Fréttaskýring: Deila um Schengen 12. maí 2011 09:15 José Manuel Barroso Innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag til að ræða tillögu framkvæmdastjórnar sambandsins um breytingar á Schengen-samkomulaginu. Þær verða svo afgreiddar á fundi leiðtogaráðs sambandsins í júlí. Ágreiningur er milli aðildarríkja Schengen um nýjar heimildir einstakra landa til að taka upp tímabundið landamæraeftirlit, sem Frakkar og Ítalir leggja mikla áherslu á vegna flóttamannastraums frá Norður- Afríku. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ber reyndar til baka fullyrðingar um að breytingarnar séu gerðar eingöngu til þess að bregðast við nýtilkomnum vanda Frakka og Ítala vegna flóttamanna frá Norður-Afríku. Hann segir þetta allt saman hafa verið í undirbúningi síðan á síðasta ári, að því er fram kemur á fréttasíðunni Euractiv.com.Hann gagnrýnir hins vegar Frakka fyrir að fara í kringum núgildandi reglur og hafa í reynd tekið einhliða upp landamæragæslu. Við þessu þurfi að bregðast með því að styrkja sameiginlegu reglurnar. „Ef við styrkjum ekki núverandi reglur munu aðildarríkin halda áfram að grípa til eigin ráðstafana," er haft eftir honum á Euractiv. Fyrir utan víðtækari heimildir til að taka upp vegabréfaeftirlit er gert ráð fyrir að loksins verði lokið við að móta sameiginlega stefnu í málefnum hælisleitenda. Ríkin við norðanvert Miðjarðarhafið, svo sem Grikkland, Spánn og Ítalía, hafa lengi kvartað yfir því að Schengen-kerfið láti þau sitja ein uppi með þann vanda að þurfa að leysa úr málum flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Hundruð þúsunda manna hafa flúið frá Líbíu vegna átakanna þar síðustu mánuði, flest til nágrannalandanna, einkum Túnis og Egyptalands, en tugir þúsunda hafa farið yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu og hundruð þeirra farist á leiðinni. Stór hluti þeirra sem hafa farið til Ítalíu hefur reynt að komast áfram til Frakklands, enda eiga margir þeirra ættingja þar. Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar vísað mörgum til baka til Ítalíu.Upp úr þessu sprettur ágreiningur Ítala og Frakka, sem ýtti undir sameiginlega tillögu þeirra um að breytingum á Schengen-samstarfinu yrði nú hraðað. Þá hefur danska stjórnin ákveðið að hefja reglulegt eftirlit á landamærastöðvum til að hindra för glæpamanna og ólöglegra innflytjenda. Allt verður það innan ramma Schengen-kerfisins, enda verður eftirlitið byggt á handahófskenndum athugunum á ferðafólki. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag til að ræða tillögu framkvæmdastjórnar sambandsins um breytingar á Schengen-samkomulaginu. Þær verða svo afgreiddar á fundi leiðtogaráðs sambandsins í júlí. Ágreiningur er milli aðildarríkja Schengen um nýjar heimildir einstakra landa til að taka upp tímabundið landamæraeftirlit, sem Frakkar og Ítalir leggja mikla áherslu á vegna flóttamannastraums frá Norður- Afríku. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ber reyndar til baka fullyrðingar um að breytingarnar séu gerðar eingöngu til þess að bregðast við nýtilkomnum vanda Frakka og Ítala vegna flóttamanna frá Norður-Afríku. Hann segir þetta allt saman hafa verið í undirbúningi síðan á síðasta ári, að því er fram kemur á fréttasíðunni Euractiv.com.Hann gagnrýnir hins vegar Frakka fyrir að fara í kringum núgildandi reglur og hafa í reynd tekið einhliða upp landamæragæslu. Við þessu þurfi að bregðast með því að styrkja sameiginlegu reglurnar. „Ef við styrkjum ekki núverandi reglur munu aðildarríkin halda áfram að grípa til eigin ráðstafana," er haft eftir honum á Euractiv. Fyrir utan víðtækari heimildir til að taka upp vegabréfaeftirlit er gert ráð fyrir að loksins verði lokið við að móta sameiginlega stefnu í málefnum hælisleitenda. Ríkin við norðanvert Miðjarðarhafið, svo sem Grikkland, Spánn og Ítalía, hafa lengi kvartað yfir því að Schengen-kerfið láti þau sitja ein uppi með þann vanda að þurfa að leysa úr málum flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Hundruð þúsunda manna hafa flúið frá Líbíu vegna átakanna þar síðustu mánuði, flest til nágrannalandanna, einkum Túnis og Egyptalands, en tugir þúsunda hafa farið yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu og hundruð þeirra farist á leiðinni. Stór hluti þeirra sem hafa farið til Ítalíu hefur reynt að komast áfram til Frakklands, enda eiga margir þeirra ættingja þar. Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar vísað mörgum til baka til Ítalíu.Upp úr þessu sprettur ágreiningur Ítala og Frakka, sem ýtti undir sameiginlega tillögu þeirra um að breytingum á Schengen-samstarfinu yrði nú hraðað. Þá hefur danska stjórnin ákveðið að hefja reglulegt eftirlit á landamærastöðvum til að hindra för glæpamanna og ólöglegra innflytjenda. Allt verður það innan ramma Schengen-kerfisins, enda verður eftirlitið byggt á handahófskenndum athugunum á ferðafólki. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira