Hvað er fæðuöryggi? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. ágúst 2011 06:00 Sú stefna að hafa sem hörðust höft á innflutningi landbúnaðarafurða, leggja ofurtolla á erlenda búvöru og styrkja innlenda framleiðendur um háar fjárhæðir sem koma úr vösum skattgreiðenda er gjarnan réttlætt með því að verið sé að tryggja „fæðuöryggi“. Stefnan ber þessa dagana þann athyglisverða árangur að skortur er á ákveðnum kjöttegundum í búðum, af því að landbúnaðarráðherrann er svo harður á að tryggja fæðuöryggi! Talsmenn „fæðuöryggis“ undir þessum formerkjum gefa í skyn að Ísland þurfi að vera og geti verið sjálfu sér nógt um mat. Hér sé hægt að framleiða búvörur til að fullnægja innanlandseftirspurn og engin þörf sé á að flytja þær inn. Þegar betur er skoðað, er þessum rökum þó aðeins beitt þegar vörur sem framleiddar eru á Íslandi eiga í hlut; kjöt, mjólk, egg og nokkrar sortir af grænmeti. Þegar aðrar nauðsynjavörur eiga í hlut sem ekki eru framleiddar hér á landi, til dæmis korn, hrísgrjón og alls konar ávextir, á annað við, að ekki sé talað um þau ógrynni unninnar matvöru sem flutt er inn, til að mynda pasta, sultur, niðursuðumat og allt hitt. Innflutningur á þessum vörum er frjáls og oftast á lágum tollum. Samt eru þær jafnnauðsynlegar og hinar búvörurnar fyrir fjölbreytt og heilsusamlegt mataræði; með öðrum orðum þáttur í fæðuörygginu. Þetta sýnir í raun að hafta- og styrkjastefnan í landbúnaðinum er ekki fæðuöryggisstefna, heldur verndarstefna til að halda erlendri samkeppni frá einni atvinnugrein á Íslandi. Afleiðingin er að búvörur eru dýrari en þær þyrftu að vera. Er það fæðuöryggi? Jafnvel þær vörur sem Íslendingar framleiða sjálfir yrðu ekki til nema vegna þess að innflutningur er greiður og frjáls á alls konar aðföngum sem þarf til að afla matarins. Bændur þurfa vélar og varahluti, olíu, áburð, rúlluplast og allt mögulegt annað til að geta framleitt mat handa okkur. Ef eitthvert ógnarástand kæmi upp, til dæmis ný heimsstyrjöld – sem stundum er nefnd sem (hæfilega nærtæk) röksemd fyrir því að verja innlenda matvælaframleiðslu með ríkisstyrkjum, höftum og tollum – yrði auðvitað ekkert frekar hægt að flytja olíu, dráttarvélar og áburð til landsins en kjúkling. Þannig er allt tal um sjálfbærni íslenzks landbúnaðar fullkomið píp. Það sama á að sjálfsögðu við um fleiri atvinnugreinar. Tökum sjávarútveginn, aðra matvælagrein, sem dæmi. Íslendingar veiða margfalt meiri fisk en þeir sjálfir geta torgað. En hvað ef lokaðist á innflutning og sjávarútvegurinn fengi ekki skip, olíu, veiðarfæri og allt annað sem hann kaupir frá útlöndum? Hætt er við að treglega gengi að afla matar, bæði handa Íslendingum og til að flytja út. Raunverulegt fæðuöryggi lítillar þjóðar, sem er háðari alþjóðlegum viðskiptum en flestar aðrar, felst þannig í sem frjálsustum milliríkjaviðskiptum og sem allra nánustu alþjóðlegu samstarfi, sem stuðlar að friði, stöðugleika og frjálsum flutningum í okkar heimshluta og um allan heim. Að hugtakið „fæðuöryggi“ sé í sífellu spyrt saman við einangrunarhyggju, höft og andúð á alþjóðlegu samstarfi er í rauninni bæði fáránlegt og sárgrætilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun
Sú stefna að hafa sem hörðust höft á innflutningi landbúnaðarafurða, leggja ofurtolla á erlenda búvöru og styrkja innlenda framleiðendur um háar fjárhæðir sem koma úr vösum skattgreiðenda er gjarnan réttlætt með því að verið sé að tryggja „fæðuöryggi“. Stefnan ber þessa dagana þann athyglisverða árangur að skortur er á ákveðnum kjöttegundum í búðum, af því að landbúnaðarráðherrann er svo harður á að tryggja fæðuöryggi! Talsmenn „fæðuöryggis“ undir þessum formerkjum gefa í skyn að Ísland þurfi að vera og geti verið sjálfu sér nógt um mat. Hér sé hægt að framleiða búvörur til að fullnægja innanlandseftirspurn og engin þörf sé á að flytja þær inn. Þegar betur er skoðað, er þessum rökum þó aðeins beitt þegar vörur sem framleiddar eru á Íslandi eiga í hlut; kjöt, mjólk, egg og nokkrar sortir af grænmeti. Þegar aðrar nauðsynjavörur eiga í hlut sem ekki eru framleiddar hér á landi, til dæmis korn, hrísgrjón og alls konar ávextir, á annað við, að ekki sé talað um þau ógrynni unninnar matvöru sem flutt er inn, til að mynda pasta, sultur, niðursuðumat og allt hitt. Innflutningur á þessum vörum er frjáls og oftast á lágum tollum. Samt eru þær jafnnauðsynlegar og hinar búvörurnar fyrir fjölbreytt og heilsusamlegt mataræði; með öðrum orðum þáttur í fæðuörygginu. Þetta sýnir í raun að hafta- og styrkjastefnan í landbúnaðinum er ekki fæðuöryggisstefna, heldur verndarstefna til að halda erlendri samkeppni frá einni atvinnugrein á Íslandi. Afleiðingin er að búvörur eru dýrari en þær þyrftu að vera. Er það fæðuöryggi? Jafnvel þær vörur sem Íslendingar framleiða sjálfir yrðu ekki til nema vegna þess að innflutningur er greiður og frjáls á alls konar aðföngum sem þarf til að afla matarins. Bændur þurfa vélar og varahluti, olíu, áburð, rúlluplast og allt mögulegt annað til að geta framleitt mat handa okkur. Ef eitthvert ógnarástand kæmi upp, til dæmis ný heimsstyrjöld – sem stundum er nefnd sem (hæfilega nærtæk) röksemd fyrir því að verja innlenda matvælaframleiðslu með ríkisstyrkjum, höftum og tollum – yrði auðvitað ekkert frekar hægt að flytja olíu, dráttarvélar og áburð til landsins en kjúkling. Þannig er allt tal um sjálfbærni íslenzks landbúnaðar fullkomið píp. Það sama á að sjálfsögðu við um fleiri atvinnugreinar. Tökum sjávarútveginn, aðra matvælagrein, sem dæmi. Íslendingar veiða margfalt meiri fisk en þeir sjálfir geta torgað. En hvað ef lokaðist á innflutning og sjávarútvegurinn fengi ekki skip, olíu, veiðarfæri og allt annað sem hann kaupir frá útlöndum? Hætt er við að treglega gengi að afla matar, bæði handa Íslendingum og til að flytja út. Raunverulegt fæðuöryggi lítillar þjóðar, sem er háðari alþjóðlegum viðskiptum en flestar aðrar, felst þannig í sem frjálsustum milliríkjaviðskiptum og sem allra nánustu alþjóðlegu samstarfi, sem stuðlar að friði, stöðugleika og frjálsum flutningum í okkar heimshluta og um allan heim. Að hugtakið „fæðuöryggi“ sé í sífellu spyrt saman við einangrunarhyggju, höft og andúð á alþjóðlegu samstarfi er í rauninni bæði fáránlegt og sárgrætilegt.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun