Ætlar að hitta Dorrit í New York 20. ágúst 2011 08:00 Sigurvegari Harpa Einarsdóttir vann fatahönnunarkeppnina Reykjavik Runway en hér er hún að sýna dómnefndinni, Bergþóru Guðnadóttur og Stefáni Svan Aðalheiðarsyni, kjól úr eigin smiðju. Fréttablaðið/Valli „Ég er að lenda eftir kvöldið, sem var frábært í alla staði,“ segir Harpa Einarsdóttir fatahönnuður, en hún bar sigur úr býtum í fatahönnunarkeppninni Reykjavík Runway á fimmtudagskvöld. Spurð hvort hún hafi átt von á sigrinum svarar Harpa: „Já, ég var alveg búin undir það og hafði mikla trú á verkefninu og sjálfri mér. Ég var búin að leggja mikla vinnu í þetta og ætlaði mér hreinlega að vinna.“ Harpa fór heim með hálfrar milljónar króna ávísun, boðskort á tískuvikuna í New York og alhliða rekstraraðstoð frá fyrirtækinu Reykjavik Runway næsta árið. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem ég vinn keppni, hef oft lent í öðru og þriðja sæti en nú vann ég loksins.“ Mikið gekk á hjá Hörpu í aðdraganda keppninnar, en mikil seinkun var á efnunum sem pöntuð voru að utan. „Ég fékk efnin mín allt of seint og ég svaf sama og ekkert í tvo sólarhringa fyrir keppnina,“ segir Harpa, en nú tekur við mikil vinna hjá henni. Fyrst á dagskrá er að búa til bæklinga og panta flugfar til New York á tískuvikuna en þar er ætlunin að kynna merkið, Ziska, fyrir útlendan markað. Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari Reykjavík Runway og afhenti Hörpu verðlaunin í fyrrakvöld. „Hún er yndisleg og ég hef hitt hana áður. Hún bað mig einmitt um að hringja í sig þegar ég kæmi til New York svo við gætum hist.“ - áp Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
„Ég er að lenda eftir kvöldið, sem var frábært í alla staði,“ segir Harpa Einarsdóttir fatahönnuður, en hún bar sigur úr býtum í fatahönnunarkeppninni Reykjavík Runway á fimmtudagskvöld. Spurð hvort hún hafi átt von á sigrinum svarar Harpa: „Já, ég var alveg búin undir það og hafði mikla trú á verkefninu og sjálfri mér. Ég var búin að leggja mikla vinnu í þetta og ætlaði mér hreinlega að vinna.“ Harpa fór heim með hálfrar milljónar króna ávísun, boðskort á tískuvikuna í New York og alhliða rekstraraðstoð frá fyrirtækinu Reykjavik Runway næsta árið. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem ég vinn keppni, hef oft lent í öðru og þriðja sæti en nú vann ég loksins.“ Mikið gekk á hjá Hörpu í aðdraganda keppninnar, en mikil seinkun var á efnunum sem pöntuð voru að utan. „Ég fékk efnin mín allt of seint og ég svaf sama og ekkert í tvo sólarhringa fyrir keppnina,“ segir Harpa, en nú tekur við mikil vinna hjá henni. Fyrst á dagskrá er að búa til bæklinga og panta flugfar til New York á tískuvikuna en þar er ætlunin að kynna merkið, Ziska, fyrir útlendan markað. Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari Reykjavík Runway og afhenti Hörpu verðlaunin í fyrrakvöld. „Hún er yndisleg og ég hef hitt hana áður. Hún bað mig einmitt um að hringja í sig þegar ég kæmi til New York svo við gætum hist.“ - áp
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira