Sjónarspil á þingi Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 12. ágúst 2011 06:00 Á fyrsta nefndarfundi Alþingis eftir sumarfrí var það val ríkisstjórnarflokkanna að kalla saman þrjár nefndir, utanríkismálanefnd, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og umhverfisnefnd. Málefnið var fundur í Alþjóðahvalveiðiráðinu sem haldinn var fyrr í sumar. Á þeim fundi urðu engar breytingar á stefnu Íslands – embættismenn þjóðarinnar unnu sína vinnu faglega og vel. Stóðu á rétti okkar til veiða og unnu að því að gera vinnu Alþjóðahvalveiðiráðsins marktæka og skynsama. Formönnum utanríkismálanefndar og umhverfisnefndar fannst greinilega ekki nægjusamlega vel að verki staðið og töldu forgangsmál að fara yfir málið með þessum þremur nefndum. Nú er það svo að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fer með málefni hvalveiða. Á þeim ráðherrastóli situr einn þingmaður VG – samflokksmaður formanns utanríkismálanefndar. Þeir mega vera ósammála um þetta eins og annað. Það er einnig þannig að ekkert athugavert er að kalla saman nefndir til að fjalla um mikilvæg mál – og nauðsynlegt að upplýsa þingmenn um stöðuna. Stóra spurningin er þessi; er þetta það mál sem hefur hæstan forgangskvóta hjá formanni utanríkismálanefndar og ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Í því sambandi vil ég minna á beiðni undirritaðs og einnig beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknar, frá því fyrr í sumar að kalla saman utanríkismálanefnd ásamt sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd til að fjalla um viðræður við ESB. Ekki síst í ljósi þess ástands sem er á evrunni og fjármálamörkuðum í Evrópu og vestanhafs. En einnig vegna sérkennilegra yfirlýsinga utanríkisráðherra um að Ísland þurfi engar undanþágur í sjávarútvegsmálum og að utanríkisráðherra einn geti mótað samningsskilyrði Íslands. Jafnframt ástæður þess að samningahópar um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál funda ekki með reglulegum hætti og ástæður þess að utanríkisráðherra hefur ekki haft samráð við hagsmunasamtök, alþingismenn o.fl. eins og kveðið var á um þegar sótt var um aðild. Væri ekki mikilvægara að fjalla á opnum fundi um ESB viðræðurnar. Þar eru þó breyttar aðstæður sbr. efnahagshrun landa Suður-Evrópu. En einnig vegna þess að þar virðist ráðherra utanríkismála fara frjálslega með samþykktir Alþingis og stefnu. En – nei, að mati formanns utanríkismálanefndar og þeirra sem stýra för hjá ríkisstjórn VG og Samfylkingar var það efst í forgangsröð að fjalla um fund sem haldinn var fyrir mánuði um hvalveiðar. Hér liggur eitthvað undir steini! Skyldi það vera fiskur? Eða eitthvað annað – ef til vill ESB? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á fyrsta nefndarfundi Alþingis eftir sumarfrí var það val ríkisstjórnarflokkanna að kalla saman þrjár nefndir, utanríkismálanefnd, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og umhverfisnefnd. Málefnið var fundur í Alþjóðahvalveiðiráðinu sem haldinn var fyrr í sumar. Á þeim fundi urðu engar breytingar á stefnu Íslands – embættismenn þjóðarinnar unnu sína vinnu faglega og vel. Stóðu á rétti okkar til veiða og unnu að því að gera vinnu Alþjóðahvalveiðiráðsins marktæka og skynsama. Formönnum utanríkismálanefndar og umhverfisnefndar fannst greinilega ekki nægjusamlega vel að verki staðið og töldu forgangsmál að fara yfir málið með þessum þremur nefndum. Nú er það svo að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fer með málefni hvalveiða. Á þeim ráðherrastóli situr einn þingmaður VG – samflokksmaður formanns utanríkismálanefndar. Þeir mega vera ósammála um þetta eins og annað. Það er einnig þannig að ekkert athugavert er að kalla saman nefndir til að fjalla um mikilvæg mál – og nauðsynlegt að upplýsa þingmenn um stöðuna. Stóra spurningin er þessi; er þetta það mál sem hefur hæstan forgangskvóta hjá formanni utanríkismálanefndar og ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Í því sambandi vil ég minna á beiðni undirritaðs og einnig beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknar, frá því fyrr í sumar að kalla saman utanríkismálanefnd ásamt sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd til að fjalla um viðræður við ESB. Ekki síst í ljósi þess ástands sem er á evrunni og fjármálamörkuðum í Evrópu og vestanhafs. En einnig vegna sérkennilegra yfirlýsinga utanríkisráðherra um að Ísland þurfi engar undanþágur í sjávarútvegsmálum og að utanríkisráðherra einn geti mótað samningsskilyrði Íslands. Jafnframt ástæður þess að samningahópar um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál funda ekki með reglulegum hætti og ástæður þess að utanríkisráðherra hefur ekki haft samráð við hagsmunasamtök, alþingismenn o.fl. eins og kveðið var á um þegar sótt var um aðild. Væri ekki mikilvægara að fjalla á opnum fundi um ESB viðræðurnar. Þar eru þó breyttar aðstæður sbr. efnahagshrun landa Suður-Evrópu. En einnig vegna þess að þar virðist ráðherra utanríkismála fara frjálslega með samþykktir Alþingis og stefnu. En – nei, að mati formanns utanríkismálanefndar og þeirra sem stýra för hjá ríkisstjórn VG og Samfylkingar var það efst í forgangsröð að fjalla um fund sem haldinn var fyrir mánuði um hvalveiðar. Hér liggur eitthvað undir steini! Skyldi það vera fiskur? Eða eitthvað annað – ef til vill ESB?
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar