Erlent

Líkin finnast enn út um allt

Geislavirkni könnuð Starfsmenn Fukushima-sýslu taka sýni í grennd við kjarnorkuverið.fréttablaðið/AP
Geislavirkni könnuð Starfsmenn Fukushima-sýslu taka sýni í grennd við kjarnorkuverið.fréttablaðið/AP
„Við erum að finna lík út um allt – í bifreiðum, í ám, undir rústum og úti á götum," segir lögreglumaður í Fukushima, sem varð afar illa úti í hamförunum 11. mars.

Tugir þúsunda íbúa í Fukushima hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna hættu á geislamengun frá kjarnorkuverinu þar. Ekki þykir einu sinni óhætt lengur að fólk leiti í rústum heimila sinna vegna geislamengunar.

Til þessa hefur verið staðfest að 11 þúsund manns eru látnir.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×