Indversk-íslenska skapalónið Össur Skarphéðinsson skrifar 26. apríl 2011 06:00 Indland er meðal þeirra ríkja sem hafa jafnan reynst Íslendingum vel. Sögulega ber hæst drengilegan stuðning Indverja við okkur í þorskastríðunum, þegar Íslendingar færðu út fiskveiðilögsöguna. Við öttum þá kappi við hina sömu og Indverjar höfðu áður undir forystu Mahatma Gandhi og Jawarlalah Nehrú glímt við um frelsi og sjálfstæði Indlands. Allar götur síðan hafa gagnvegir legið millum þessara tveggja ólíku þjóða. Stuðningurinn í IcesaveSterk vinátta Indverja við Ísland birtist okkur í Icesave-deilunni þegar efnahagsáætlun okkar var tekin í gíslingu af Bretum og Hollendingum. Indverjar voru þá í hópi fjarlægra en öflugra stórþjóða sem utanríkisráðuneytið íslenska fékk til að tala máli Íslands í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sá stuðningur reyndist ómetanlegur, og verður formlega þakkaður á fundi mínum með indverska utanríkisráðherranum í heimsókn minni til Indlands sem nú stendur yfir í boði þarlendra stjórnvalda. Samskipti þjóðanna hafa vaxið hratt á allra síðustu árum. Það má meðal annars rekja til aukinna tengsla stjórnvalda beggja ríkjanna, en opnun sendiráðanna í Delhí og Reykjavík lagði grunn að framtíðarsamstarfi á fjölmörgum sviðum. Saman hafa stjórnvöld ríkjanna, ekki síst fyrir tilstilli sendiráðanna, unnið markvisst að því að ryðja úr vegi margvíslegum tálmum í viðskiptum þjóðanna. Þau hafa vaxið jafnt og þétt, ekki síst allra síðustu árin. Indlandi er spáð að verða fjölmennasta ríki veraldar um miðja öldina, með 1,6 milljarð þegna. Á sama tíma er talið að landið verði orðið þriðja mesta efnahagsveldi heimsins, á eftir Kína og Bandaríkjunum. Síðustu áratugi hefur efnahagur Indverja dafnað ár frá ári, einkum fyrir tilstilli Íslandsvinarins Manmohan Singh, en í tíð hans sem fjármálaráðherra hófust miklar efnahagsumbætur. Singh er í dag forsætisráðherra Indlands. Kreppa síðustu ára lét Indverja óáreitta og á þessu ári spáir til AGS ríflega 8 % hagvexti í landinu. Árangurinn sést á því að á ári hverju færast á milli 10-20 milljónir manna úr sárri fátækt upp í millistéttina. Fyrir Ísland liggja því miklir möguleikar í að rækta sem nánust og mest tengsl við Indverja á öllum sviðum viðskipta og menningar. Margvísleg viðskiptafæriÍslendingar búa yfir margvíslegri tækni sem Indverjar geta nýtt sér. Sérstakir möguleikar liggja á ýmsum sviðum orkumála. Gömul flekamót með jarðhita liggja um stóran hluta Indlands, og bjartsýnir Indverjar telja mögulegt að búa til 10 þúsund megavött úr jarðhita á 340 stöðum í landinu. Fyrstu indversku námsmennirnir koma síðar á árinu til náms við jarðhitaháskóla SÞ á Íslandi, og þessa dagana er verið að ganga frá fyrsta samningnum um litla jarðhitavirkjun. Hún verður vonandi einungis hin fyrsta af mörgum. Íslendingar eru þegar byrjaðir að vinna með Indverjum að gerð smávirkjana ofar snjólínu í Himalayafjöllum, stærri verkefni kann að reka í kjölfarið, og áform hafa verið um samstarf á sviði jarðskjálftarannsókna. Indverjar eru olíuríki og í framtíðinni vildum við gjarnan eiga við þá samvinnu á sviði olíu- og gasvinnslu við Ísland. Sólarorka er komin á dagskrá Indverja, og til að nýta sólina þurfa þeir búnað úr kísil, og segja sjálfir að hvergi í heiminum yrði jafnhagkvæmt að framleiða búnaðinn og á Íslandi. Þeir kunna öðrum þjóðum betur að leggja fjarskiptastrengi um höf og óformlegar viðræður hafa verið við þá um lagningu fjarskiptastrengja yfir Atlantshaf með gagnaver í huga. Fjöldi ferðamanna frá Indlandi til Íslands er ennþá lítill, en hefur tvöfaldast á örskömmum tíma. Þar liggja mikil tækifæri, og fundi mínum og indverska ferðamálaráðherrans í vikunni var hann mjög eindreginn í stuðningi sínum við að koma Íslandi á kort hins indverska ferðalangs. Indverjar eru mesta kvikmyndaþjóð veraldar og Bollywood er að leita sér að nýjum stöðum og nýju landslagi. Samstarf á sviði kvikmynda yrði hvalreki fyrir hinn þróttmikla og vaxandi kvikmyndaiðnað á Íslandi. Indland er spútník á sviði hugbúnaðariðju og samstarf íslenskra sprota í þeirri grein við indversk fyrirtæki er þegar hafið. Aukin efni vaxandi millistéttar á Indlandi skapa íslenskum fyrirtækjum jafnframt tækifæri til að setja upp útstöðvar á Indlandi í framtíðinni. Nú þegar hafa ýmsir af vaxtarbroddum íslensks atvinnulífs, einsog Actavis, Prómens og nafni minn Össur, slegið tjaldhælum sínum í indverska jörð. Dýrmætt samstarfSamstarf einsog Íslendingar eiga við Indland er dýrmætt. Þeir hafa reynst okkur vel, og á alþjóðavettvangi höfum við endurgoldið það með stuðningi okkar við mál sem þá varða. Við erum eitt minnsta lýðræðisríki í heimi, en þeir hið stærsta. Samstarf þjóðanna tveggja speglar vissa ljóðræna fegurð því það dregur upp upp mynd af því hvernig gerólíkar þjóðir geta hagað samskiptum sínum af gagnkvæmri virðingu þrátt fyrir víðáttumun um stærð, íbúafjölda, menningu og staðsetningu á hnettinum. Í því felst skapalón að því hvernig heimurinn ætti að vera. Skrifað í Delhí bak páskum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Indland er meðal þeirra ríkja sem hafa jafnan reynst Íslendingum vel. Sögulega ber hæst drengilegan stuðning Indverja við okkur í þorskastríðunum, þegar Íslendingar færðu út fiskveiðilögsöguna. Við öttum þá kappi við hina sömu og Indverjar höfðu áður undir forystu Mahatma Gandhi og Jawarlalah Nehrú glímt við um frelsi og sjálfstæði Indlands. Allar götur síðan hafa gagnvegir legið millum þessara tveggja ólíku þjóða. Stuðningurinn í IcesaveSterk vinátta Indverja við Ísland birtist okkur í Icesave-deilunni þegar efnahagsáætlun okkar var tekin í gíslingu af Bretum og Hollendingum. Indverjar voru þá í hópi fjarlægra en öflugra stórþjóða sem utanríkisráðuneytið íslenska fékk til að tala máli Íslands í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sá stuðningur reyndist ómetanlegur, og verður formlega þakkaður á fundi mínum með indverska utanríkisráðherranum í heimsókn minni til Indlands sem nú stendur yfir í boði þarlendra stjórnvalda. Samskipti þjóðanna hafa vaxið hratt á allra síðustu árum. Það má meðal annars rekja til aukinna tengsla stjórnvalda beggja ríkjanna, en opnun sendiráðanna í Delhí og Reykjavík lagði grunn að framtíðarsamstarfi á fjölmörgum sviðum. Saman hafa stjórnvöld ríkjanna, ekki síst fyrir tilstilli sendiráðanna, unnið markvisst að því að ryðja úr vegi margvíslegum tálmum í viðskiptum þjóðanna. Þau hafa vaxið jafnt og þétt, ekki síst allra síðustu árin. Indlandi er spáð að verða fjölmennasta ríki veraldar um miðja öldina, með 1,6 milljarð þegna. Á sama tíma er talið að landið verði orðið þriðja mesta efnahagsveldi heimsins, á eftir Kína og Bandaríkjunum. Síðustu áratugi hefur efnahagur Indverja dafnað ár frá ári, einkum fyrir tilstilli Íslandsvinarins Manmohan Singh, en í tíð hans sem fjármálaráðherra hófust miklar efnahagsumbætur. Singh er í dag forsætisráðherra Indlands. Kreppa síðustu ára lét Indverja óáreitta og á þessu ári spáir til AGS ríflega 8 % hagvexti í landinu. Árangurinn sést á því að á ári hverju færast á milli 10-20 milljónir manna úr sárri fátækt upp í millistéttina. Fyrir Ísland liggja því miklir möguleikar í að rækta sem nánust og mest tengsl við Indverja á öllum sviðum viðskipta og menningar. Margvísleg viðskiptafæriÍslendingar búa yfir margvíslegri tækni sem Indverjar geta nýtt sér. Sérstakir möguleikar liggja á ýmsum sviðum orkumála. Gömul flekamót með jarðhita liggja um stóran hluta Indlands, og bjartsýnir Indverjar telja mögulegt að búa til 10 þúsund megavött úr jarðhita á 340 stöðum í landinu. Fyrstu indversku námsmennirnir koma síðar á árinu til náms við jarðhitaháskóla SÞ á Íslandi, og þessa dagana er verið að ganga frá fyrsta samningnum um litla jarðhitavirkjun. Hún verður vonandi einungis hin fyrsta af mörgum. Íslendingar eru þegar byrjaðir að vinna með Indverjum að gerð smávirkjana ofar snjólínu í Himalayafjöllum, stærri verkefni kann að reka í kjölfarið, og áform hafa verið um samstarf á sviði jarðskjálftarannsókna. Indverjar eru olíuríki og í framtíðinni vildum við gjarnan eiga við þá samvinnu á sviði olíu- og gasvinnslu við Ísland. Sólarorka er komin á dagskrá Indverja, og til að nýta sólina þurfa þeir búnað úr kísil, og segja sjálfir að hvergi í heiminum yrði jafnhagkvæmt að framleiða búnaðinn og á Íslandi. Þeir kunna öðrum þjóðum betur að leggja fjarskiptastrengi um höf og óformlegar viðræður hafa verið við þá um lagningu fjarskiptastrengja yfir Atlantshaf með gagnaver í huga. Fjöldi ferðamanna frá Indlandi til Íslands er ennþá lítill, en hefur tvöfaldast á örskömmum tíma. Þar liggja mikil tækifæri, og fundi mínum og indverska ferðamálaráðherrans í vikunni var hann mjög eindreginn í stuðningi sínum við að koma Íslandi á kort hins indverska ferðalangs. Indverjar eru mesta kvikmyndaþjóð veraldar og Bollywood er að leita sér að nýjum stöðum og nýju landslagi. Samstarf á sviði kvikmynda yrði hvalreki fyrir hinn þróttmikla og vaxandi kvikmyndaiðnað á Íslandi. Indland er spútník á sviði hugbúnaðariðju og samstarf íslenskra sprota í þeirri grein við indversk fyrirtæki er þegar hafið. Aukin efni vaxandi millistéttar á Indlandi skapa íslenskum fyrirtækjum jafnframt tækifæri til að setja upp útstöðvar á Indlandi í framtíðinni. Nú þegar hafa ýmsir af vaxtarbroddum íslensks atvinnulífs, einsog Actavis, Prómens og nafni minn Össur, slegið tjaldhælum sínum í indverska jörð. Dýrmætt samstarfSamstarf einsog Íslendingar eiga við Indland er dýrmætt. Þeir hafa reynst okkur vel, og á alþjóðavettvangi höfum við endurgoldið það með stuðningi okkar við mál sem þá varða. Við erum eitt minnsta lýðræðisríki í heimi, en þeir hið stærsta. Samstarf þjóðanna tveggja speglar vissa ljóðræna fegurð því það dregur upp upp mynd af því hvernig gerólíkar þjóðir geta hagað samskiptum sínum af gagnkvæmri virðingu þrátt fyrir víðáttumun um stærð, íbúafjölda, menningu og staðsetningu á hnettinum. Í því felst skapalón að því hvernig heimurinn ætti að vera. Skrifað í Delhí bak páskum.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar