Ekki tefja nýtt fangelsi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. júlí 2011 09:00 Ófremdarástandið í fangelsismálum er að verða óbærilegt. Öll fangelsi landsins eru yfirfull og yfir 300 manns á boðunarlista Fangelsismálastofnunar, þ.e. búnir að fá fangelsisdóm en komast ekki í afplánun. Einar Andrésson, formaður Fangavarðafélags Íslands, lýsti því í Fréttablaðinu í gær að til að reyna að ganga á biðlistann hefði verið gripið til þess ráðs að sleppa brotamönnum sem frekar væru til friðs úti í samfélaginu fyrr úr afplánun og láta þá til dæmis gegna samfélagsþjónustu. Þetta hefði hins vegar í för með sér að í fangelsunum væri nú enn harðsvíraðri hópur glæpamanna, þar á meðal meðlimir glæpagengja sem stundum lenti saman og sprautufíklar sem létu einskis ófreistað að smygla fíkniefnum inn í fangelsin. Einar segir fangaverði oft lenda í lífshættulegum aðstæðum. Hann kallar eftir því að byggingu nýs fangelsis verði hraðað og segir að það muni meðal annars gera kleift að aðskilja glæpaklíkur, frelsa aðra fanga undan áreitni þeirra og hótunum, flokka fólk niður eftir aðstæðum, afeitra fíkniefnaneytendur og koma þeim þannig á beina braut. Ástandið í fangelsismálum gengur gegn margvíslegum grundvallarreglum réttarríkisins. Brotamenn ganga lausir mánuðum og jafnvel árum saman eftir að þeir hafa fengið dóm, sem er brot á réttindum fórnarlamba þeirra og í ósamræmi við réttlætiskennd almennings. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að meðal manna sem hafa fengið dóm en ekki hafið afplánun eru margir ofbeldismenn, þar á meðal nauðgarar og barnaníðingar. Skortur á fangaklefum þýðir að fangar eru vistaðir við heilsuspillandi aðstæður, sem er sömuleiðis mannréttindabrot og fer í bága við alþjóðasamninga sem Ísland hefur staðfest. Hin langa bið eftir afplánun þýðir að fótunum kann skyndilega að verða kippt undan mönnum sem hafa snúið af braut afbrota þegar loksins losnar handa þeim pláss í fangelsi. Nábýli harðsvíraðra glæpamanna og þeirra sem raunverulega vilja nýta fangelsisvistina til að mennta sig eða bæta, þýðir að þeir síðarnefndu eiga minni möguleika en ella. Loks er ástandið í fangelsunum ógn við öryggi og heilsu starfsmannanna, eins og ummæli Einars Andréssonar vitna um. Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í gær og dag virðist deila innan ríkisstjórnarinnar um hvort ríkið eða einkaaðilar eigi að reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði standa í vegi fyrir ákvörðun um að hefja framkvæmdir. Vega þarf og meta bæði kostnaðinn við hvora leið um sig og hvor er líklegri til að koma fangelsinu í gagnið fyrr. Hafa þarf í huga að kostnaðurinn við núverandi ófremdarástand er líka talsverður og talsvert til vinnandi að ráða bót á því sem fyrst. Vonandi verður andstaða innan Vinstri grænna við allt sem heitir "einka-“ ekki til að tefja ákvörðun um þessa bráðnauðsynlegu framkvæmd lengur en orðið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun
Ófremdarástandið í fangelsismálum er að verða óbærilegt. Öll fangelsi landsins eru yfirfull og yfir 300 manns á boðunarlista Fangelsismálastofnunar, þ.e. búnir að fá fangelsisdóm en komast ekki í afplánun. Einar Andrésson, formaður Fangavarðafélags Íslands, lýsti því í Fréttablaðinu í gær að til að reyna að ganga á biðlistann hefði verið gripið til þess ráðs að sleppa brotamönnum sem frekar væru til friðs úti í samfélaginu fyrr úr afplánun og láta þá til dæmis gegna samfélagsþjónustu. Þetta hefði hins vegar í för með sér að í fangelsunum væri nú enn harðsvíraðri hópur glæpamanna, þar á meðal meðlimir glæpagengja sem stundum lenti saman og sprautufíklar sem létu einskis ófreistað að smygla fíkniefnum inn í fangelsin. Einar segir fangaverði oft lenda í lífshættulegum aðstæðum. Hann kallar eftir því að byggingu nýs fangelsis verði hraðað og segir að það muni meðal annars gera kleift að aðskilja glæpaklíkur, frelsa aðra fanga undan áreitni þeirra og hótunum, flokka fólk niður eftir aðstæðum, afeitra fíkniefnaneytendur og koma þeim þannig á beina braut. Ástandið í fangelsismálum gengur gegn margvíslegum grundvallarreglum réttarríkisins. Brotamenn ganga lausir mánuðum og jafnvel árum saman eftir að þeir hafa fengið dóm, sem er brot á réttindum fórnarlamba þeirra og í ósamræmi við réttlætiskennd almennings. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að meðal manna sem hafa fengið dóm en ekki hafið afplánun eru margir ofbeldismenn, þar á meðal nauðgarar og barnaníðingar. Skortur á fangaklefum þýðir að fangar eru vistaðir við heilsuspillandi aðstæður, sem er sömuleiðis mannréttindabrot og fer í bága við alþjóðasamninga sem Ísland hefur staðfest. Hin langa bið eftir afplánun þýðir að fótunum kann skyndilega að verða kippt undan mönnum sem hafa snúið af braut afbrota þegar loksins losnar handa þeim pláss í fangelsi. Nábýli harðsvíraðra glæpamanna og þeirra sem raunverulega vilja nýta fangelsisvistina til að mennta sig eða bæta, þýðir að þeir síðarnefndu eiga minni möguleika en ella. Loks er ástandið í fangelsunum ógn við öryggi og heilsu starfsmannanna, eins og ummæli Einars Andréssonar vitna um. Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í gær og dag virðist deila innan ríkisstjórnarinnar um hvort ríkið eða einkaaðilar eigi að reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði standa í vegi fyrir ákvörðun um að hefja framkvæmdir. Vega þarf og meta bæði kostnaðinn við hvora leið um sig og hvor er líklegri til að koma fangelsinu í gagnið fyrr. Hafa þarf í huga að kostnaðurinn við núverandi ófremdarástand er líka talsverður og talsvert til vinnandi að ráða bót á því sem fyrst. Vonandi verður andstaða innan Vinstri grænna við allt sem heitir "einka-“ ekki til að tefja ákvörðun um þessa bráðnauðsynlegu framkvæmd lengur en orðið er.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun