Helga Margrét: Fer bara í réttirnar í staðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2011 06:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Mynd/Valli Helga Margrét Þorsteinsdóttir er ekki enn komin af stað eftir meiðslin sem hún varð fyrir á EM unglinga á dögunum. Hún er búin að afskrifa það að ná lágmörkum fyrir HM í Kóreu og leggur nú áherslu á að losna alveg við meiðslin sem hafa hrjáð hana. „Ég býst við því að ég keppi ekkert meira í sumar. Maður tekur þá pásuna aðeins fyrr og byrjar bara undirbúningstímabilið aftur. Maður verður bara að taka þessu," segir Helga Margrét og bætir við: „Þetta er svolítið sem ég hef glímt við lengi. Ég get hlaupið upp að 80 prósentum en um leið og maður ætlar að fara að taka eitthvað meira á en það þá segir allt bara stopp," lýsir Helga Margrét en hún varð að hætta keppni á EM 22 ára á dögunum. „Ég er ekki verri núna en ég var fyrir þrautina á Evrópumeistaramótinu. Ég get æft og ég get keppt upp að vissu marki. Ég hef engan áhuga á því að halda þannig áfram og ég ætla bara að laga þetta í eitt skipti fyrir öll. Ég þarf að vera mjög dugleg í öllum þessum endurhæfingaræfingum og í því að styrkja vöðvana í kring. Ég vona að ég geti byrjað hægt og rólega og reynt að fara svo alltaf hraðar og hraðar," segir Helga en hún segir ómögulegt að setja einhver tímamörk á það hvenær hún verður orðin hundrað prósent. „Það jákvæðasta sem ég sé við þetta er að ég geti farið í réttirnar í sveitinni í staðinn fyrir að vera í Kóreu þó að það sé ekki óskastaða. Ég var alveg búin að búa mig undir það að missa af réttunum þetta árið og fannst það bara fínt svo lengi sem ég væri í Kóreu," segir Helga. „Það kemur HM eftir þetta HM og það tekur mörg ár að byggja upp. Þó að það gangi ekki upp á næsta ári eða þarnæsta ári þá gildir bara að halda ótrauð áfram og láta engan bilbug á sér finna." Innlendar Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir er ekki enn komin af stað eftir meiðslin sem hún varð fyrir á EM unglinga á dögunum. Hún er búin að afskrifa það að ná lágmörkum fyrir HM í Kóreu og leggur nú áherslu á að losna alveg við meiðslin sem hafa hrjáð hana. „Ég býst við því að ég keppi ekkert meira í sumar. Maður tekur þá pásuna aðeins fyrr og byrjar bara undirbúningstímabilið aftur. Maður verður bara að taka þessu," segir Helga Margrét og bætir við: „Þetta er svolítið sem ég hef glímt við lengi. Ég get hlaupið upp að 80 prósentum en um leið og maður ætlar að fara að taka eitthvað meira á en það þá segir allt bara stopp," lýsir Helga Margrét en hún varð að hætta keppni á EM 22 ára á dögunum. „Ég er ekki verri núna en ég var fyrir þrautina á Evrópumeistaramótinu. Ég get æft og ég get keppt upp að vissu marki. Ég hef engan áhuga á því að halda þannig áfram og ég ætla bara að laga þetta í eitt skipti fyrir öll. Ég þarf að vera mjög dugleg í öllum þessum endurhæfingaræfingum og í því að styrkja vöðvana í kring. Ég vona að ég geti byrjað hægt og rólega og reynt að fara svo alltaf hraðar og hraðar," segir Helga en hún segir ómögulegt að setja einhver tímamörk á það hvenær hún verður orðin hundrað prósent. „Það jákvæðasta sem ég sé við þetta er að ég geti farið í réttirnar í sveitinni í staðinn fyrir að vera í Kóreu þó að það sé ekki óskastaða. Ég var alveg búin að búa mig undir það að missa af réttunum þetta árið og fannst það bara fínt svo lengi sem ég væri í Kóreu," segir Helga. „Það kemur HM eftir þetta HM og það tekur mörg ár að byggja upp. Þó að það gangi ekki upp á næsta ári eða þarnæsta ári þá gildir bara að halda ótrauð áfram og láta engan bilbug á sér finna."
Innlendar Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira