Kostnaðurinn ekki þekkt stærð 1. apríl 2011 03:00 Jón Helgi Egilsson Það eru einkum óvissa um gengi krónunnar, heimtur úr þrotabúi Landsbankans og hvenær greitt verður út úr því sem veldur óvissu um hversu háar fjárhæðir gætu lent á íslenskum almenningi verði Icesave-samningurinn samþykktur, segir Jón Helgi Egilsson, hagfræðingur og meðlimur í Advice-hópnum. „Í fyrsta lagi er spurning um gengið sem menn eru að miða við. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25 prósent. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg,“ segir Jón Helgi. „Svo er spurning hvaða gengi við eigum að miða við. Gengi dagsins er vegna gjaldeyrishafta. Ef við miðum við aflandskrónur er gengið 35 prósentum lægra,“ segir Jón. „Það er því firra að tala um að kostnaðurinn sé þekkt stærð. Þetta er opinn tékki og kostnaðurinn getur legið á bilinu frá litlu upp í hundruð milljarða króna,“ segir hann. „Rannsóknir sýna að raungengi gjaldmiðils getur verið víðsfjarri langtímameðaltali í fjölda ára. Það getur náð jafnvægi á Íslandi með hlutfallslega hárri verðbólgu. Auk þess þess getur raungengi náð jafnvægi í gegnum hlutfallslega háa verðbólgu á Íslandi og það þýðir skert lífskjör,“ segir Jón Helgi. Samninganefndin gerir ráð fyrir að greitt verði mjög hratt út úr þrotabúi Landsbankans, en tæplega þriðjungur af búinu er skulda- og hlutabréf í nýja Landsbankanum, segir Jón Helgi. Gengið sé út frá því að þessi bréf verði seld, og þá sé spurningin hverjir greiði skuldabréfið á endanum. Jón Helgi segir það á endanum falla á viðskiptavini bankans. „Ég á eftir að sjá að það sé svona auðvelt að selja þessi hluta- og skuldabréf í nýja Landsbankanum og fá gjaldeyri fyrir og að slíkt hafi ekki áhrif á gengi,“ segir Jón Helgi. „Svo getum við ekki látið sem eignaverð í heiminum sveiflist ekki; jafnvel skráðar eignir sveiflast töluvert mikið. Eignirnar eru fjárhagsleg áhætta sem bætist við gengisáhættu og áhættu vegna áætlunar um útgreiðslur. Lítil töf þar skiptir milljörðum,“ segir Jón Helgi. „Þetta er alls ekki fast í hendi enda vilja Bretar og Hollendingar ekki snerta á þessu. Af hverju ættu íslenskir skattgreiðendur að taka á sig alla áhættu þegar ávinningurinn rennur til innistæðueigenda og stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi vegna neyðarlaganna?“ Fréttir Icesave Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Það eru einkum óvissa um gengi krónunnar, heimtur úr þrotabúi Landsbankans og hvenær greitt verður út úr því sem veldur óvissu um hversu háar fjárhæðir gætu lent á íslenskum almenningi verði Icesave-samningurinn samþykktur, segir Jón Helgi Egilsson, hagfræðingur og meðlimur í Advice-hópnum. „Í fyrsta lagi er spurning um gengið sem menn eru að miða við. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25 prósent. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg,“ segir Jón Helgi. „Svo er spurning hvaða gengi við eigum að miða við. Gengi dagsins er vegna gjaldeyrishafta. Ef við miðum við aflandskrónur er gengið 35 prósentum lægra,“ segir Jón. „Það er því firra að tala um að kostnaðurinn sé þekkt stærð. Þetta er opinn tékki og kostnaðurinn getur legið á bilinu frá litlu upp í hundruð milljarða króna,“ segir hann. „Rannsóknir sýna að raungengi gjaldmiðils getur verið víðsfjarri langtímameðaltali í fjölda ára. Það getur náð jafnvægi á Íslandi með hlutfallslega hárri verðbólgu. Auk þess þess getur raungengi náð jafnvægi í gegnum hlutfallslega háa verðbólgu á Íslandi og það þýðir skert lífskjör,“ segir Jón Helgi. Samninganefndin gerir ráð fyrir að greitt verði mjög hratt út úr þrotabúi Landsbankans, en tæplega þriðjungur af búinu er skulda- og hlutabréf í nýja Landsbankanum, segir Jón Helgi. Gengið sé út frá því að þessi bréf verði seld, og þá sé spurningin hverjir greiði skuldabréfið á endanum. Jón Helgi segir það á endanum falla á viðskiptavini bankans. „Ég á eftir að sjá að það sé svona auðvelt að selja þessi hluta- og skuldabréf í nýja Landsbankanum og fá gjaldeyri fyrir og að slíkt hafi ekki áhrif á gengi,“ segir Jón Helgi. „Svo getum við ekki látið sem eignaverð í heiminum sveiflist ekki; jafnvel skráðar eignir sveiflast töluvert mikið. Eignirnar eru fjárhagsleg áhætta sem bætist við gengisáhættu og áhættu vegna áætlunar um útgreiðslur. Lítil töf þar skiptir milljörðum,“ segir Jón Helgi. „Þetta er alls ekki fast í hendi enda vilja Bretar og Hollendingar ekki snerta á þessu. Af hverju ættu íslenskir skattgreiðendur að taka á sig alla áhættu þegar ávinningurinn rennur til innistæðueigenda og stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi vegna neyðarlaganna?“
Fréttir Icesave Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira