Hvernig er velferðin tryggð? Ólafur Stephensen skrifar 13. maí 2011 07:00 Stundum þarf að benda á sjálfsagða hluti, sem eiga að liggja í augum uppi og vera á hvers manns vitorði en eru það af einhverjum orsökum ekki. Þetta er gert í svokallaðri skoðun Viðskiptaráðs, sem sagt var frá hér í blaðinu í vikunni. Viðskiptaráð bendir á þá staðreynd að „sterkur einkageiri og uppbygging atvinnugreina sem skapa verðmæti er forsenda þess að hið opinbera hafi burði til að veita þá þjónustu sem því er falið að veita". Þetta skýra samhengi virðist hins vegar hafa farið að verulegu leyti framhjá þeim sem ráða nú efnahagsstefnunni. Umsvif hins opinbera hafa ekki verið skorin niður til samræmis við samdráttinn í tekjum ríkisins vegna efnahagskreppunnar, heldur hafa verið lagðir stórauknir skattar á atvinnulíf og launþega til að brúa bilið, en um leið er tafið fyrir því að einkageirinn nái sér á strik. Viðskiptaráð hefur reiknað út svokallaðan stuðningsstuðul atvinnulífsins, þ.e. hvað hver starfsmaður í einkageiranum stendur með þeim verðmætum sem hann skapar undir afkomu margra annarra sem eru ýmist starfsmenn hins opinbera eða þiggja af því lífeyri, styrki og bætur. Útkoman er sú að hver starfsmaður á almennum vinnumarkaði stóð á síðasta ári að baki 1,54 öðrum. Hlutfallið hefur hækkað úr 1,29 árið 2007 og byrðar einkageirans því aukizt um tæplega fimmtung. Í skoðun Viðskiptaráðs er bent á það augljósa; að atvinnurekstur sem byggir á einkaframtaki er undirstaða þess velferðarkerfis sem byggt hefur verið upp á Íslandi. Til að stjórnvöld geti staðið við yfirlýst samfélagsleg markmið þurfi þau að tryggja vöxt og viðgang einkageirans og draga úr áherzlum á atvinnugreinar sem geta ekki staðið undir sér sjálfar heldur byggja á ríkisstuðningi. „Lítið fer fyrir áherslum af þessu tagi í stjórnmálaumræðu um þessar mundir," segir Viðskiptaráð og hefur þar alveg rétt fyrir sér. Skattabreytingar, andúðin á erlendum fjárfestingum í atvinnulífinu í stjórnarliðinu og þær grundvallarbreytingar sem nú er lagt til að gerðar verði á fiskveiðistjórnunarkerfinu eru til merkis um að ríkisstjórnin hefur takmarkaðan skilning á þessu augljósa samhengi. Umræðan eftir hrun hefur verið allt of neikvæð í garð atvinnulífsins í heild og full alhæfinga, í stað þess að horft sé á þá þætti sem fóru úrskeiðis og reynt að læra af mistökunum. Þótt útrás í boði bankanna hafi misheppnazt þýðir það ekki að hægt sé að loka íslenzkt atvinnulíf af frá alþjóðavæðingunni; þá dragast lífskjör hér einungis aftur úr því sem gerist í nágrannalöndunum. Þótt stjórnendur einkafyrirtækja hafi gert mistök og keyrt þau í þrot þurfum við áfram á einkarekstri að halda. Þótt of mikil áhætta hafi verið tekin þurfum við áfram á að halda frumkvöðlum sem eru reiðubúnir að hætta fé sínu við uppbyggingu öflugra fyrirtækja, í þeirri von að þau muni skila þeim arði. Allt þetta er áfram nauðsynlegt til að tryggja velferðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Stundum þarf að benda á sjálfsagða hluti, sem eiga að liggja í augum uppi og vera á hvers manns vitorði en eru það af einhverjum orsökum ekki. Þetta er gert í svokallaðri skoðun Viðskiptaráðs, sem sagt var frá hér í blaðinu í vikunni. Viðskiptaráð bendir á þá staðreynd að „sterkur einkageiri og uppbygging atvinnugreina sem skapa verðmæti er forsenda þess að hið opinbera hafi burði til að veita þá þjónustu sem því er falið að veita". Þetta skýra samhengi virðist hins vegar hafa farið að verulegu leyti framhjá þeim sem ráða nú efnahagsstefnunni. Umsvif hins opinbera hafa ekki verið skorin niður til samræmis við samdráttinn í tekjum ríkisins vegna efnahagskreppunnar, heldur hafa verið lagðir stórauknir skattar á atvinnulíf og launþega til að brúa bilið, en um leið er tafið fyrir því að einkageirinn nái sér á strik. Viðskiptaráð hefur reiknað út svokallaðan stuðningsstuðul atvinnulífsins, þ.e. hvað hver starfsmaður í einkageiranum stendur með þeim verðmætum sem hann skapar undir afkomu margra annarra sem eru ýmist starfsmenn hins opinbera eða þiggja af því lífeyri, styrki og bætur. Útkoman er sú að hver starfsmaður á almennum vinnumarkaði stóð á síðasta ári að baki 1,54 öðrum. Hlutfallið hefur hækkað úr 1,29 árið 2007 og byrðar einkageirans því aukizt um tæplega fimmtung. Í skoðun Viðskiptaráðs er bent á það augljósa; að atvinnurekstur sem byggir á einkaframtaki er undirstaða þess velferðarkerfis sem byggt hefur verið upp á Íslandi. Til að stjórnvöld geti staðið við yfirlýst samfélagsleg markmið þurfi þau að tryggja vöxt og viðgang einkageirans og draga úr áherzlum á atvinnugreinar sem geta ekki staðið undir sér sjálfar heldur byggja á ríkisstuðningi. „Lítið fer fyrir áherslum af þessu tagi í stjórnmálaumræðu um þessar mundir," segir Viðskiptaráð og hefur þar alveg rétt fyrir sér. Skattabreytingar, andúðin á erlendum fjárfestingum í atvinnulífinu í stjórnarliðinu og þær grundvallarbreytingar sem nú er lagt til að gerðar verði á fiskveiðistjórnunarkerfinu eru til merkis um að ríkisstjórnin hefur takmarkaðan skilning á þessu augljósa samhengi. Umræðan eftir hrun hefur verið allt of neikvæð í garð atvinnulífsins í heild og full alhæfinga, í stað þess að horft sé á þá þætti sem fóru úrskeiðis og reynt að læra af mistökunum. Þótt útrás í boði bankanna hafi misheppnazt þýðir það ekki að hægt sé að loka íslenzkt atvinnulíf af frá alþjóðavæðingunni; þá dragast lífskjör hér einungis aftur úr því sem gerist í nágrannalöndunum. Þótt stjórnendur einkafyrirtækja hafi gert mistök og keyrt þau í þrot þurfum við áfram á einkarekstri að halda. Þótt of mikil áhætta hafi verið tekin þurfum við áfram á að halda frumkvöðlum sem eru reiðubúnir að hætta fé sínu við uppbyggingu öflugra fyrirtækja, í þeirri von að þau muni skila þeim arði. Allt þetta er áfram nauðsynlegt til að tryggja velferðina.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun