Fyrsti maí - dagur samstöðu Elín Björg Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2011 06:00 Fyrsti maí – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Í raun þarf ekki að segja mikið meira um þennan dag en bara þetta; mikilvægi hans og hlutverk liggur í þessum orðum. Um þennan dag liggur órofa þráður allt frá frönsku byltingunni til launafólks nútímans. Það var á hundrað ára afmæli byltingarinnar, árið 1889, þegar ákveðið var að þessi dagur skyldi helgaður baráttu verkafólks um allan heim. Hingað barst hefðin árið 1923 þegar fyrsta kröfugangan var farin. Og á morgun göngum við enn. Við göngum til að minnast unninna sigra, til að minnast genginna kynslóða og áunninna réttinda. Við göngum til að heiðra forgöngumenn og konur sem börðust fyrir réttindum sem við teljum í dag sjálfsögð. Sem börðust fyrir átta stunda vinnudegi, betri vinnuaðstöðu, bættum kjörum, öflugu velferðarkerfi og mannsæmandi húsnæði. Börðust og höfðu sigur. Þeirra minnumst við nú. En fyrsti maí er ekki bara minningarhátíð, öðru nær. Um leið og við lítum til fortíðar er nauðsynlegt að horfa einnig fram á veg. Horfa til þess sem er óunnið og þar er af nógu að taka. Undanfarin ár hafa verið okkur erfið og endurreisn íslensks samfélags hefur kostað okkur miklar fórnir. Launafólk hefur þurft að taka á sig kjaraskerðingu og ótal margir hafa misst vinnuna. Langtímaatvinnuleysi er orðið vandamál í íslensku samfélagi. Skorið hefur verið niður og nú er svo komið að sjálfu velferðarkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar, er hætta búin. Þar verður einfaldlega ekki skorið meira niður eigi að viðhalda því öryggisneti sem velferðarkerfið er og forfeður okkar komu á fót, oftar en ekki við mjög erfiðar aðstæður. Fyrsti maí á að brýna okkur til góðra verka. Hann á að efla samstöðu okkar, hvetja okkur til að taka höndum saman og byggja upp réttlátt þjóðfélag. Öll hljótum við að vilja réttlátt þjóðfélag og ef viljinn er til staðar er annað einungis úrlausnarefni. Vissulega flókið, en með samstöðu okkar allra tekst okkur ætlunarverkið. BSRB hefur margoft lýst sig reiðubúið til viðræðna um breytta samfélagsgerð, um uppbyggingu þjóðfélagsins. Slíkar viðræður eiga hins vegar að vera ótengdar kjarasamningum. Það er sorgleg staðreynd að fyrsti maí renni nú upp og enn sé ósamið eftir að kjarasamningar hafa verið lausir í hálft ár. Það er fráleit staða að ríkisvaldið og sveitarfélögin hafi ekki getu og kjark til að ganga frá samningum við sína starfsmenn, heldur láti lítinn hluta atvinnurekenda ráða för í kjarasamningum. Slíkt ber ekki vott um virðingu fyrir starfsmönnum. Stjórn BSRB hefur samþykkt ályktun þar sem fjármálaráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg eru hvött til að viðurkenna ábyrgð gagnvart starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra. Það er þjóðfélagsleg nauðsyn að ljúka gera kjarasamninga án tafar. Látum fyrsta maí blása okkur bjartsýnisanda í brjóst. Látum hann verða til að sameina okkur til að bæta samfélagið. Látum hann efla samkenndina með okkur sem er samfélaginu nauðsynleg. Tökum saman höndum og tökum til starfa. Gleðilegan fyrsta maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrsti maí – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Í raun þarf ekki að segja mikið meira um þennan dag en bara þetta; mikilvægi hans og hlutverk liggur í þessum orðum. Um þennan dag liggur órofa þráður allt frá frönsku byltingunni til launafólks nútímans. Það var á hundrað ára afmæli byltingarinnar, árið 1889, þegar ákveðið var að þessi dagur skyldi helgaður baráttu verkafólks um allan heim. Hingað barst hefðin árið 1923 þegar fyrsta kröfugangan var farin. Og á morgun göngum við enn. Við göngum til að minnast unninna sigra, til að minnast genginna kynslóða og áunninna réttinda. Við göngum til að heiðra forgöngumenn og konur sem börðust fyrir réttindum sem við teljum í dag sjálfsögð. Sem börðust fyrir átta stunda vinnudegi, betri vinnuaðstöðu, bættum kjörum, öflugu velferðarkerfi og mannsæmandi húsnæði. Börðust og höfðu sigur. Þeirra minnumst við nú. En fyrsti maí er ekki bara minningarhátíð, öðru nær. Um leið og við lítum til fortíðar er nauðsynlegt að horfa einnig fram á veg. Horfa til þess sem er óunnið og þar er af nógu að taka. Undanfarin ár hafa verið okkur erfið og endurreisn íslensks samfélags hefur kostað okkur miklar fórnir. Launafólk hefur þurft að taka á sig kjaraskerðingu og ótal margir hafa misst vinnuna. Langtímaatvinnuleysi er orðið vandamál í íslensku samfélagi. Skorið hefur verið niður og nú er svo komið að sjálfu velferðarkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar, er hætta búin. Þar verður einfaldlega ekki skorið meira niður eigi að viðhalda því öryggisneti sem velferðarkerfið er og forfeður okkar komu á fót, oftar en ekki við mjög erfiðar aðstæður. Fyrsti maí á að brýna okkur til góðra verka. Hann á að efla samstöðu okkar, hvetja okkur til að taka höndum saman og byggja upp réttlátt þjóðfélag. Öll hljótum við að vilja réttlátt þjóðfélag og ef viljinn er til staðar er annað einungis úrlausnarefni. Vissulega flókið, en með samstöðu okkar allra tekst okkur ætlunarverkið. BSRB hefur margoft lýst sig reiðubúið til viðræðna um breytta samfélagsgerð, um uppbyggingu þjóðfélagsins. Slíkar viðræður eiga hins vegar að vera ótengdar kjarasamningum. Það er sorgleg staðreynd að fyrsti maí renni nú upp og enn sé ósamið eftir að kjarasamningar hafa verið lausir í hálft ár. Það er fráleit staða að ríkisvaldið og sveitarfélögin hafi ekki getu og kjark til að ganga frá samningum við sína starfsmenn, heldur láti lítinn hluta atvinnurekenda ráða för í kjarasamningum. Slíkt ber ekki vott um virðingu fyrir starfsmönnum. Stjórn BSRB hefur samþykkt ályktun þar sem fjármálaráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg eru hvött til að viðurkenna ábyrgð gagnvart starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra. Það er þjóðfélagsleg nauðsyn að ljúka gera kjarasamninga án tafar. Látum fyrsta maí blása okkur bjartsýnisanda í brjóst. Látum hann verða til að sameina okkur til að bæta samfélagið. Látum hann efla samkenndina með okkur sem er samfélaginu nauðsynleg. Tökum saman höndum og tökum til starfa. Gleðilegan fyrsta maí.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun