendasamtakanna.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×