Misskilningur ritstjóra 1. apríl 2011 06:00 guðl Ólafur Stephensen ritstjóri skrifar leiðara í Fréttablaðið laugardaginn 26. mars. Ritstjórinn fellur þar í þá gryfju að endurtaka ónákvæmni um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og færa ábyrgð á stöðunni þaðan sem hún á heima. Fyrir 14 árum sömdu heildarsamtök opinberra starfsmanna og fjármálaráðuneytið um breytingar á lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna, en hann virkaði þá nánast sem gegnumstreymissjóður. Áhvíldum skuldbindingum sjóðsins var komið fyrir í B-deild og henni lokað fyrir nýjum félögum. Þetta var árið 1997. Nýir starfsmenn, og þeir eldri sem það kusu, fóru inn í A-deild, en þar eru greiðslur samtímagreiddar, þar sem ákveðið var að koma í veg fyrir frekari uppsöfnun á skuldbindingum vegna lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna. Ríkisvaldið hefur hins vegar ekki greitt það sem því ber inn í B-deildina og því hefur safnast þar upp 350 milljarða skuld, ekki 500 milljarðar eins og ritstjórinn ræddi um. Það var val launagreiðandans, ríkisvaldsins, að nota það fé í önnur verkefni; um það höfðu opinberir starfsmenn ekkert að segja. Að frumkvæði opinberra starfsmanna eru nú hafnar viðræður um hvernig sú uppsöfnun verður greidd niður. Mikilvægt er að hafa í huga að B-deildin á fyrir skuldbindingum sínum til áranna 2023-2025. Hefjist reglulegar innágreiðslur nú þegar, er um að ræða 7-8 milljarða króna á ári þar til sjóðurinn hefur verið gerður upp. En hver eru hin raunverulegu lífeyriskjör og þýðir þetta að opinberir starfsmenn fái í raun mun hærri upphæðir til framfærslu í ellinni en aðrir? Svo er alls ekki og raunar hafa forystumenn BSRB og BHM bent á að þegar launa- og lífeyriskjör yfir ævina eru skoðuð saman, það er ævitekjur, fá opinberir starfsmenn lægri greiðslur en þeir á almenna markaðnum. Lög tryggja öllum að lágmarki 184.140 krónur á mánuði í lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Greiðslur úr lífeyrissjóðum dragast frá þeirri upphæð. Almennt fá lífeyrisþegar úr opinberu sjóðunum hærri greiðslur þaðan og þar af leiðandi lægri frá Tryggingastofnun. Þeir sem hafa lakari lífeyri, svo sem starfsmenn á almenna markaðnum, þiggja hins vegar hærri greiðslur frá Tryggingastofnun. Þessi mál þarf því að kanna í samhengi og opinberir starfsmenn hafa hafið þá vinnu. Fróðlegt verður að sjá niðurstöðurnar og hver er skuldbinding ríkissjóðs, í gegnum Tryggingastofnun, vegna lífeyrisþega úr almennu lífeyrissjóðunum. Falin skuldbinding ríkissjóðs vegna sjóðfélaga almennu sjóðanna er því gríðarlega mikil. Ríkissjóður er öryggisnetið og greiðslan lendir á Tryggingastofnun standi lífeyrissjóðir ekki undir henni. Það er því í raun ekki skrýtið að atvinnurekendur vilji heldur halda iðgjöldum í sjóðina lágum, ríkið hleypur undir bagga með þeim hvort eð er. Í þessu samhengi þarf einnig að skoða skuldbindinguna varðandi B-deildina; 350 milljarða króna. Hve hár hluti hennar fer aftur í ríkissjóð í formi skatta? Hversu mikið lækka greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins vegna útgreiðslna B-deildarinnar? Allt þetta þarf að kanna áður en farið er af stað, líkt og ritstjórinn gerir, og fullyrt að lífeyrisskuldbindingar gagnvart opinberum starfsmönnum vinni á einhvern hátt gegn skattgreiðendum. Um nokkra hríð hefur staðið yfir vinna til samræmingar nýs lífeyriskerfis í landinu. Það er stórmerkileg vinna og í fyrsta sinn í sögunni sem allir aðilar koma með opnum huga að slíku borði. Það er leitt að órökstuddar upphrópanir, bæði þeirra sem standa í vinnunni og þeirra sem standa utan hennar, skuli skemma fyrir því góða samstarfi sem þar er rækt.eir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
guðl Ólafur Stephensen ritstjóri skrifar leiðara í Fréttablaðið laugardaginn 26. mars. Ritstjórinn fellur þar í þá gryfju að endurtaka ónákvæmni um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og færa ábyrgð á stöðunni þaðan sem hún á heima. Fyrir 14 árum sömdu heildarsamtök opinberra starfsmanna og fjármálaráðuneytið um breytingar á lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna, en hann virkaði þá nánast sem gegnumstreymissjóður. Áhvíldum skuldbindingum sjóðsins var komið fyrir í B-deild og henni lokað fyrir nýjum félögum. Þetta var árið 1997. Nýir starfsmenn, og þeir eldri sem það kusu, fóru inn í A-deild, en þar eru greiðslur samtímagreiddar, þar sem ákveðið var að koma í veg fyrir frekari uppsöfnun á skuldbindingum vegna lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna. Ríkisvaldið hefur hins vegar ekki greitt það sem því ber inn í B-deildina og því hefur safnast þar upp 350 milljarða skuld, ekki 500 milljarðar eins og ritstjórinn ræddi um. Það var val launagreiðandans, ríkisvaldsins, að nota það fé í önnur verkefni; um það höfðu opinberir starfsmenn ekkert að segja. Að frumkvæði opinberra starfsmanna eru nú hafnar viðræður um hvernig sú uppsöfnun verður greidd niður. Mikilvægt er að hafa í huga að B-deildin á fyrir skuldbindingum sínum til áranna 2023-2025. Hefjist reglulegar innágreiðslur nú þegar, er um að ræða 7-8 milljarða króna á ári þar til sjóðurinn hefur verið gerður upp. En hver eru hin raunverulegu lífeyriskjör og þýðir þetta að opinberir starfsmenn fái í raun mun hærri upphæðir til framfærslu í ellinni en aðrir? Svo er alls ekki og raunar hafa forystumenn BSRB og BHM bent á að þegar launa- og lífeyriskjör yfir ævina eru skoðuð saman, það er ævitekjur, fá opinberir starfsmenn lægri greiðslur en þeir á almenna markaðnum. Lög tryggja öllum að lágmarki 184.140 krónur á mánuði í lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Greiðslur úr lífeyrissjóðum dragast frá þeirri upphæð. Almennt fá lífeyrisþegar úr opinberu sjóðunum hærri greiðslur þaðan og þar af leiðandi lægri frá Tryggingastofnun. Þeir sem hafa lakari lífeyri, svo sem starfsmenn á almenna markaðnum, þiggja hins vegar hærri greiðslur frá Tryggingastofnun. Þessi mál þarf því að kanna í samhengi og opinberir starfsmenn hafa hafið þá vinnu. Fróðlegt verður að sjá niðurstöðurnar og hver er skuldbinding ríkissjóðs, í gegnum Tryggingastofnun, vegna lífeyrisþega úr almennu lífeyrissjóðunum. Falin skuldbinding ríkissjóðs vegna sjóðfélaga almennu sjóðanna er því gríðarlega mikil. Ríkissjóður er öryggisnetið og greiðslan lendir á Tryggingastofnun standi lífeyrissjóðir ekki undir henni. Það er því í raun ekki skrýtið að atvinnurekendur vilji heldur halda iðgjöldum í sjóðina lágum, ríkið hleypur undir bagga með þeim hvort eð er. Í þessu samhengi þarf einnig að skoða skuldbindinguna varðandi B-deildina; 350 milljarða króna. Hve hár hluti hennar fer aftur í ríkissjóð í formi skatta? Hversu mikið lækka greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins vegna útgreiðslna B-deildarinnar? Allt þetta þarf að kanna áður en farið er af stað, líkt og ritstjórinn gerir, og fullyrt að lífeyrisskuldbindingar gagnvart opinberum starfsmönnum vinni á einhvern hátt gegn skattgreiðendum. Um nokkra hríð hefur staðið yfir vinna til samræmingar nýs lífeyriskerfis í landinu. Það er stórmerkileg vinna og í fyrsta sinn í sögunni sem allir aðilar koma með opnum huga að slíku borði. Það er leitt að órökstuddar upphrópanir, bæði þeirra sem standa í vinnunni og þeirra sem standa utan hennar, skuli skemma fyrir því góða samstarfi sem þar er rækt.eir
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun