Sárt að þurfa að segja sig úr landsliðshópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2011 07:00 Hannes Þór Halldórsson hefur spilað mjög vel á sínu fyrsta tímabili með KR-liðinu. Mynd/Daníel Hannes Þór Halldórsson, markvörður toppliðs KR, hefur verið í sannkölluðu landsliðsformi á sínu fyrsta tímabili með KR-ingum og var í kjölfarið valinn í A-landsliðið fyrir vináttuleikinn á móti Ungverjum í kvöld. Hannes varð hins vegar að segja sig úr hópnum vegna meiðsla á hendi og það verður því einhver bið á því að hann spili fyrsta landsleikinn. „Það var leiðinlegt að þurfa að horfa fram á það að geta ekki mætt í þennan landsleik. Það hlóðust upp óheppilegar aðstæður sem gerðu þetta að verkum og þetta var mjög sárt," segir Hannes. „Það koma landsleikir eftir þennan en það breytir ekki því að maður vill mæta þegar maður er kallaður til. Það gekk ekki að þessu sinni. Vonandi höldum við áfram að spila vel í KR og höldum áfram að fá á okkur fá mörk. Þá er aldrei að vita nema tækifærið gefist aftur með landsliðinu en þetta var leiðinlegt," segir Hannes. „Ég tognaði áður á sama stað og ég greindi svipaðan verk og þegar það var að byrja. Það var því réttast að fara varlega, þar sem Atli Jónasson er einnig meiddur," segir Hannes en hann er viss um að hann geti spilað bikarúrslitaleikinn á móti Þór á laugardaginn. „Ég verð alltaf tilbúinn til að spila á laugardaginn nema ef eitthvað gerist í vikunni. Þetta eru meira fyrirbyggjandi aðgerðir því þetta er lúmskur verkur. Ég fékk bara þau fyrirmæli frá sjúkraþjálfara og lækni að taka því rólega framan af í vikunni til þess að vera ekki að erta þetta. Svo lengi sem ekkert kemur upp þá verð ég í góðu standi á laugardaginn," segir Hannes en KR-liðið má ekki við því að missa fleiri lykilmenn. „Við urðum fyrir miklu áfalli þegar Óskar meiddist og þetta er hrikalega leiðinlegt fyrir hann. Ofan á það lét Mummi reka sig út af. Við viljum ekki lenda í frekara tjóni og það þurfa allir sem eru eitthvað aumir að fara varlega," segir Hannes en hann er þar að tala um þá Óskar Örn Hauksson og Guðmund Reyni Gunnarsson. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður toppliðs KR, hefur verið í sannkölluðu landsliðsformi á sínu fyrsta tímabili með KR-ingum og var í kjölfarið valinn í A-landsliðið fyrir vináttuleikinn á móti Ungverjum í kvöld. Hannes varð hins vegar að segja sig úr hópnum vegna meiðsla á hendi og það verður því einhver bið á því að hann spili fyrsta landsleikinn. „Það var leiðinlegt að þurfa að horfa fram á það að geta ekki mætt í þennan landsleik. Það hlóðust upp óheppilegar aðstæður sem gerðu þetta að verkum og þetta var mjög sárt," segir Hannes. „Það koma landsleikir eftir þennan en það breytir ekki því að maður vill mæta þegar maður er kallaður til. Það gekk ekki að þessu sinni. Vonandi höldum við áfram að spila vel í KR og höldum áfram að fá á okkur fá mörk. Þá er aldrei að vita nema tækifærið gefist aftur með landsliðinu en þetta var leiðinlegt," segir Hannes. „Ég tognaði áður á sama stað og ég greindi svipaðan verk og þegar það var að byrja. Það var því réttast að fara varlega, þar sem Atli Jónasson er einnig meiddur," segir Hannes en hann er viss um að hann geti spilað bikarúrslitaleikinn á móti Þór á laugardaginn. „Ég verð alltaf tilbúinn til að spila á laugardaginn nema ef eitthvað gerist í vikunni. Þetta eru meira fyrirbyggjandi aðgerðir því þetta er lúmskur verkur. Ég fékk bara þau fyrirmæli frá sjúkraþjálfara og lækni að taka því rólega framan af í vikunni til þess að vera ekki að erta þetta. Svo lengi sem ekkert kemur upp þá verð ég í góðu standi á laugardaginn," segir Hannes en KR-liðið má ekki við því að missa fleiri lykilmenn. „Við urðum fyrir miklu áfalli þegar Óskar meiddist og þetta er hrikalega leiðinlegt fyrir hann. Ofan á það lét Mummi reka sig út af. Við viljum ekki lenda í frekara tjóni og það þurfa allir sem eru eitthvað aumir að fara varlega," segir Hannes en hann er þar að tala um þá Óskar Örn Hauksson og Guðmund Reyni Gunnarsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti