Hannar mynd á breskan bol 5. júlí 2011 14:00 Siggi Eggerts hefur vakið athygli víða um heim fyrir hönnun sína og myndskreytingar. Fréttablaðið/Valli „Það er alltaf gaman að fólk geti keypt föt með verkunum mínum," segir grafíski hönnuðurinn Sigurður Eggertsson sem þekktur er undir nafninu Siggi Eggerts. Siggi var beðinn um að búa til mynd á bol fyrir bresku verslunina Asos.com sem er stærsta sjálfstæða tísku- og snyrtivöruverslun Bretlands á netinu. Siggi er fyrsti íslenski hönnuðurinn sem unnið hefur í samstarfi við verslunina. „Það er gott að vinna með honum Sigga," segir Adrian Currie, fjölmiðlafulltrúi hjá Asos. „Siggi gerði eina mynd á bol fyrir okkur sem framleiddur verður í takmörkuðu upplagi, 120 eintökum," upplýsir Adrian og bætir við að byrjað verði að selja bolina þriðju vikuna í júlí. Siggi og Adrian eru inntir eftir því hvernig samstarf þeirra kom til. Adrian byrjar á að útskýra: „Við erum í samstarfi við hóp sem kallar sig It's Nice That og gefur meðal annars út tímarit. Í samvinnu við hópinn völdum við fimm alþjóðlega listamenn til að hanna mynd fyrir bol hjá okkur," segir Adrian og Siggi tekur við: „Kunningjar mínir hjá It's Nice That höfðu samband við mig og fengu mig til þess að búa til mynstur. Svo verða líka búnir til límmiðar með mynstrinu sem hægt verður að líma á hjól. Þetta var eiginlega bara hversdagsvinna hjá mér."„Ég lét prentaða öryggisborða vefjast í kringum bolinn,“ segir Siggi um bolinn sem hann hannaði.mynd/asosAsos er þó ekki fyrsta tískuvöruverslunin sem Siggi hannar fyrir. „Ég bjó til litla línu fyrir H&M Divided fyrir nokkrum árum. Svo hef ég gert fullt af bolum fyrir Nike. Ég hef unnið smávegis við föt," segir Siggi og er í framhaldinu spurður hvort hann sjái fyrir sér að halda áfram í hönnun mynda og mynstra fyrir föt. „Ég er þannig séð ekkert að eltast við það en ef verkefnið er áhugavert þá geri ég það auðvitað. Ég stefni samt ekki beint að því," segir Siggi sem hefur vakið athygli víða um heim undanfarin ár fyrir hönnun sína og myndskreytingar. martaf@frettabladid.is Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Það er alltaf gaman að fólk geti keypt föt með verkunum mínum," segir grafíski hönnuðurinn Sigurður Eggertsson sem þekktur er undir nafninu Siggi Eggerts. Siggi var beðinn um að búa til mynd á bol fyrir bresku verslunina Asos.com sem er stærsta sjálfstæða tísku- og snyrtivöruverslun Bretlands á netinu. Siggi er fyrsti íslenski hönnuðurinn sem unnið hefur í samstarfi við verslunina. „Það er gott að vinna með honum Sigga," segir Adrian Currie, fjölmiðlafulltrúi hjá Asos. „Siggi gerði eina mynd á bol fyrir okkur sem framleiddur verður í takmörkuðu upplagi, 120 eintökum," upplýsir Adrian og bætir við að byrjað verði að selja bolina þriðju vikuna í júlí. Siggi og Adrian eru inntir eftir því hvernig samstarf þeirra kom til. Adrian byrjar á að útskýra: „Við erum í samstarfi við hóp sem kallar sig It's Nice That og gefur meðal annars út tímarit. Í samvinnu við hópinn völdum við fimm alþjóðlega listamenn til að hanna mynd fyrir bol hjá okkur," segir Adrian og Siggi tekur við: „Kunningjar mínir hjá It's Nice That höfðu samband við mig og fengu mig til þess að búa til mynstur. Svo verða líka búnir til límmiðar með mynstrinu sem hægt verður að líma á hjól. Þetta var eiginlega bara hversdagsvinna hjá mér."„Ég lét prentaða öryggisborða vefjast í kringum bolinn,“ segir Siggi um bolinn sem hann hannaði.mynd/asosAsos er þó ekki fyrsta tískuvöruverslunin sem Siggi hannar fyrir. „Ég bjó til litla línu fyrir H&M Divided fyrir nokkrum árum. Svo hef ég gert fullt af bolum fyrir Nike. Ég hef unnið smávegis við föt," segir Siggi og er í framhaldinu spurður hvort hann sjái fyrir sér að halda áfram í hönnun mynda og mynstra fyrir föt. „Ég er þannig séð ekkert að eltast við það en ef verkefnið er áhugavert þá geri ég það auðvitað. Ég stefni samt ekki beint að því," segir Siggi sem hefur vakið athygli víða um heim undanfarin ár fyrir hönnun sína og myndskreytingar. martaf@frettabladid.is
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira