Fljótlegt að hoppa í kjól 5. júlí 2011 20:00 Hanna Rún. Fréttablaðið/GVA Ég er mikil kjólamanneskja og finnst það afar þægilegur klæðnaður, það er svo fljótlegt að hoppa í þá," segir Hanna Rún Óladóttir, margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum. Hanna Rún hefur nýlega blómi á sig bætt en hún varð í fjórða sæti í latneskum dönsum í danskeppninni í Blackpool á Englandi. „Jú, ég á nokkuð marga danskjóla, átta stykki, en það er alls ekki óalgengt að stelpurnar sem eru að keppa eigi bara einn kjól. Mér finnst þægilegt að geta átt kjóla til skiptanna og þeir eru afar mismunandi. Nýjasti kjóllinn minn er mjög klassískur, lokaður í bakið og nær alveg upp í háls og svo á ég annan sem er í raun bara brjóstahaldari og pils," segir Hanna en G. Elsa Ásgeirsdóttir saumar alla hennar kjóla. Dagsdaglega er Hanna Rún annað hvort í blómakjólum eða svörtum fatnaði og hún er hrifin af tígrismynstri. Kjólinn sem hún klæðist á myndinni keypti hún fyrir tveimur árum erlendis. „Ég er alltaf á hælaskóm og á endalaust mikið af beltum. Mér finnst mjög gaman að hafa mig til." juliam@frettabladid.is Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Ég er mikil kjólamanneskja og finnst það afar þægilegur klæðnaður, það er svo fljótlegt að hoppa í þá," segir Hanna Rún Óladóttir, margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum. Hanna Rún hefur nýlega blómi á sig bætt en hún varð í fjórða sæti í latneskum dönsum í danskeppninni í Blackpool á Englandi. „Jú, ég á nokkuð marga danskjóla, átta stykki, en það er alls ekki óalgengt að stelpurnar sem eru að keppa eigi bara einn kjól. Mér finnst þægilegt að geta átt kjóla til skiptanna og þeir eru afar mismunandi. Nýjasti kjóllinn minn er mjög klassískur, lokaður í bakið og nær alveg upp í háls og svo á ég annan sem er í raun bara brjóstahaldari og pils," segir Hanna en G. Elsa Ásgeirsdóttir saumar alla hennar kjóla. Dagsdaglega er Hanna Rún annað hvort í blómakjólum eða svörtum fatnaði og hún er hrifin af tígrismynstri. Kjólinn sem hún klæðist á myndinni keypti hún fyrir tveimur árum erlendis. „Ég er alltaf á hælaskóm og á endalaust mikið af beltum. Mér finnst mjög gaman að hafa mig til." juliam@frettabladid.is
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira