Tíska og hönnun

Stígvélaæði á Glastonbury

Aðdáandi Kate Moss er mikill aðdáandi Hunter-stígvélanna og hefur klæðst þeim á Glastonbury ár eftir ár.
Aðdáandi Kate Moss er mikill aðdáandi Hunter-stígvélanna og hefur klæðst þeim á Glastonbury ár eftir ár. Nordicphotos/Getty
Hunter-fyrirtækið hefur framleitt stígvél allt frá árinu 1856 og er enn einn vinsælasti stígvélaframleiðandinn í Bretlandseyjum. Stígvélin frá Hunter voru algeng sjón á fótum gesta Glastonbury-tónlistarhátíðarinnar í ár eins og fyrri ár.

Meðal aðdáenda stígvélanna má nefna ofurfyrirsæturnar Kate Moss og Lily Donaldson, leikkonuna Emmu Watson, plötusnúðinn Alexu Chung, gleðipinnann Pixie Geldof og fótboltahjónin Coleen og Wayne Rooney. Í ár var vinsælt að klæðast Hunter-stígvélunum við stuttbuxur af ýmsu tagi og skyrtur eða slitna stuttermaboli. -sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×