ÍBV og Stjarnan með fullt hús stiga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. maí 2011 06:00 Stjörnustúlkur fagna einu marka sinna gegn Þrótti í gær. Fréttablaðið/Daníel Annarri umferð Pepsi-deildar kvenna lauk í gær með fjórum leikjum og var nokkuð um óvænt úrslit. Fylkir gerði 1-1 jafntefli við Íslands- og bikarmeistara Vals á heimavelli og þá vann KR 2-1 sigur á Breiðabliki. Stjarnan og ÍBV eru einu liðin sem eru með fullt hús stiga en bæði lið unnu örugga sigra í gær. Stjarnan lagði Þrótt á heimavelli, 4-0, og ÍBV vann 5-0 sigur á Aftureldingu í Vestmannaeyjum. „Ég þigg stigið þó svo að ég hefði gjarnan vilja fá þrjú. En eitt er betra en ekkert," sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis. „Við erum fyrst og fremst ánægð með hvað við lögðum mikið á okkur. Við sýndum mikla vinnusemi og það fór mikil orka í leikinn. Stelpurnar áttu þetta stig svo sannarlega skilið," bætti hann við. Þorlákur Árnason neitaði því ekki að sigur sinna manna í Stjörnunni hefði verið öruggur. „Við náðum að skora mjög snemma og þá var þetta nokkuð öruggt. Þróttararnir komu okkur samt á óvart. Þær spiluðu vel og það var erfitt að eiga við þær," sagði Þorlákur. Hann á von á því að deildin verði jafnari og meira spennandi í sumar en oft áður í efstu deild kvenna. „Það er fínt að vera með fullt hús stiga enn sem komið er en við tökum samt bara einn leik fyrir í einu. Liðin eru mjög jöfn að getu og ég held að lið sem margir spá í fallbaráttuna eigi eftir að taka stig af efri liðum deildarinnar líka," sagði Þorlákur. „Það hefur miklu máli skipt að þeir erlendu leikmenn sem minni liðin í deildinni hafa verið að fá til sín eru sterkari en áður. Það er greinilegt að það er verið að vanda valið betur í þeim efnum," bætti hann við. Valur er í þriðja sæti deildarinnar með fjögur stig, rétt eins og KR sem er í því fjórða. Þór/KA er í fimmta sæti með sex stig en næstu fjögur lið á eftir eru öll með eitt stig. Grindvíkingar eru enn án stiga í botnsæti deildarinnar. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Annarri umferð Pepsi-deildar kvenna lauk í gær með fjórum leikjum og var nokkuð um óvænt úrslit. Fylkir gerði 1-1 jafntefli við Íslands- og bikarmeistara Vals á heimavelli og þá vann KR 2-1 sigur á Breiðabliki. Stjarnan og ÍBV eru einu liðin sem eru með fullt hús stiga en bæði lið unnu örugga sigra í gær. Stjarnan lagði Þrótt á heimavelli, 4-0, og ÍBV vann 5-0 sigur á Aftureldingu í Vestmannaeyjum. „Ég þigg stigið þó svo að ég hefði gjarnan vilja fá þrjú. En eitt er betra en ekkert," sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis. „Við erum fyrst og fremst ánægð með hvað við lögðum mikið á okkur. Við sýndum mikla vinnusemi og það fór mikil orka í leikinn. Stelpurnar áttu þetta stig svo sannarlega skilið," bætti hann við. Þorlákur Árnason neitaði því ekki að sigur sinna manna í Stjörnunni hefði verið öruggur. „Við náðum að skora mjög snemma og þá var þetta nokkuð öruggt. Þróttararnir komu okkur samt á óvart. Þær spiluðu vel og það var erfitt að eiga við þær," sagði Þorlákur. Hann á von á því að deildin verði jafnari og meira spennandi í sumar en oft áður í efstu deild kvenna. „Það er fínt að vera með fullt hús stiga enn sem komið er en við tökum samt bara einn leik fyrir í einu. Liðin eru mjög jöfn að getu og ég held að lið sem margir spá í fallbaráttuna eigi eftir að taka stig af efri liðum deildarinnar líka," sagði Þorlákur. „Það hefur miklu máli skipt að þeir erlendu leikmenn sem minni liðin í deildinni hafa verið að fá til sín eru sterkari en áður. Það er greinilegt að það er verið að vanda valið betur í þeim efnum," bætti hann við. Valur er í þriðja sæti deildarinnar með fjögur stig, rétt eins og KR sem er í því fjórða. Þór/KA er í fimmta sæti með sex stig en næstu fjögur lið á eftir eru öll með eitt stig. Grindvíkingar eru enn án stiga í botnsæti deildarinnar.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira