Fyrstu tölur verða klárar fyrir ellefu 6. apríl 2011 04:30 Í atkvæðagreiðslunni í fyrra voru allir atkvæðaseðlar fluttir til Reykjavíkur til talningar. Nú verður talið í hverju kjördæmi. Fréttablaðið/Stefán Von er á fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-samninginn á laugardag fyrir klukkan ellefu um kvöldið. Þær munu líkast til koma úr Norðausturkjördæmi, ef marka má orð formanns yfirkjörstjórnar kjördæmisins en hann er sá eini sem segist sannfærður um að hægt verði að kynna tölur fyrir þann tíma. „Það er alveg klárt," segir Páll Hlöðversson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. „Við verðum tilbúin með fyrstu tölur nálægt ellefu, jafnvel enn fyrr." Formenn yfirkjörstjórna í Norðvestur-, Suður- og Suðvesturkjördæmum segjast stefna að því að kynna fyrstu tölur klukkan ellefu, og í Reykjavík er talað um að fyrstu tölur verði líklega tilbúnar „einhvern tíma á tólfta tímanum". Talning hefst í öllum kjördæmum á slaginu tíu en í þremur kjördæmum stendur til að byrja að flokka atkvæðin nokkrum klukkustundum fyrr. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í Norðausturkjördæmi verða kjörkassarnir hins vegar ekki opnaðir fyrr en klukkan tíu. Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að það verði gert til að taka enga óþarfa áhættu, í ljósi ógildingar Hæstaréttar á kosningunum til stjórnlagaþings. Með hliðsjón af þeirri ákvörðun hefur landskjörstjórn nú skipað tólf manns sem umboðsmenn ólíkra sjónarmiða í Icesave-málinu, tvo í hverju kjördæmi, til að fylgjast með á kjörstöðum og að talningin fari rétt fram. Óljóst er hvenær talningu mun ljúka en líklega er það mjög breytilegt eftir kjördæmum. Í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi búast menn við því að lokatölur gætu legið fyrir um klukkan tvö. Í landsbyggðarkjördæmunum er óvissan meiri, enda þarf í mörgum tilfellum að flytja kjörkassa um langan veg á talningarstaði. Ekið verður með kjörkassa frá Höfn í Hornafirði á Selfoss klukkan tíu. Sá akstur tekur fjóra tíma, og þá á eftir að telja atkvæðin. Þá er það einnig háð veðri á kjördag hvort hægt verður að fljúga með atkvæði frá Ísafirði til Akraness, enda þarf góð veðurskilyrði til að hægt sé að fljúga þar í myrkri. Annars þarf að aka langa leið. Ef allt gengur hins vegar að óskum má búast við að endanlegar tölur af landinu öllu liggi fyrir í síðasta lagi á fimmta tímanum. stigur@frettabladid.is Icesave Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Von er á fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-samninginn á laugardag fyrir klukkan ellefu um kvöldið. Þær munu líkast til koma úr Norðausturkjördæmi, ef marka má orð formanns yfirkjörstjórnar kjördæmisins en hann er sá eini sem segist sannfærður um að hægt verði að kynna tölur fyrir þann tíma. „Það er alveg klárt," segir Páll Hlöðversson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. „Við verðum tilbúin með fyrstu tölur nálægt ellefu, jafnvel enn fyrr." Formenn yfirkjörstjórna í Norðvestur-, Suður- og Suðvesturkjördæmum segjast stefna að því að kynna fyrstu tölur klukkan ellefu, og í Reykjavík er talað um að fyrstu tölur verði líklega tilbúnar „einhvern tíma á tólfta tímanum". Talning hefst í öllum kjördæmum á slaginu tíu en í þremur kjördæmum stendur til að byrja að flokka atkvæðin nokkrum klukkustundum fyrr. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í Norðausturkjördæmi verða kjörkassarnir hins vegar ekki opnaðir fyrr en klukkan tíu. Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að það verði gert til að taka enga óþarfa áhættu, í ljósi ógildingar Hæstaréttar á kosningunum til stjórnlagaþings. Með hliðsjón af þeirri ákvörðun hefur landskjörstjórn nú skipað tólf manns sem umboðsmenn ólíkra sjónarmiða í Icesave-málinu, tvo í hverju kjördæmi, til að fylgjast með á kjörstöðum og að talningin fari rétt fram. Óljóst er hvenær talningu mun ljúka en líklega er það mjög breytilegt eftir kjördæmum. Í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi búast menn við því að lokatölur gætu legið fyrir um klukkan tvö. Í landsbyggðarkjördæmunum er óvissan meiri, enda þarf í mörgum tilfellum að flytja kjörkassa um langan veg á talningarstaði. Ekið verður með kjörkassa frá Höfn í Hornafirði á Selfoss klukkan tíu. Sá akstur tekur fjóra tíma, og þá á eftir að telja atkvæðin. Þá er það einnig háð veðri á kjördag hvort hægt verður að fljúga með atkvæði frá Ísafirði til Akraness, enda þarf góð veðurskilyrði til að hægt sé að fljúga þar í myrkri. Annars þarf að aka langa leið. Ef allt gengur hins vegar að óskum má búast við að endanlegar tölur af landinu öllu liggi fyrir í síðasta lagi á fimmta tímanum. stigur@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira