Afl til breytinga 23. ágúst 2011 20:00 Sóley Stefánsdóttir flytur pistla um hönnun á RÚV. Fréttablaðið/Stefán „Það er talsverð umfjöllun í fjölmiðlum um hönnuði, hlutina þeirra og hvað þeir eru að gera. Mig langaði hins vegar til að fjalla um hönnun í víðara samhengi, hvað er hönnun? Hvar liggja verðmætin? Hvernig hönnun getur nýst í stærra samhengi?" útskýrir Sóley Stefánsdóttir, grafískur hönnuður, en hún flytur vikulega pistla í Ríkisútvarpinu um hönnun. Pistlarnir eru á dagskrá í þættinum Víðsjá á miðvikudögum klukkan 17.03 og hafa þrír pistlar þegar farið í loftið. „Ég byrjaði á að fjalla um hvað hönnun er, svo tók ég umhverfismál fyrir, hönnun sem vandamál og hönnun sem lausn og í þriðja pistlinum talaði ég um arðsemi hönnunar fyrir samfélagið," segir Sóley. „Í framhaldinu langar mig að fjalla um hönnun og þróunarstarf og verkefni sem hönnuðir hafa unnið í innri uppbyggingu samfélags, svo sem í heilbrigðiskerfinu," bætir Sóley við, en alls verða pistlarnir 6. „Eins er ég að vinna verkefni þar sem ég held því fram að hönnun sé afl til breytinga, til dæmis til jafnréttis, að hægt sé að skoða veröldina með hugmyndafræði hönnunar, líka kynjaða hugmyndafræði, og nota hönnun til að þoka okkur í rétta átt í jafnréttismálum." Sóley situr fyrir hönd menntamálaráðuneytisins í nefnd um mótun hönnunarstefnu fyrir Ísland ásamt Höllu Helgadóttur og Sigurði Þorsteinssyni. Nefndin hóf störf í byrjun þessa árs og segir Sóley vinnuna ganga vel. „Við vorum með hugmyndafund í upphafi sumars. Þar var fulltrúum hönnuða og atvinnulífs stefnt saman og fagfélög hönnuða kynntu sínar hugmyndir. Næstkomandi föstudag verður síðan haldin ráðstefnan Nýr farvegur, í Hörpunni. Hún er frekar miðuð að viðskiptalífinu og stofnunum, og reynt verður að varpa ljósi á möguleika hönnunar og einnig að auka tiltrú á þeim verðmætum og tækifærum sem liggja í hönnun," útskýrir Sóley. Í kjölfar ráðstefnunnar mun nefndin skrifa stefnu fyrir hönnun á Íslandi. Sóley hefur því verðugt verkefni fyrir höndum. En hlustar fólk á pistla um hönnun í útvarpi? „Já, ég hef fengið góð viðbrögð frá fólki á förnum vegi. Það er líka skemmtileg reynsla að vinna í útvarpi og áskorun hvernig ég á að koma því sem ég vil segja til skila án þess að sýna myndir, því hönnun er frekar myndrænt fag. En vonandi geri ég eitthvert gagn," segir Sóley hlæjandi. Næsti pistill verður á dagskrá klukkan 17.03 á miðvikudaginn en eldri pistlana má nálgast á heimasíðu RÚV. Upplýsingar um ráðstefnuna á föstudaginn sem er öllum opin, er að finna hér á vef Hönnunarmiðstöðvar. heida@frettabladid.is Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Það er talsverð umfjöllun í fjölmiðlum um hönnuði, hlutina þeirra og hvað þeir eru að gera. Mig langaði hins vegar til að fjalla um hönnun í víðara samhengi, hvað er hönnun? Hvar liggja verðmætin? Hvernig hönnun getur nýst í stærra samhengi?" útskýrir Sóley Stefánsdóttir, grafískur hönnuður, en hún flytur vikulega pistla í Ríkisútvarpinu um hönnun. Pistlarnir eru á dagskrá í þættinum Víðsjá á miðvikudögum klukkan 17.03 og hafa þrír pistlar þegar farið í loftið. „Ég byrjaði á að fjalla um hvað hönnun er, svo tók ég umhverfismál fyrir, hönnun sem vandamál og hönnun sem lausn og í þriðja pistlinum talaði ég um arðsemi hönnunar fyrir samfélagið," segir Sóley. „Í framhaldinu langar mig að fjalla um hönnun og þróunarstarf og verkefni sem hönnuðir hafa unnið í innri uppbyggingu samfélags, svo sem í heilbrigðiskerfinu," bætir Sóley við, en alls verða pistlarnir 6. „Eins er ég að vinna verkefni þar sem ég held því fram að hönnun sé afl til breytinga, til dæmis til jafnréttis, að hægt sé að skoða veröldina með hugmyndafræði hönnunar, líka kynjaða hugmyndafræði, og nota hönnun til að þoka okkur í rétta átt í jafnréttismálum." Sóley situr fyrir hönd menntamálaráðuneytisins í nefnd um mótun hönnunarstefnu fyrir Ísland ásamt Höllu Helgadóttur og Sigurði Þorsteinssyni. Nefndin hóf störf í byrjun þessa árs og segir Sóley vinnuna ganga vel. „Við vorum með hugmyndafund í upphafi sumars. Þar var fulltrúum hönnuða og atvinnulífs stefnt saman og fagfélög hönnuða kynntu sínar hugmyndir. Næstkomandi föstudag verður síðan haldin ráðstefnan Nýr farvegur, í Hörpunni. Hún er frekar miðuð að viðskiptalífinu og stofnunum, og reynt verður að varpa ljósi á möguleika hönnunar og einnig að auka tiltrú á þeim verðmætum og tækifærum sem liggja í hönnun," útskýrir Sóley. Í kjölfar ráðstefnunnar mun nefndin skrifa stefnu fyrir hönnun á Íslandi. Sóley hefur því verðugt verkefni fyrir höndum. En hlustar fólk á pistla um hönnun í útvarpi? „Já, ég hef fengið góð viðbrögð frá fólki á förnum vegi. Það er líka skemmtileg reynsla að vinna í útvarpi og áskorun hvernig ég á að koma því sem ég vil segja til skila án þess að sýna myndir, því hönnun er frekar myndrænt fag. En vonandi geri ég eitthvert gagn," segir Sóley hlæjandi. Næsti pistill verður á dagskrá klukkan 17.03 á miðvikudaginn en eldri pistlana má nálgast á heimasíðu RÚV. Upplýsingar um ráðstefnuna á föstudaginn sem er öllum opin, er að finna hér á vef Hönnunarmiðstöðvar. heida@frettabladid.is
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira