Sá allra besti í bransanum 5. apríl 2011 00:00 Fatahönnuðurinn Riccardo Tisci hefur fært tískuhúsið Givenchy í nýjar hæðir með þunglyndislegri og látlausri hönnun sinni sem slegið hefur í gegn. Tisci tók við af Julien Macdonald sem yfirhönnuður Givenchy árið 2005 og hefur síðan þá bætt hægt og rólega við aðdáendahóp sinn, sem nú inniheldur einstaklinga á borð við Nicole Richie, Kate Moss, Florence Welch og Carine Roitfeld. Anna Della Russo, listrænn stjórnandi japanska Vogue, sagði að lokinni tískusýningu Givenchy um síðustu helgi: „Hann hefur þroskast mikið sem listamaður. Mér þótti Givenchy-sýningin sú besta það sem af er árinu."Haustlínan 2011 innihélt skemmtilegar peysur, „pin up" sólgleraugu, gegnsæjar skyrtur og pilsfalda og myndir af Betty Page og svörtum pardusum. Þetta hljómar ef til vill eins og undarlegur hrærigrautur en Tisci frumsýndi heilsteypta og fallega línu og þar liggur snilld hans sem hönnuðar.Tisci átti einnig eina fallegustu „couture"-vorlínu 2011. Að hans sögn sótti hann innblástur til japanska dansarans Kazuo Ohno og vélmenna og tók það um 4.000 klukkustundir að sauma hverja flík. -smCarine Roitfeld, fyrrum ritstjóri Vogue, og Riccardo Tisci eru miklir vinir. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Fatahönnuðurinn Riccardo Tisci hefur fært tískuhúsið Givenchy í nýjar hæðir með þunglyndislegri og látlausri hönnun sinni sem slegið hefur í gegn. Tisci tók við af Julien Macdonald sem yfirhönnuður Givenchy árið 2005 og hefur síðan þá bætt hægt og rólega við aðdáendahóp sinn, sem nú inniheldur einstaklinga á borð við Nicole Richie, Kate Moss, Florence Welch og Carine Roitfeld. Anna Della Russo, listrænn stjórnandi japanska Vogue, sagði að lokinni tískusýningu Givenchy um síðustu helgi: „Hann hefur þroskast mikið sem listamaður. Mér þótti Givenchy-sýningin sú besta það sem af er árinu."Haustlínan 2011 innihélt skemmtilegar peysur, „pin up" sólgleraugu, gegnsæjar skyrtur og pilsfalda og myndir af Betty Page og svörtum pardusum. Þetta hljómar ef til vill eins og undarlegur hrærigrautur en Tisci frumsýndi heilsteypta og fallega línu og þar liggur snilld hans sem hönnuðar.Tisci átti einnig eina fallegustu „couture"-vorlínu 2011. Að hans sögn sótti hann innblástur til japanska dansarans Kazuo Ohno og vélmenna og tók það um 4.000 klukkustundir að sauma hverja flík. -smCarine Roitfeld, fyrrum ritstjóri Vogue, og Riccardo Tisci eru miklir vinir.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira