Erum drengir í karlmannsfötum 20. ágúst 2011 07:00 alvöru menn Glynn Nicholas, höfundur verksins Alvöru menn sem frumsýnt verður í Austurbæ í september, lofar áhorfendum gríni, tárum og þó nokkrum typpabröndurum. Að baki honum er hópurinn sem stendur að sýningunni: Gunnar Helgason leikstjóri, Pálmi Sigurhjartarson tónlistarstjóri og leikararnir Jóhann G. Jóhannsson, Egill Ólafsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Kjartan Guðjónsson.fréttablaðið/gva Mér líður afskaplega vel hér á Íslandi. Ég hef ferðast töluvert um Skandinavíu en aldrei komið hingað fyrr og vissi í raun ekki við hverju ég ætti að búast. Landið er fallegt og ég hef lært smá íslensku, núna kann ég að segja „jæja“ og „förum að veiða“. Svo skilst mér að hér sæki fleiri leikhús en í Ástralíu miðað við höfðatölu, sem er hið besta mál,“ segir ástralska leikskáldið og látbragðsleiksþjálfarinn Glynn Nicholas, sem var staddur hér á landi í vikunni í tengslum við uppsetningu verksins Alvöru menn, sem verður frumsýnt í Austurbæ hinn 16. september næstkomandi. Dvöl Nicholas á Íslandi byrjaði þó ekki vel. Þegar hópurinn sem stendur að leikritinu brá sér í sjóferð til að æfa atriði sem gerist um borð í báti vildi ekki betur til en svo að báturinn varð vélarvana og rak að klettunum á vesturodda Viðeyjar. Allt fór þó vel að lokum og leikskáldið metur hrakningana sem gott innlegg í reynslubankann. „Við dóum næstum því. Það var frábært!“ segir hann og glottir. Áherslan á líkamlegu hliðinaNicholas samdi verkið Alvöru menn, sem á ensku kallast Certified Male, árið 1998 ásamt kollega sínum Scott Rankin. Leikritið var frumsýnt á Listahátíðinni í Melbourne ári síðar og hlaut strax frábærar undirtektir, svo góðar að síðan hefur Nicholas ferðast til margra landa, meðal annarra Bretlands, Nýja-Sjálands og Svíþjóðar, og ýmist leikstýrt eða aðstoðað við uppsetningu verksins. Helsta ástæðan fyrir komu hans til landsins nú var að hjálpa leikstjóranum, Gunnari Helgasyni, og leikhópnum sem samanstendur af Agli Ólafssyni, Jóhanni G. Jóhannssyni, Jóhannesi Hauki Jóhannessyni og Kjartani Guðjónssyni við undirbúning hinnar líkamlegu hliðar gamanleiksins, sem Nicholas segir nokkuð flókinn viðfangs. „Það tók okkur langan tíma að útfæra þessi líkamlegu atriði þegar við settum verkið fyrst upp í Ástralíu, en þessi leið virkar fullkomlega. Það er því hagkvæmt að ég komi til landsins og hjálpi til, því annars gæti leikstjórinn þurft að eyða mörgum vikum í það sem ég get kennt leikhópnum á mjög stuttum tíma,“ útskýrir Nicholas. Það kemur ekki á óvart að höfundurinn leggi mikla áherslu á hina líkamlegu hlið gamanleiksins, því á áttunda áratugnum og fram á þann níunda var hann farandlistamaður sem ferðaðist um allan heim og skemmti á götum úti. Auk þess að leika á allt að þrjú hljóðfæri samtímis skipaði látbragðsleikur stóran sess í sýningum Nicholas, ásamt uppistandi og allsherjar gríni. Fjórir stressaðir karlmennÍ stuttu máli fjallar Alvöru menn um fjóra menn sem notið hafa mikillar velgengni í starfi. Allir eiga þeir sameiginlegt að vera vel stæðir og þjást af miklu stressi. Einn þeirra er yfirmaður hinna og býður þeim með sér í stutta ferð á framandi slóðir, en lætur þá þó vita að einn þeirra muni missa vinnuna áður en dvölin er úti vegna endurskipulagningar fyrirtækisins sem þeir vinna hjá. „Þegar þessir fjórir menn eru samankomnir á afskekktum stað grípur þá mikill keppnisandi, jafnframt því sem áhorfendur verða vitni að þeirri miklu hræðslu sem hrjáir þá alla hið innra,“ segir Nicholas. „Þeir þurfa að takast á við ýmis mál sem karlmenn gera lítið af að tala um. Karlmenn geta verið svo einangraðir, meðan konur tala um og deila fleiri hlutum sín á milli. Þetta eru mál eins og samskipti þeirra við maka sína, börn og ekki síst feður sína. Óuppgerð mál sem naga þá að innan.“ Nicholas segir síðastnefnda atriðið einna veigamest í framvindu verksins, sem og í lífi vestrænna karlmanna almennt. „Óuppgerð mál milli feðga eru hrikalega algeng og við erum flestir ringlaðir. Í raun bara drengir í karlmannsfötum. Sjálfur leysti ég ekki úr mínum málum við pabba minn fyrr en ég var orðinn 45 ára gamall. Þá loksins gat ég talað við hann eins og jafningja um ákveðna hluti sem gerðust þegar ég var tíu ára. Þetta er nauðsynlegt til að menn séu ekki hræddir við feður sína allt sitt líf og beri í kjölfarið kala til eldra fólks almennt.“ Þörf á manndómsvígslumHann telur þetta vandamál eiga við stærstan hluta karlmanna í hinum vestræna heimi og nefnir óeirðirnar í Bretlandi sem dæmi um óbeinar afleiðingar þess. „Í Englandi eru strákar á aldrinum fjórtán til sautján ára þeir sem flestir eru hræddir við. Þeir eiga kannski ekki fjölskyldu og búa sér til sína eigin fjölskyldu með því að ganga til liðs við gengi og sýna að þeir séu alvöru menn með því að ræna, lemja og drepa. Öll sú orka og sköpunargáfa sem ætti að nýtast til jákvæðra hluta beinist í neikvæðar áttir.“ Hann segir vestræn samfélög tilfinnanlega skorta einhvers konar manndómsvígslur, eins og tíðkast víða í frumbyggjaþjóðfélögum. „Þar sem ég ólst upp í Ástralíu felst þessi manndómsvígsla í því að detta í það, stunda kynlíf í baksæti á bíl og spreyja á veggi. Hjá frumbyggjum eru drengirnir teknir frá mæðrum sínum og meiddir á einhvern hátt. Þannig verða þeir að manni og bera örið til að minna sig á það. Við á Vesturlöndum höfum ekkert slíkt.“ Konurnar skemmta sér bestNicholas segir helsta styrkleika Alvöru manna þó fyrst og fremst felast í gamanseminni. „Verkið er hrikalega fyndið, en það snertir líka fólk. Persónurnar hafa allar klúðrað lífi sínu á einhvern hátt, en samt finna áhorfendur til með þeim og þykir vænt um þær. Í leikritinu er ekki ein einasta kona og við gættum okkar vel á því að tala ekki niður til kvenna í handritinu. Þegar við frumsýndum leikritið kom það mér nokkuð á óvart að konurnar í áhorfendahópnum virtust skemmta sér best af öllum. Það er mikið um að konurnar gefi eiginmönnum sínum olnbogaskot þegar þær kannast við ýmislegt í fari þeirra í persónum leikritsins. Þegar við settum verkið upp í Sydney gekk ég framhjá hópi kvenna eftir sýninguna og þær sögðu mér að nú skildu þær maka sína miklu betur en áður. En svo bætti ein þeirra við að þær myndu samt ekki koma betur fram við þá,“ segir Nicholas og hlær. Spurður hvort nokkur líkindi séu með Alvöru mönnum og hinu vinsæla verki Hellisbúanum eftir Rob Becker, sem einnig fjallar um eðli karlmanna á gamansaman hátt og hefur notið gríðarlegra vinsælda víða um heim, segir Nicholas svo ekki vera. „Hellisbúinn er gott leikrit, en við völdum að fara í aðrar áttir til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri. Við vitum að karlar eru frábrugðnir konum. Það þarf ekki að taka það fram aftur.“ Krefst mikils af leikurunumAðspurður segist Nicholas hafa hrifist mjög af leikhópnum sem stígur á svið í Alvöru mönnum í Austurbæ í september. „Þetta er frekar einfalt verk. Við erum ekki að breyta heiminum og þetta er ekki Tsjekov, en þetta er góð saga sem sögð er á óvenjulegan hátt. Verkið krefst mikils af leikurunum. Þeir þurfa fyrst og fremst að vera afar færir leikarar til að geta túlkað berskjaldaða einstaklinga, en líka að geta grínast og sungið. Það er ekki lítið mál. Þú lofar að segja þeim ekki frá því, en þessir leikarar eru mjög góðir, gáfaðir og vinnusamir. Og Egill Ólafsson syngur betur en flestir aðrir sem ég hef séð fara með hlutverkið hans. Það verður ekki þurrt