Verjum Vallarstræti 3. júní 2011 08:00 Við sem skrifum undir þessa grein höfum verið í forystu fyrir BIN-hópnum svonefnda. Það er hópur fólks sem háð hefur baráttu undir kjörorðinu Björgum Ingólfstorgi og Nasa. Baráttan hófst þegar til stóð að færa gömul hús við Vallarstæti út á Ingólfstorg, skerða almannarými þar mjög, rífa Nasa (gamla Sjálfstæðishúsið) við Austurvöll og rjúfa allt sögulegt samhengi við strætið. Skipulagsráð Reykjavíkur hafði á sl. hausti enn til meðferðar beiðni um að leyfi fengist fyrir því að reisa fimm hæða hótel með kjallara sunnan Vallarstrætis, m.ö.o. við sunnanvert Ingólfstorg. Risahótel eða sólríkt almannarýmiHinn 15. desember 2010 fól ráðið skipulagsstjóranum í Reykjavík að undirbúa hönnunarsamkeppni um endurskoðun á skipulagi við Ingólfstorgi og í nágrenni. Markmiðið er sagt vera að „styrkja sögulegt samhengi á þessu svæði“ og þessu fögnum við enda virðist það vera í samræmi við stórmerka borgar- og húsverndarstefnu sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Þessi samþykkt var send embætti skipulagsstjórans í Reykjavík til meðferðar og væri fróðlegt að vita hvaða gildi hún hefur að mati skipulagsstjóra og hins nýja skipulagsráðs sem tók við eftir kosningar á sl. ári. Í samþykkt núverandi ráðs er gert ráð fyrir að hönnuð verði hótelbygging við sunnanvert torgið og er ætlað fyrir um hana í hönnunarsamkeppninni sem áformuð er. Miðað við þær forsendur, sem áður hafa verið kynntar, fyrir stærð fyrirhugaðs hótels við Ingólfstorg, eigum við bágt með að sjá að sögulegu samhengi verði ekki raskað með hótelbyggingunni og óttumst að því verði umturnað með öllu þannig að nýbyggingar beri hinar gömlu ofurliði. Þá mun risahótel á þessum stað rýra stórlega almannarými í miðborginni, m.a. með skuggavarpi á torgið. Við tölum hiklaust um risahótel enda þykir okkur einsýnt að hin nýja hótelbygging við Vallarstræti muni verða tengd gömlu húsum Landsímans, með frekari hótelnotkun fyrir augum, og tengd með brú við hótel sem unnið er að um þessar mundir í Austurstræti. Slíkt risahótel á þessum viðkvæma stað myndi skapa mikil vandamál í umferð og aðkeyrslu og þrengja mjög að allri starfsemi Alþingis við Austurvöll. Margt má bætaElsti borgarhlutinn með sínar þröngu götur og söguríku byggingar er viðkvæmt svæði sem þolir illa stórar nýbyggingar, ekki síst risahótel sem kallar á stóraukna umferð. Við ítrekum því fyrri tillögu okkar um friðun timburhúsa við sunnanvert Ingólfstorg og Thorvaldsensstræti enda teljum við að hin gömlu og merku hús sem þar standa eigi að hafa forgang og fyrsta rétt. Við erum að sjálfsögðu hlynnt því að þessi gömlu hús verði lagfærð á ýmsan hátt og endurbætt, til dæmis stækkuð í sama stíl, ef það þykir henta. Okkur er annt um að rými á Ingólfstorgi verði ekki skert enda er það helsta torg Reykjavíkur. Hins vegar þyrfti að auka aðdráttarafl þess fyrir almenning, til dæmis með því að lyfta því og hafa í einum fleti og nýta sólríkasta hluta þess að norðanverðu miklu betur til útivistar. Látum reyna á hvort fram komi skaðabótakröfurVið teljum að við endurskoðun skipulags og endurbætur á Ingólfstorgi verði að fylgja rækilega ofangreindri borgar- og húsverndarstefnu Reykjavíkur sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Deiliskipulagið sem gildir samræmist engan veginn þessari stefnu skipulagsráðs. Við skorum á borgaryfirvöld að líta fram hjá hinu úrelta deiliskipulagi og láta á það reyna hvort fram komi skaðabótakröfur og hvort þær standist fyrir dómstólum, gangi mál svo langt. Björn B. Björnsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Helgi Þorláksson, Halla Bogadóttir, Eiríkur G. Guðmundsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við sem skrifum undir þessa grein höfum verið í forystu fyrir BIN-hópnum svonefnda. Það er hópur fólks sem háð hefur baráttu undir kjörorðinu Björgum Ingólfstorgi og Nasa. Baráttan hófst þegar til stóð að færa gömul hús við Vallarstæti út á Ingólfstorg, skerða almannarými þar mjög, rífa Nasa (gamla Sjálfstæðishúsið) við Austurvöll og rjúfa allt sögulegt samhengi við strætið. Skipulagsráð Reykjavíkur hafði á sl. hausti enn til meðferðar beiðni um að leyfi fengist fyrir því að reisa fimm hæða hótel með kjallara sunnan Vallarstrætis, m.ö.o. við sunnanvert Ingólfstorg. Risahótel eða sólríkt almannarýmiHinn 15. desember 2010 fól ráðið skipulagsstjóranum í Reykjavík að undirbúa hönnunarsamkeppni um endurskoðun á skipulagi við Ingólfstorgi og í nágrenni. Markmiðið er sagt vera að „styrkja sögulegt samhengi á þessu svæði“ og þessu fögnum við enda virðist það vera í samræmi við stórmerka borgar- og húsverndarstefnu sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Þessi samþykkt var send embætti skipulagsstjórans í Reykjavík til meðferðar og væri fróðlegt að vita hvaða gildi hún hefur að mati skipulagsstjóra og hins nýja skipulagsráðs sem tók við eftir kosningar á sl. ári. Í samþykkt núverandi ráðs er gert ráð fyrir að hönnuð verði hótelbygging við sunnanvert torgið og er ætlað fyrir um hana í hönnunarsamkeppninni sem áformuð er. Miðað við þær forsendur, sem áður hafa verið kynntar, fyrir stærð fyrirhugaðs hótels við Ingólfstorg, eigum við bágt með að sjá að sögulegu samhengi verði ekki raskað með hótelbyggingunni og óttumst að því verði umturnað með öllu þannig að nýbyggingar beri hinar gömlu ofurliði. Þá mun risahótel á þessum stað rýra stórlega almannarými í miðborginni, m.a. með skuggavarpi á torgið. Við tölum hiklaust um risahótel enda þykir okkur einsýnt að hin nýja hótelbygging við Vallarstræti muni verða tengd gömlu húsum Landsímans, með frekari hótelnotkun fyrir augum, og tengd með brú við hótel sem unnið er að um þessar mundir í Austurstræti. Slíkt risahótel á þessum viðkvæma stað myndi skapa mikil vandamál í umferð og aðkeyrslu og þrengja mjög að allri starfsemi Alþingis við Austurvöll. Margt má bætaElsti borgarhlutinn með sínar þröngu götur og söguríku byggingar er viðkvæmt svæði sem þolir illa stórar nýbyggingar, ekki síst risahótel sem kallar á stóraukna umferð. Við ítrekum því fyrri tillögu okkar um friðun timburhúsa við sunnanvert Ingólfstorg og Thorvaldsensstræti enda teljum við að hin gömlu og merku hús sem þar standa eigi að hafa forgang og fyrsta rétt. Við erum að sjálfsögðu hlynnt því að þessi gömlu hús verði lagfærð á ýmsan hátt og endurbætt, til dæmis stækkuð í sama stíl, ef það þykir henta. Okkur er annt um að rými á Ingólfstorgi verði ekki skert enda er það helsta torg Reykjavíkur. Hins vegar þyrfti að auka aðdráttarafl þess fyrir almenning, til dæmis með því að lyfta því og hafa í einum fleti og nýta sólríkasta hluta þess að norðanverðu miklu betur til útivistar. Látum reyna á hvort fram komi skaðabótakröfurVið teljum að við endurskoðun skipulags og endurbætur á Ingólfstorgi verði að fylgja rækilega ofangreindri borgar- og húsverndarstefnu Reykjavíkur sem skipulagsráð samþykkti 19. maí 2010. Deiliskipulagið sem gildir samræmist engan veginn þessari stefnu skipulagsráðs. Við skorum á borgaryfirvöld að líta fram hjá hinu úrelta deiliskipulagi og láta á það reyna hvort fram komi skaðabótakröfur og hvort þær standist fyrir dómstólum, gangi mál svo langt. Björn B. Björnsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Helgi Þorláksson, Halla Bogadóttir, Eiríkur G. Guðmundsson.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun