Viðskipti erlent

Afnema tímabundið toll af rósum

Frá Osló. Hin gríðarlega eftirspurn eftir rósum er ástæða þess að þessi ákvörðun var tekin.
Frá Osló. Hin gríðarlega eftirspurn eftir rósum er ástæða þess að þessi ákvörðun var tekin. Mynd/AP
Norsk stjórnvöld hafa nú ákveðið að afnema toll af innfluttum rósum í vikutíma; frá 26. júlí til 2. ágúst. Sigrun Pettersborg, hjá Landbúnaðarstofnun norska ríkisins, segir í samtali við ABC Nyheter að aðstæðurnar í landinu og hin gríðarlega eftirspurn eftir rósum sé ástæða þess að þessi ákvörðun var tekin. Norsk framleiðsla og innflutningur frá tollfrjálsum svæðum anna ekki eftirspurninni eftir rósum.

Í frétt ABC Nyheter kemur fram að tollur á innfluttum rósum sé venjulega um 250 prósent af virði rósarinnar og er hann settur á til að vernda norska rósaræktun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×