auga í húsinu. Svo skilst mér að Egill sé einn helsti hjartaknúsari landsins, svo líklega verður ekki þurrt sæti í húsinu heldur,“ segir Nicholas og skellir upp úr að lokum. Lífið Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Mér líður afskaplega vel hér á Íslandi. Ég hef ferðast töluvert um Skandinavíu en aldrei komið hingað fyrr og vissi í raun ekki við hverju ég ætti að búast. Landið er fallegt og ég hef lært smá íslensku, núna kann ég að segja „jæja“ og „förum að veiða“. Svo skilst mér að hér sæki fleiri leikhús en í Ástralíu miðað við höfðatölu, sem er hið besta mál,“ segir ástralska leikskáldið og látbragðsleiksþjálfarinn Glynn Nicholas, sem var staddur hér á landi í vikunni í tengslum við uppsetningu verksins Alvöru menn, sem verður frumsýnt í Austurbæ hinn 16. september næstkomandi. Dvöl Nicholas á Íslandi byrjaði þó ekki vel. Þegar hópurinn sem stendur að leikritinu brá sér í sjóferð til að æfa atriði sem gerist um borð í báti vildi ekki betur til en svo að báturinn varð vélarvana og rak að klettunum á vesturodda Viðeyjar. Allt fór þó vel að lokum og leikskáldið metur hrakningana sem gott innlegg í reynslubankann. „Við dóum næstum því. Það var frábært!“ segir hann og glottir. Áherslan á líkamlegu hliðinaNicholas samdi verkið Alvöru menn, sem á ensku kallast Certified Male, árið 1998 ásamt kollega sínum Scott Rankin. Leikritið var frumsýnt á Listahátíðinni í Melbourne ári síðar og hlaut strax frábærar undirtektir, svo góðar að síðan hefur Nicholas ferðast til margra landa, meðal annarra Bretlands, Nýja-Sjálands og Svíþjóðar, og ýmist leikstýrt eða aðstoðað við uppsetningu verksins. Helsta ástæðan fyrir komu hans til landsins nú var að hjálpa leikstjóranum, Gunnari Helgasyni, og leikhópnum sem samanstendur af Agli Ólafssyni, Jóhanni G. Jóhannssyni, Jóhannesi Hauki Jóhannessyni og Kjartani Guðjónssyni við undirbúning hinnar líkamlegu hliðar gamanleiksins, sem Nicholas segir nokkuð flókinn viðfangs. „Það tók okkur langan tíma að útfæra þessi líkamlegu atriði þegar við settum verkið fyrst upp í Ástralíu, en þessi leið virkar fullkomlega. Það er því hagkvæmt að ég komi til landsins og hjálpi til, því annars gæti leikstjórinn þurft að eyða mörgum vikum í það sem ég get kennt leikhópnum á mjög stuttum tíma,“ útskýrir Nicholas. Það kemur ekki á óvart að höfundurinn leggi mikla áherslu á hina líkamlegu hlið gamanleiksins, því á áttunda áratugnum og fram á þann níunda var hann farandlistamaður sem ferðaðist um allan heim og skemmti á götum úti. Auk þess að leika á allt að þrjú hljóðfæri samtímis skipaði látbragðsleikur stóran sess í sýningum Nicholas, ásamt uppistandi og allsherjar gríni. Fjórir stressaðir karlmennÍ stuttu máli fjallar Alvöru menn um fjóra menn sem notið hafa mikillar velgengni í starfi. Allir eiga þeir sameiginlegt að vera vel stæðir og þjást af miklu stressi. Einn þeirra er yfirmaður hinna og býður þeim með sér í stutta ferð á framandi slóðir, en lætur þá þó vita að einn þeirra muni missa vinnuna áður en dvölin er úti vegna endurskipulagningar fyrirtækisins sem þeir vinna hjá. „Þegar þessir fjórir menn eru samankomnir á afskekktum stað grípur þá mikill keppnisandi, jafnframt því sem áhorfendur verða vitni að þeirri miklu hræðslu sem hrjáir þá alla hið innra,“ segir Nicholas. „Þeir þurfa að takast á við ýmis mál sem karlmenn gera lítið af að tala um. Karlmenn geta verið svo einangraðir, meðan konur tala um og deila fleiri hlutum sín á milli. Þetta eru mál eins og samskipti þeirra við maka sína, börn og ekki síst feður sína. Óuppgerð mál sem naga þá að innan.“ Nicholas segir síðastnefnda atriðið einna veigamest í framvindu verksins, sem og í lífi vestrænna karlmanna almennt. „Óuppgerð mál milli feðga eru hrikalega algeng og við erum flestir ringlaðir. Í raun bara drengir í karlmannsfötum. Sjálfur leysti ég ekki úr mínum málum við pabba minn fyrr en ég var orðinn 45 ára gamall. Þá loksins gat ég talað við hann eins og jafningja um ákveðna hluti sem gerðust þegar ég var tíu ára. Þetta er nauðsynlegt til að menn séu ekki hræddir við feður sína allt sitt líf og beri í kjölfarið kala til eldra fólks almennt.“ Þörf á manndómsvígslumHann telur þetta vandamál eiga við stærstan hluta karlmanna í hinum vestræna heimi og nefnir óeirðirnar í Bretlandi sem dæmi um óbeinar afleiðingar þess. „Í Englandi eru strákar á aldrinum fjórtán til sautján ára þeir sem flestir eru hræddir við. Þeir eiga kannski ekki fjölskyldu og búa sér til sína eigin fjölskyldu með því að ganga til liðs við gengi og sýna að þeir séu alvöru menn með því að ræna, lemja og drepa. Öll sú orka og sköpunargáfa sem ætti að nýtast til jákvæðra hluta beinist í neikvæðar áttir.“ Hann segir vestræn samfélög tilfinnanlega skorta einhvers konar manndómsvígslur, eins og tíðkast víða í frumbyggjaþjóðfélögum. „Þar sem ég ólst upp í Ástralíu felst þessi manndómsvígsla í því að detta í það, stunda kynlíf í baksæti á bíl og spreyja á veggi. Hjá frumbyggjum eru drengirnir teknir frá mæðrum sínum og meiddir á einhvern hátt. Þannig verða þeir að manni og bera örið til að minna sig á það. Við á Vesturlöndum höfum ekkert slíkt.“ Konurnar skemmta sér bestNicholas segir helsta styrkleika Alvöru manna þó fyrst og fremst felast í gamanseminni. „Verkið er hrikalega fyndið, en það snertir líka fólk. Persónurnar hafa allar klúðrað lífi sínu á einhvern hátt, en samt finna áhorfendur til með þeim og þykir vænt um þær. Í leikritinu er ekki ein einasta kona og við gættum okkar vel á því að tala ekki niður til kvenna í handritinu. Þegar við frumsýndum leikritið kom það mér nokkuð á óvart að konurnar í áhorfendahópnum virtust skemmta sér best af öllum. Það er mikið um að konurnar gefi eiginmönnum sínum olnbogaskot þegar þær kannast við ýmislegt í fari þeirra í persónum leikritsins. Þegar við settum verkið upp í Sydney gekk ég framhjá hópi kvenna eftir sýninguna og þær sögðu mér að nú skildu þær maka sína miklu betur en áður. En svo bætti ein þeirra við að þær myndu samt ekki koma betur fram við þá,“ segir Nicholas og hlær. Spurður hvort nokkur líkindi séu með Alvöru mönnum og hinu vinsæla verki Hellisbúanum eftir Rob Becker, sem einnig fjallar um eðli karlmanna á gamansaman hátt og hefur notið gríðarlegra vinsælda víða um heim, segir Nicholas svo ekki vera. „Hellisbúinn er gott leikrit, en við völdum að fara í aðrar áttir til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri. Við vitum að karlar eru frábrugðnir konum. Það þarf ekki að taka það fram aftur.“ Krefst mikils af leikurunumAðspurður segist Nicholas hafa hrifist mjög af leikhópnum sem stígur á svið í Alvöru mönnum í Austurbæ í september. „Þetta er frekar einfalt verk. Við erum ekki að breyta heiminum og þetta er ekki Tsjekov, en þetta er góð saga sem sögð er á óvenjulegan hátt. Verkið krefst mikils af leikurunum. Þeir þurfa fyrst og fremst að vera afar færir leikarar til að geta túlkað berskjaldaða einstaklinga, en líka að geta grínast og sungið. Það er ekki lítið mál. Þú lofar að segja þeim ekki frá því, en þessir leikarar eru mjög góðir, gáfaðir og vinnusamir. Og Egill Ólafsson syngur betur en flestir aðrir sem ég hef séð fara með hlutverkið hans. Það verður ekki þurrt auga í húsinu. Svo skilst mér að Egill sé einn helsti hjartaknúsari landsins, svo líklega verður ekki þurrt sæti í húsinu heldur,“ segir Nicholas og skellir upp úr að lokum.
Lífið Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira