Dýr orð 20. ágúst 2011 06:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst þeirri einörðu afstöðu að slíta eigi aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið tafarlaust. Morgunblaðið hefur skýrt ummælin svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með þessu útilokað hvers kyns samstarf við aðra flokka sem ekki eru sama sinnis. Sé það rétt hafa ummælin afgerandi pólitísk áhrif. Í fyrsta lagi þrengir þetta stöðu Sjálfstæðisflokksins til stjórnarmyndunar. Að því gefnu að Samfylkingin breyti ekki um afstöðu í Evrópumálum á Sjálfstæðisflokkurinn út frá málefnalegum sjónarmiðum aðeins raunhæfan möguleika á að mynda stjórn með VG. Endurtekning á tveggja flokka stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er afar fjarlægur möguleiki við ríkjandi aðstæður. Í öðru lagi opnar þetta þá lykilstöðu fyrir VG að ríkisstjórn verður ekki mynduð án þátttöku þess. Það styrkir málefnaleg tök VG í núverandi samstarfi og gæfi því viðspyrnu til að ná málefnalegum undirtökum í hugsanlegum samningum við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hann hefur útilokað aðra möguleika. Í þriðja lagi léttir þetta róðurinn fyrir Samfylkinguna fram að kosningum. Frjálslyndir kjósendur hennar eru afar óánægðir með samstarfið við VG og eigin flokk. Þeir hafa nú minni hvata en áður til að yfirgefa Samfylkinguna og kjósa Sjálfstæðisflokkinn þegar það getur ekki leitt til annars en framlengingar á stjórnarsetu VG. Virðingarvert er og ærlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins skuli með þessum hætti segja hug sinn allan. Hin hliðin á því máli er sú að Sjálfstæðisflokkurinn á minni möguleika en áður til að ná pólitískri samstöðu um önnur stefnumál sín. Að því leyti eru orðin dýr.Rökin Einstaklingar standa ekki upp frá samningum án tilefnis eða gildra raka, hvað þá þjóðríki. Óumdeilt er að tilefni væri fyrir hendi ef Evrópusambandið hefði þegar á þessu stigi sett fram skilyrði sem útilokuðu frekari leit að lausnum á sérstöðu Íslands. Ekkert slíkt hefur hins vegar gerst. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að forsendur hafi breyst fyrir þá sök að nokkur ríki Evrópusambandsins hafa lent í skuldavanda rétt eins og Ísland. Eru það gild rök? Vissulega er það svo að skuldavandi nokkurra Evrópusambandsríkja getur leitt til breytinga, rétt eins og staða Íslands er ekki söm eftir hrun krónunnar í kjölfar misheppnaðrar peningastefnu. Við höfum til dæmis þurft að lúta ýmsum skilyrðum AGS í peninga- og ríkisfjármálum. Ekki er unnt að útiloka að Evrópusambandið veikist. Hitt er líka mögulegt að það styrkist og myntbandalagið verði þegar upp er staðið öflugri bakhjarl viðskipta en áður. Er þessi óvissa efni til að slíta viðræðum? Standa ekki skynsamleg rök til að halda áfram og sjá hvernig mál skipast þegar fram vindur? Vaxtahækkunin í vikunni er vísbending um að krónan sé fallvaltari en evran. Er skynsamlegt að útiloka evrópska myntbandalagið áður en ljóst er hvort endurreisn með krónu tekst eða einhver kemur fram með raunhæfar tillögur um aðra kosti sem geta tryggt atvinnulífinu eðlileg samkeppnisskilyrði og launafólki meira öryggi? Það hefur enginn gert. Hvers vegna að brjóta allar brýr að baki sér áður en þetta skýrist? Horfurnar eru ekki bjartar þar að lútandi, eða er það?Yfirvegaðri leið Sundurlyndi stjórnarflokkanna hefur veikt og tafið viðræðuferlið. Þar hefur stjórnarandstaðan gild rök til gagnrýni. Aðstæður í Evrópu gætu líka leitt til tafa. Þó að í besta falli megi ljúka samningum á einu ári er fullkomlega eðlilegt og raunhæfara að reikna með tveimur árum. Þar til viðbótar tekur staðfestingarferlið að minnsta kosti ár. Síðan kemur aðlögunartími áður en unnt er að taka upp evruna. Að þessu virtu hníga öll rök í þá veru að láta á það reyna hvort finna má lausnir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Það tekur sinn tíma. Síðan verður smám saman ljósara hver staða myntbandalagsins verður til frambúðar. Það gefur svigrúm til að meta stöðuna og ráða þeim málum til lykta í viðræðunum án þess að byggja á getsökum einum. Þá fyrst er lokaafstaða tekin á Alþingi og í þjóðaratkvæði. Aðildarviðræðurnar eru ekki hluti af valdaátökum líðandi stundar. Þær hafa heldur ekkert að gera með þá hagsmuni að verja pólitíska arfleifð liðins tíma. Þær snúast um framtíðarhagsmuni Íslands. Að halda viðræðunum áfram heldur fleiri dyrum opnum um skipan peningamála og pólitíska stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Það gefur kjósendum kost á að velja frjálslyndari ríkisstjórn en kostur er á með VG. Það er því yfirvegaðri og skynsamlegri leið en viðræðuslit án tilefnis frá gagnaðilanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst þeirri einörðu afstöðu að slíta eigi aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið tafarlaust. Morgunblaðið hefur skýrt ummælin svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með þessu útilokað hvers kyns samstarf við aðra flokka sem ekki eru sama sinnis. Sé það rétt hafa ummælin afgerandi pólitísk áhrif. Í fyrsta lagi þrengir þetta stöðu Sjálfstæðisflokksins til stjórnarmyndunar. Að því gefnu að Samfylkingin breyti ekki um afstöðu í Evrópumálum á Sjálfstæðisflokkurinn út frá málefnalegum sjónarmiðum aðeins raunhæfan möguleika á að mynda stjórn með VG. Endurtekning á tveggja flokka stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er afar fjarlægur möguleiki við ríkjandi aðstæður. Í öðru lagi opnar þetta þá lykilstöðu fyrir VG að ríkisstjórn verður ekki mynduð án þátttöku þess. Það styrkir málefnaleg tök VG í núverandi samstarfi og gæfi því viðspyrnu til að ná málefnalegum undirtökum í hugsanlegum samningum við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hann hefur útilokað aðra möguleika. Í þriðja lagi léttir þetta róðurinn fyrir Samfylkinguna fram að kosningum. Frjálslyndir kjósendur hennar eru afar óánægðir með samstarfið við VG og eigin flokk. Þeir hafa nú minni hvata en áður til að yfirgefa Samfylkinguna og kjósa Sjálfstæðisflokkinn þegar það getur ekki leitt til annars en framlengingar á stjórnarsetu VG. Virðingarvert er og ærlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins skuli með þessum hætti segja hug sinn allan. Hin hliðin á því máli er sú að Sjálfstæðisflokkurinn á minni möguleika en áður til að ná pólitískri samstöðu um önnur stefnumál sín. Að því leyti eru orðin dýr.Rökin Einstaklingar standa ekki upp frá samningum án tilefnis eða gildra raka, hvað þá þjóðríki. Óumdeilt er að tilefni væri fyrir hendi ef Evrópusambandið hefði þegar á þessu stigi sett fram skilyrði sem útilokuðu frekari leit að lausnum á sérstöðu Íslands. Ekkert slíkt hefur hins vegar gerst. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að forsendur hafi breyst fyrir þá sök að nokkur ríki Evrópusambandsins hafa lent í skuldavanda rétt eins og Ísland. Eru það gild rök? Vissulega er það svo að skuldavandi nokkurra Evrópusambandsríkja getur leitt til breytinga, rétt eins og staða Íslands er ekki söm eftir hrun krónunnar í kjölfar misheppnaðrar peningastefnu. Við höfum til dæmis þurft að lúta ýmsum skilyrðum AGS í peninga- og ríkisfjármálum. Ekki er unnt að útiloka að Evrópusambandið veikist. Hitt er líka mögulegt að það styrkist og myntbandalagið verði þegar upp er staðið öflugri bakhjarl viðskipta en áður. Er þessi óvissa efni til að slíta viðræðum? Standa ekki skynsamleg rök til að halda áfram og sjá hvernig mál skipast þegar fram vindur? Vaxtahækkunin í vikunni er vísbending um að krónan sé fallvaltari en evran. Er skynsamlegt að útiloka evrópska myntbandalagið áður en ljóst er hvort endurreisn með krónu tekst eða einhver kemur fram með raunhæfar tillögur um aðra kosti sem geta tryggt atvinnulífinu eðlileg samkeppnisskilyrði og launafólki meira öryggi? Það hefur enginn gert. Hvers vegna að brjóta allar brýr að baki sér áður en þetta skýrist? Horfurnar eru ekki bjartar þar að lútandi, eða er það?Yfirvegaðri leið Sundurlyndi stjórnarflokkanna hefur veikt og tafið viðræðuferlið. Þar hefur stjórnarandstaðan gild rök til gagnrýni. Aðstæður í Evrópu gætu líka leitt til tafa. Þó að í besta falli megi ljúka samningum á einu ári er fullkomlega eðlilegt og raunhæfara að reikna með tveimur árum. Þar til viðbótar tekur staðfestingarferlið að minnsta kosti ár. Síðan kemur aðlögunartími áður en unnt er að taka upp evruna. Að þessu virtu hníga öll rök í þá veru að láta á það reyna hvort finna má lausnir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Það tekur sinn tíma. Síðan verður smám saman ljósara hver staða myntbandalagsins verður til frambúðar. Það gefur svigrúm til að meta stöðuna og ráða þeim málum til lykta í viðræðunum án þess að byggja á getsökum einum. Þá fyrst er lokaafstaða tekin á Alþingi og í þjóðaratkvæði. Aðildarviðræðurnar eru ekki hluti af valdaátökum líðandi stundar. Þær hafa heldur ekkert að gera með þá hagsmuni að verja pólitíska arfleifð liðins tíma. Þær snúast um framtíðarhagsmuni Íslands. Að halda viðræðunum áfram heldur fleiri dyrum opnum um skipan peningamála og pólitíska stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Það gefur kjósendum kost á að velja frjálslyndari ríkisstjórn en kostur er á með VG. Það er því yfirvegaðri og skynsamlegri leið en viðræðuslit án tilefnis frá gagnaðilanum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun