Ingimundur: Þarf bara að smyrja ryðgaða sleggjuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2011 06:00 Ingimundur handsalar samninginn við Ólaf I. Arnarsson, formann handknattleiksdeildar Fram. Fréttablaðið/Stefán Íslenski landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson gekk í gær til liðs við Fram. Ingimundur skrifaði undir eins árs samning en hann mun einnig koma að þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. „Framararnir höfðu samband við mig og ég ákvað að setjast niður með þeim um helgina. Síðan gerðist þetta fljótt og ég er mjög ánægður með þetta," sagði Breiðhyltingurinn. Ingimundur hefur leikið erlendis frá árinu 2005 og komið víða við. Hann hefur leikið í Sviss, Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Hann var síðast á mála hjá AaB í Álaborg. „Í byrjun var stefnan að vera áfram úti. Ég gerði ákveðnar kröfur þarna úti en var ekki að detta í neitt nógu spennandi. Mér fannst fín tímasetning að koma heim. Ég er mjög ánægður með að vera búinn að ljúka þessu." Ingimundur hefur verið sterklega orðaður við lið Akureyrar í sumar og gerðu norðanmenn sér góðar vonir um að fá Ingimund. „Ég sé enga ástæðu til þess að ræða það eitthvað. Ég var vissulega búinn að ræða við þá en er búinn að ganga frá eins árs samningi við Fram núna. Hef ekkert meira um það að segja," sagði Ingimundur. Ásamt því að spila fyrir meistaraflokk félagsins mun Ingimundur þjálfa 3. flokk karla. Þá verður hann öðrum þjálfurum félagsins innan handar varðandi varnarleik. Ingimundur hefur leikið 94 landsleiki fyrir Ísland og verið lykilmaður í varnarleik liðsins undanfarin ár. Landslið Íslands hefur nær eingöngu verið byggt upp af atvinnumönnum erlendis undanfarin ár. Ingimundur hefur ekki áhyggjur af sæti sínu í landsliðinu. „Í rauninni ekki. Það er undir sjálfum mér komið að halda mér í góðu formi. Æfingakúltúrinn á Íslandi er mjög góður og betri en á mörgum stöðum erlendis. Það verður að koma í ljós hvort ég verð áfram í landsliðinu eða ekki. Stefnan er að sjálfsögðu að halda mér þar inni," segir Ingimundur, sem var í silfurliðinu í Peking 2008. Hann segir eina af ástæðunum fyrir því að hann valdi Fram að þar fái hann tækifæri til þess að æfa og halda sér í toppstandi. Ingimundur spilaði vinstri skyttu á sínum tíma en hefur undanfarin ár fyrst og fremst getið sér gott orð fyrir góðan varnarleik. Hann segist ekki vita hvaða hlutverk hann muni spila í sóknarleiknum með Fram. „Það verður að koma í ljós. Ég er búinn að standa á teig í þrjú ár og spila vörn og hef þannig séð varla fengið að kasta bolta á æfingu. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta kemur með tímanum," sagði Ingimundur, sem segir sleggjuna enn vera til staðar. „Já, já, hún er kannski smá ryðguð en það þarf bara að smyrja hana." Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson gekk í gær til liðs við Fram. Ingimundur skrifaði undir eins árs samning en hann mun einnig koma að þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. „Framararnir höfðu samband við mig og ég ákvað að setjast niður með þeim um helgina. Síðan gerðist þetta fljótt og ég er mjög ánægður með þetta," sagði Breiðhyltingurinn. Ingimundur hefur leikið erlendis frá árinu 2005 og komið víða við. Hann hefur leikið í Sviss, Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Hann var síðast á mála hjá AaB í Álaborg. „Í byrjun var stefnan að vera áfram úti. Ég gerði ákveðnar kröfur þarna úti en var ekki að detta í neitt nógu spennandi. Mér fannst fín tímasetning að koma heim. Ég er mjög ánægður með að vera búinn að ljúka þessu." Ingimundur hefur verið sterklega orðaður við lið Akureyrar í sumar og gerðu norðanmenn sér góðar vonir um að fá Ingimund. „Ég sé enga ástæðu til þess að ræða það eitthvað. Ég var vissulega búinn að ræða við þá en er búinn að ganga frá eins árs samningi við Fram núna. Hef ekkert meira um það að segja," sagði Ingimundur. Ásamt því að spila fyrir meistaraflokk félagsins mun Ingimundur þjálfa 3. flokk karla. Þá verður hann öðrum þjálfurum félagsins innan handar varðandi varnarleik. Ingimundur hefur leikið 94 landsleiki fyrir Ísland og verið lykilmaður í varnarleik liðsins undanfarin ár. Landslið Íslands hefur nær eingöngu verið byggt upp af atvinnumönnum erlendis undanfarin ár. Ingimundur hefur ekki áhyggjur af sæti sínu í landsliðinu. „Í rauninni ekki. Það er undir sjálfum mér komið að halda mér í góðu formi. Æfingakúltúrinn á Íslandi er mjög góður og betri en á mörgum stöðum erlendis. Það verður að koma í ljós hvort ég verð áfram í landsliðinu eða ekki. Stefnan er að sjálfsögðu að halda mér þar inni," segir Ingimundur, sem var í silfurliðinu í Peking 2008. Hann segir eina af ástæðunum fyrir því að hann valdi Fram að þar fái hann tækifæri til þess að æfa og halda sér í toppstandi. Ingimundur spilaði vinstri skyttu á sínum tíma en hefur undanfarin ár fyrst og fremst getið sér gott orð fyrir góðan varnarleik. Hann segist ekki vita hvaða hlutverk hann muni spila í sóknarleiknum með Fram. „Það verður að koma í ljós. Ég er búinn að standa á teig í þrjú ár og spila vörn og hef þannig séð varla fengið að kasta bolta á æfingu. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta kemur með tímanum," sagði Ingimundur, sem segir sleggjuna enn vera til staðar. „Já, já, hún er kannski smá ryðguð en það þarf bara að smyrja hana."
Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira