Kveðum burt leiðindin Mörður Árnason skrifar 7. apríl 2011 08:00 Sama hvað gerist á laugardaginn: Ekkert íslenskt barn fer í breska kolanámu, og hákarlarnir sigla áfram sinn sjó. Kostirnir eru einfaldlega ekki himnaríki og helvíti. Samt skiptir þjóðaratkvæðagreiðslan miklu máli. Líklegt er samt að nei-úrslit framlengi deyfð og drunga í íslensku samfélagi, auki óvissuna um framtíð fjölskyldna og fyrirtækja, viðhaldi atvinnuleysi og fátækt, tefji bæði efnalega og andlega endurreisn – og efli þar með á misrétti og úlfúð krepputímanna. Ennþá meira af leiðindum. Já á laugardaginn – það mundi hinsvegar sýna að þjóðin sé komin af sjálfsvorkunnarstiginu og farin að glíma af raunsæi við verkefnin sem fyrir liggja. Já merkir líka að hér fer fólk sem gengst við ábyrgð og stendur við skuldbindingar. Því hversu sárt sem hundsbitið kann að hafa verið þá var það sannarlega íslenskt hundsbit – íslenskra auðjöfra og íslenskra stjórnmálamanna, sem við sjálf vorum svo vitlaus að kjósa. Icesave hefur tafið og þvælst fyrir, ruglað í ríminu og valdið áköfum og þrúgandi leiðindum í þjóðlífinu. Þannig var það bara, og hvert mep sínum hætti höfum við tekið þátt í þessu havaríi. Niðurstaðan er fyrir samningur sem flestir fyrri efasemdarmenn telja ásættanlegan ef ekki beinlínis hagstæðan. Nú er að kveða burt leiðindin – og það getum við á laugardaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Sama hvað gerist á laugardaginn: Ekkert íslenskt barn fer í breska kolanámu, og hákarlarnir sigla áfram sinn sjó. Kostirnir eru einfaldlega ekki himnaríki og helvíti. Samt skiptir þjóðaratkvæðagreiðslan miklu máli. Líklegt er samt að nei-úrslit framlengi deyfð og drunga í íslensku samfélagi, auki óvissuna um framtíð fjölskyldna og fyrirtækja, viðhaldi atvinnuleysi og fátækt, tefji bæði efnalega og andlega endurreisn – og efli þar með á misrétti og úlfúð krepputímanna. Ennþá meira af leiðindum. Já á laugardaginn – það mundi hinsvegar sýna að þjóðin sé komin af sjálfsvorkunnarstiginu og farin að glíma af raunsæi við verkefnin sem fyrir liggja. Já merkir líka að hér fer fólk sem gengst við ábyrgð og stendur við skuldbindingar. Því hversu sárt sem hundsbitið kann að hafa verið þá var það sannarlega íslenskt hundsbit – íslenskra auðjöfra og íslenskra stjórnmálamanna, sem við sjálf vorum svo vitlaus að kjósa. Icesave hefur tafið og þvælst fyrir, ruglað í ríminu og valdið áköfum og þrúgandi leiðindum í þjóðlífinu. Þannig var það bara, og hvert mep sínum hætti höfum við tekið þátt í þessu havaríi. Niðurstaðan er fyrir samningur sem flestir fyrri efasemdarmenn telja ásættanlegan ef ekki beinlínis hagstæðan. Nú er að kveða burt leiðindin – og það getum við á laugardaginn.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar