Spennandi tónlistarsumar 14. maí 2011 08:15 spennandi sumar Margar spennandi plötur koma út í sumar, meðal annars frá Emmsjé Gauta, FM Belfast, Mugison og Jóni Jónssyni. Emmsjé Gauti, Jón Jónsson, Mugison og FM Belfast gefa út nýjar plötur í sumar sem margir bíða með mikilli eftirvæntingu. Fleiri sólríkar og spennandi útgáfur úr ýmsum áttum eru á leiðinni. Fyrsta plata rapparans Emmsjé Gauta, Bara ég, kemur út síðar í þessum mánuði á vegum Geimsteins. Gauti rappaði með Erpi Eyvindarsyni í laginu Elskum þessar mellur í fyrra og gerir það einnig á nýju plötunni í laginu Hemmi Gunn. Platan á vafalítið eftir að vekja mikið umtal og athygli. Ný plata Gus Gus, Arabian Horse, kemur út 23. maí á vegum Smekkleysu, þar sem Högni Egilsson er gestasöngvari.Önnur plata FM Belfast er væntanleg 3. júní á vegum Morr Music í samstarfi við Kimi Records og verður sveitin dugleg við að spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar. Þrjú ár eru liðin síðan fyrsta plata FM Belfast, How to Make Friends, kom út við mjög góðar undirtektir og verður forvitnilegt að heyra hvernig bandinu tekst að fylgja henni eftir. Sálarplata Bubba Morthens, Ég trúi á þig, kemur út á vegum Senu á 55 ára afmælisdegi rokkarans, 6. júní. Annar reynslubolti, Helgi Björnsson, gefur út sína þriðju plötu með Reiðmönnum vindanna í júní en tvær fyrstu plöturnar hafa selst eins og heitar lummur. Popparinn Jón Jónsson sendir frá sér sína fyrstu plötu í byrjun júlí hjá Senu. Hann hefur átt nokkur vinsæl lög að undanförnu og líklegt má telja að sumarlegir tónar hans eigi eftir að falla vel í kramið. Ný plata frá Mugison þar sem hann syngur á íslensku er einnig á leiðinni. Þetta verður blúsuð þjóðlagaplata og miðað við fyrsta lagið sem hefur heyrst af henni, Haglél, er heldur betur von á góðu.Önnur plata Nolo kemur út í lok júlí á vegum Kimi Records og í ágúst er svo áætluð frá Smekkleysu útgáfa á langþráðri hljóðversplötu frá rokkurunum í Ham. Á meðal annarra væntanlegra útgáfa í sumar er samstarfsverkefni Valdimars Guðmundssonar úr hljómsveitinni Valdimar og Björgvins Ívars Baldurssonar, fyrsta plata Myrru Rósar og ný plata Snorra Helgasonar. Rokkararnir í Reykjavík! eru einnig á leiðinni í hljóðver í næsta mánuði en ekki er ljóst hvort platan kemur út í sumar eða næsta vetur. Slugs, hljómsveit Sindra Eldon, gefur svo út sína aðra plötu í sumar á vegum Smekkleysu. Lay Low verður einnig í hljóðveri í maí og hyggst gera plötu á íslensku við ljóð íslenskra kvenskálda, auk þess sem Legend, ný hljómsveit Krumma Björgvinssonar og Halldórs Björnssonar, gefur út sína fyrstu plötu í sumar. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira
Emmsjé Gauti, Jón Jónsson, Mugison og FM Belfast gefa út nýjar plötur í sumar sem margir bíða með mikilli eftirvæntingu. Fleiri sólríkar og spennandi útgáfur úr ýmsum áttum eru á leiðinni. Fyrsta plata rapparans Emmsjé Gauta, Bara ég, kemur út síðar í þessum mánuði á vegum Geimsteins. Gauti rappaði með Erpi Eyvindarsyni í laginu Elskum þessar mellur í fyrra og gerir það einnig á nýju plötunni í laginu Hemmi Gunn. Platan á vafalítið eftir að vekja mikið umtal og athygli. Ný plata Gus Gus, Arabian Horse, kemur út 23. maí á vegum Smekkleysu, þar sem Högni Egilsson er gestasöngvari.Önnur plata FM Belfast er væntanleg 3. júní á vegum Morr Music í samstarfi við Kimi Records og verður sveitin dugleg við að spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar. Þrjú ár eru liðin síðan fyrsta plata FM Belfast, How to Make Friends, kom út við mjög góðar undirtektir og verður forvitnilegt að heyra hvernig bandinu tekst að fylgja henni eftir. Sálarplata Bubba Morthens, Ég trúi á þig, kemur út á vegum Senu á 55 ára afmælisdegi rokkarans, 6. júní. Annar reynslubolti, Helgi Björnsson, gefur út sína þriðju plötu með Reiðmönnum vindanna í júní en tvær fyrstu plöturnar hafa selst eins og heitar lummur. Popparinn Jón Jónsson sendir frá sér sína fyrstu plötu í byrjun júlí hjá Senu. Hann hefur átt nokkur vinsæl lög að undanförnu og líklegt má telja að sumarlegir tónar hans eigi eftir að falla vel í kramið. Ný plata frá Mugison þar sem hann syngur á íslensku er einnig á leiðinni. Þetta verður blúsuð þjóðlagaplata og miðað við fyrsta lagið sem hefur heyrst af henni, Haglél, er heldur betur von á góðu.Önnur plata Nolo kemur út í lok júlí á vegum Kimi Records og í ágúst er svo áætluð frá Smekkleysu útgáfa á langþráðri hljóðversplötu frá rokkurunum í Ham. Á meðal annarra væntanlegra útgáfa í sumar er samstarfsverkefni Valdimars Guðmundssonar úr hljómsveitinni Valdimar og Björgvins Ívars Baldurssonar, fyrsta plata Myrru Rósar og ný plata Snorra Helgasonar. Rokkararnir í Reykjavík! eru einnig á leiðinni í hljóðver í næsta mánuði en ekki er ljóst hvort platan kemur út í sumar eða næsta vetur. Slugs, hljómsveit Sindra Eldon, gefur svo út sína aðra plötu í sumar á vegum Smekkleysu. Lay Low verður einnig í hljóðveri í maí og hyggst gera plötu á íslensku við ljóð íslenskra kvenskálda, auk þess sem Legend, ný hljómsveit Krumma Björgvinssonar og Halldórs Björnssonar, gefur út sína fyrstu plötu í sumar. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira