Tíska og hönnun

Kaðlar og krúsidúllur

Nordicphotos/afp
Brasilíski fatahönnuðurinn Samuel Cirnansck sýndi vor- og sumarlínu sína á tískuvikunni í Sao Paulo fyrr í mánuðinum svo eftir var tekið. Sýning hans þótti áhugaverð, ekki endilega fyrir fötin sjálf heldur hvernig þau voru sýnd. Sýningarstúlkurnar gengu fram í glæsilegum brúðarkjólum og síðkjólum úr silki, keflaðar og múlbundnar með reipum og leðurböndum, ekki ólíkt því þegar Marc Jacobs handjárnaði sýningarstúlkur við Louis Vuitton-töskur fyrr á árinu.

Áhorfendur veltu fyrir sér hvort skilaboð Cirnansck væru þau að hjónabandið keflaði konur, hver veit? Allavega gerði framsetningin sýninguna eftirminnilega.

Priscilla Darolt hannar undir merkinu Animale og hjá henni kvað við annan tón. Lína hennar þótti afslöppuð og frjálsleg og mátti sjá kvenleg snið, víðar buxur og blússur úr hör og silki. Blár og hvítur voru áberandi litir í bland við ljósgráan.

rat@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×