Gnarr sýnd á Tribeca-hátíðinni 20. apríl 2011 13:00 „Það er mjög gleðilegt að komast inn á svona stóra og flotta hátíð. Þetta verður ofsalega gaman," segir leikstjórinn Gaukur Úlfarsson. Heimildarmynd hans, Gnarr, verður sýnd þrívegis á kvikmyndahátíðinni Tribeca í New York um páskana og verður frumsýningin á föstudaginn langa. Myndin fjallar um ævintýralega leið Besta flokksins í borgarstjórn með Jón Gnarr fremstan í flokki. Gaukur, Jón, Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, og framleiðendur myndarinnar verða viðstödd hátíðina og munu þau dvelja í fimm daga í Stóra eplinu. Tribeca er ein stærsta kvikmyndahátíð heims og á hverju ári stendur valið á milli þúsunda heimildarmynda. Aðeins um fimmtíu eru valdar á hátíðina og er því um mikinn heiður að ræða fyrir Gauk og félaga. „Ef þú ert ekki að gera Hollywood-stórmynd er þetta leiðin til að fanga athyglina. Því betri sem hátíðin er, þeim mun meiri athygli fær myndin," segir hann. Gaukur og Jón Gnarr munu sitja fyrir svörum á laugardaginn á uppákomu á vegum fyrirtækisins Apple, sem öllum er boðið á. Aðrir leikstjórar og leikarar sem sitja fyrir svörum síðar á hátíðinni eru Will Ferrell, Ed Burns og Eva Mendes. Að Tribeca-hátíðinni lokinni verður Gnarr sýnd á stærstu heimildarmyndahátíð Norður-Ameríku, Short Docs, í Toronto í Kanda. Íslenska heimildarmyndin Feathered Cocaine, sem fjallar um fálkasmygl, var einmitt sýnd bæði á þeirri hátíð og á Tribeca rétt eins og Gnarr. Sú mynd vakti verulega athygli og hver veit nema Gnarr eigi eftir að njóta sömu hylli. - fb Lífið Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira
„Það er mjög gleðilegt að komast inn á svona stóra og flotta hátíð. Þetta verður ofsalega gaman," segir leikstjórinn Gaukur Úlfarsson. Heimildarmynd hans, Gnarr, verður sýnd þrívegis á kvikmyndahátíðinni Tribeca í New York um páskana og verður frumsýningin á föstudaginn langa. Myndin fjallar um ævintýralega leið Besta flokksins í borgarstjórn með Jón Gnarr fremstan í flokki. Gaukur, Jón, Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, og framleiðendur myndarinnar verða viðstödd hátíðina og munu þau dvelja í fimm daga í Stóra eplinu. Tribeca er ein stærsta kvikmyndahátíð heims og á hverju ári stendur valið á milli þúsunda heimildarmynda. Aðeins um fimmtíu eru valdar á hátíðina og er því um mikinn heiður að ræða fyrir Gauk og félaga. „Ef þú ert ekki að gera Hollywood-stórmynd er þetta leiðin til að fanga athyglina. Því betri sem hátíðin er, þeim mun meiri athygli fær myndin," segir hann. Gaukur og Jón Gnarr munu sitja fyrir svörum á laugardaginn á uppákomu á vegum fyrirtækisins Apple, sem öllum er boðið á. Aðrir leikstjórar og leikarar sem sitja fyrir svörum síðar á hátíðinni eru Will Ferrell, Ed Burns og Eva Mendes. Að Tribeca-hátíðinni lokinni verður Gnarr sýnd á stærstu heimildarmyndahátíð Norður-Ameríku, Short Docs, í Toronto í Kanda. Íslenska heimildarmyndin Feathered Cocaine, sem fjallar um fálkasmygl, var einmitt sýnd bæði á þeirri hátíð og á Tribeca rétt eins og Gnarr. Sú mynd vakti verulega athygli og hver veit nema Gnarr eigi eftir að njóta sömu hylli. - fb
Lífið Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira