Sigurður Ragnar: Verður sumar ungu stelpnanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2011 07:00 Dagný Brynjarsdóttir, Val, og Kristrún Kristjánsdóttir, Stjörnunni, eigast við í bikarúrslitaleiknum í fyrrahaust. Fréttablaðið/Daníel Valskonur hafa unnið Íslandsmeistarabikarinn fimm ár í röð og tvöfalt undanfarin tvö tímabil. Stóra spurningin fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna er því eins og áður hvort að einhverju lið takist að velta Valsstúlkum af toppnum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur fylgst vel með undirbúningstímabilinu og hann hefur mikla trú á því að Stjörnustúlkur geti gert titilbaráttuna virkilega spennandi í sumar. „Það hefur verið sagt á hverju ári að núna verði deildin jafnari en núna í fyrsta skiptið sé hægt að tala um það að hún verði jafnari fyrir alvöru. Ég á reyndar von á því að þetta verði svolítið einvígi á milli Vals og Stjörnunnar. Mér sýnist þau lið vera pínulítið sterkari en Þór/KA og Breiðablik. ÍBV-liðið er síðan algjört spurningamerki. Við höfum líka verið að sjá lið eins og Fylkir og KR vera gera liðum skráveifu á undirbúningstímabilunu og það getur því allt gerst þar,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Hann segir að það að efnilegustu leikmenn okkar ættu að fá nóg af tækifærum í sumar. „Sumarið í sumar verður sumar ungu stelpnanna. Okkar bestu leikmenn hafa farið margar hverjar í atvinnumennsku, þessar ungu fá þvi núna tækifæri snemma á sínum ferli og við sjáum það eins og á 17 ára landsliðinu okkar að það er geysilega mikið af mjög efnilegum leikmönnum. Þær verða margar í lykilhlutverkum með sínum liðum í sumar,“ segir Sigurður Ragnar. Stjörnukonur unnu Lengjubikarinn á dögunum og Sigurður Ragnar hefur trú á því að Garðabæjarstelpur séu nógu góðar til þess að geta unnið titilinn í haust. „Láki (Þorlákur Árnason) er að gera góða hluti með þær. Þær hafa unnið Val tvisvar með stuttu millibili á undirbúningstímabilinu og hafa svolítinn meðbyr með sér þar,“ segir Sigurður Ragnar sem tekur þó fram að þetta gæti breyst eitthvað styrki lið sig með góðum erlendum leikmönnum eins og hann hefur heyrt einhvern óm af. „Valur hefur aðeins hikstað í sóknarleiknum, rétt eins og Stjarnan sem vantar afgerandi framherja, og þjálfarinn er að reyna að finna taktinn og þróa nýjar leiðir í sókninni. Leikmenn þurfa að venjast því að Dóra María, sem var arkitektinn í liðinu, og Katrín Jónsdóttir, sem var hjartað í liðinu, þær eru farnar og það eru stór skörð,“ segir Sigurður Ragnar sem vill hrósa liði Breiðabliks fyrir að spila mjög skemmtilegan fótbolta. „Breiðablik er nánast eingöngu með uppalda leikmenn og félagið hefur tekið þá stefnu að byggja á þeim. Þær hafa komið mér á óvart á undirbúningstímabilinu með því að spila mun betur en ég átti von á. Það er gaman að horfa á þær spila,“ segir Sigurður Ragnar en hann segir það slæmar fréttir fyrir Þór/KA að Mateja Zver sé meidd. „Ég held að það veiki Þór/KA mikið að Mateja er meidd fyrstu vikurnar. Þær gætu tapað dýrmætum stigum þar. Ég held að á góðum degi geti ÍBV-liðið unnið toppliðin og Þór/KA getur klárlega unnið hvaða lið sem er á góðum degi.” Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Valskonur hafa unnið Íslandsmeistarabikarinn fimm ár í röð og tvöfalt undanfarin tvö tímabil. Stóra spurningin fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna er því eins og áður hvort að einhverju lið takist að velta Valsstúlkum af toppnum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur fylgst vel með undirbúningstímabilinu og hann hefur mikla trú á því að Stjörnustúlkur geti gert titilbaráttuna virkilega spennandi í sumar. „Það hefur verið sagt á hverju ári að núna verði deildin jafnari en núna í fyrsta skiptið sé hægt að tala um það að hún verði jafnari fyrir alvöru. Ég á reyndar von á því að þetta verði svolítið einvígi á milli Vals og Stjörnunnar. Mér sýnist þau lið vera pínulítið sterkari en Þór/KA og Breiðablik. ÍBV-liðið er síðan algjört spurningamerki. Við höfum líka verið að sjá lið eins og Fylkir og KR vera gera liðum skráveifu á undirbúningstímabilunu og það getur því allt gerst þar,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Hann segir að það að efnilegustu leikmenn okkar ættu að fá nóg af tækifærum í sumar. „Sumarið í sumar verður sumar ungu stelpnanna. Okkar bestu leikmenn hafa farið margar hverjar í atvinnumennsku, þessar ungu fá þvi núna tækifæri snemma á sínum ferli og við sjáum það eins og á 17 ára landsliðinu okkar að það er geysilega mikið af mjög efnilegum leikmönnum. Þær verða margar í lykilhlutverkum með sínum liðum í sumar,“ segir Sigurður Ragnar. Stjörnukonur unnu Lengjubikarinn á dögunum og Sigurður Ragnar hefur trú á því að Garðabæjarstelpur séu nógu góðar til þess að geta unnið titilinn í haust. „Láki (Þorlákur Árnason) er að gera góða hluti með þær. Þær hafa unnið Val tvisvar með stuttu millibili á undirbúningstímabilinu og hafa svolítinn meðbyr með sér þar,“ segir Sigurður Ragnar sem tekur þó fram að þetta gæti breyst eitthvað styrki lið sig með góðum erlendum leikmönnum eins og hann hefur heyrt einhvern óm af. „Valur hefur aðeins hikstað í sóknarleiknum, rétt eins og Stjarnan sem vantar afgerandi framherja, og þjálfarinn er að reyna að finna taktinn og þróa nýjar leiðir í sókninni. Leikmenn þurfa að venjast því að Dóra María, sem var arkitektinn í liðinu, og Katrín Jónsdóttir, sem var hjartað í liðinu, þær eru farnar og það eru stór skörð,“ segir Sigurður Ragnar sem vill hrósa liði Breiðabliks fyrir að spila mjög skemmtilegan fótbolta. „Breiðablik er nánast eingöngu með uppalda leikmenn og félagið hefur tekið þá stefnu að byggja á þeim. Þær hafa komið mér á óvart á undirbúningstímabilinu með því að spila mun betur en ég átti von á. Það er gaman að horfa á þær spila,“ segir Sigurður Ragnar en hann segir það slæmar fréttir fyrir Þór/KA að Mateja Zver sé meidd. „Ég held að það veiki Þór/KA mikið að Mateja er meidd fyrstu vikurnar. Þær gætu tapað dýrmætum stigum þar. Ég held að á góðum degi geti ÍBV-liðið unnið toppliðin og Þór/KA getur klárlega unnið hvaða lið sem er á góðum degi.”
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira