Kaupendur hanna fötin 27. júní 2011 21:00 Bræðurnir Sigurður og Leifur Árnasynir hafa stofnað fyrirtækið Arnasons.com sem býður upp á fríar heima- og fyrirtækjakynningar í sumar. Fréttablaðið/Haraldur „Viðtökurnar eru frábærar," segir Sigurður Árnason sem stofnaði á dögunum fyrirtækið Arnasons.com með bróður sínum Leifi Árnasyni. Fyrirtækið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi að sögn Sigurðar. Það heldur úti heimasíðunni www.arnasons.com þar sem hægt er að panta sérsaumuð jakkaföt á karlmenn og dragtir fyrir konur. Fötin eru sniðin eftir máli hvers og eins og saumuð úr ítölsku hágæðaefni. Sigurður segir að viðskiptavinir muni hanna föt sín sjálfir. „Við byrjum á að spyrja fólk hvernig jakkaföt það vill," útskýrir Sigurður og bætir við að eftir að viðskiptavinurinn hefur valið tegund jakkafatanna séu nánari smáatriði skoðuð. „Þá spyrjum við hversu margar tölur eigi að vera á jakkafötunum, hvort setja eigi vasa á fötin og hvernig kraginn eigi að vera. Svo velur fólk efni eftir að það hefur skoðað sýnishorn. Að lokum er fólk mælt." Hugmyndin að stofnun fyrirtækisins kviknaði í samræðum þeirra bræðra um jakkaföt. „Leifur bróðir minn var að klára master í frumkvöðlafræði í Kaupmannahöfn og ég bjó í London og var í jakkafötum alla daga," upplýsir Sigurður sem segir að þeir hafi rætt hversu dýrt væri að kaupa jakkaföt á þá tvo. „Við ákváðum þess vegna að byrja að láta sauma föt á okkur í Asíu. Þannig þróaðist þetta." Sigurður segir að markhópur fyrirtækisins séu karlmenn á aldrinum þrjátíu til fimmtíu ára þótt einnig sé boðið upp á dragtir fyrir konur. „Við miðum á karlmenn sem hafa mikla skoðun á fötum og eru meðvitaðir um tískuna," segir Sigurður en einnig er horft til karlmanna sem passa ekki í venjulegar stærðir. Fyrirtækið hóf starfsemi á Íslandi í maí en útrás til Skandinavíu og Englands er á prjónunum. „Ég er búinn að fara tvisvar til London og í bæði skiptin fékk ég fullt af pöntunum," segir Sigurður en stílistar verða ráðnir í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og London sem taka mál af viðskiptavinunum. martaf@frettabladid.is Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Viðtökurnar eru frábærar," segir Sigurður Árnason sem stofnaði á dögunum fyrirtækið Arnasons.com með bróður sínum Leifi Árnasyni. Fyrirtækið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi að sögn Sigurðar. Það heldur úti heimasíðunni www.arnasons.com þar sem hægt er að panta sérsaumuð jakkaföt á karlmenn og dragtir fyrir konur. Fötin eru sniðin eftir máli hvers og eins og saumuð úr ítölsku hágæðaefni. Sigurður segir að viðskiptavinir muni hanna föt sín sjálfir. „Við byrjum á að spyrja fólk hvernig jakkaföt það vill," útskýrir Sigurður og bætir við að eftir að viðskiptavinurinn hefur valið tegund jakkafatanna séu nánari smáatriði skoðuð. „Þá spyrjum við hversu margar tölur eigi að vera á jakkafötunum, hvort setja eigi vasa á fötin og hvernig kraginn eigi að vera. Svo velur fólk efni eftir að það hefur skoðað sýnishorn. Að lokum er fólk mælt." Hugmyndin að stofnun fyrirtækisins kviknaði í samræðum þeirra bræðra um jakkaföt. „Leifur bróðir minn var að klára master í frumkvöðlafræði í Kaupmannahöfn og ég bjó í London og var í jakkafötum alla daga," upplýsir Sigurður sem segir að þeir hafi rætt hversu dýrt væri að kaupa jakkaföt á þá tvo. „Við ákváðum þess vegna að byrja að láta sauma föt á okkur í Asíu. Þannig þróaðist þetta." Sigurður segir að markhópur fyrirtækisins séu karlmenn á aldrinum þrjátíu til fimmtíu ára þótt einnig sé boðið upp á dragtir fyrir konur. „Við miðum á karlmenn sem hafa mikla skoðun á fötum og eru meðvitaðir um tískuna," segir Sigurður en einnig er horft til karlmanna sem passa ekki í venjulegar stærðir. Fyrirtækið hóf starfsemi á Íslandi í maí en útrás til Skandinavíu og Englands er á prjónunum. „Ég er búinn að fara tvisvar til London og í bæði skiptin fékk ég fullt af pöntunum," segir Sigurður en stílistar verða ráðnir í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og London sem taka mál af viðskiptavinunum. martaf@frettabladid.is
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira