Samstaða um að koma Gaddafí frá 30. mars 2011 01:00 Þung á brún David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fjölmennum ráðherrafundi í Lundúnum í gær. Meðal þátttakenda á fundinum var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.fréttablaðið/AP „Það er engin framtíð lengur fyrir Líbíu með Gaddafí við stjórnvölinn,“ sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að lokinni alþjóðlegri ráðstefnu í Lundúnum um hernaðaraðgerðirnar í Líbíu. Á fundinum í Lundúnum var samþykkt að halda áfram loftárásum á liðsmenn Gaddafís og fylgja eftir loftferðabanni og vopnasölubanni, ásamt því að þrýsta á Gaddafí að láta undan uppreisnarmönnum. „Gaddafí hefur enn ekki látið af völdum, og þangað til hann gerir það verður Líbía hættulegur staður,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að fundinum loknum. Á fundinum voru utanríkisráðherrar næstum því fjörutíu ríkja, þar á meðal NATO-ríkjanna og aðildarríkja Arababandalagsins, ásamt Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO, Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Catherine Ashton, utanríkismálafulltrúa Evrópusambandsins, og Hesham Youssef, fulltrúa Arababandalagsins. „Við vorum öll sammála um að Gaddafí og stjórn hans hefðu glatað öllu réttmæti og yrðu dregin til ábyrgðar vegna gerða sinna,“ sagði Hague, ánægður með að samstaða hefði verið svona mikil. Þrátt fyrir það berast enn misvísandi yfirlýsingar um markmið árásanna og enn virðist óljóst hver verkaskipting eigi að vera með Bandaríkjunum, NATO og einstaka aðildarríkjum NATO um bæði yfirstjórn og framkvæmd árásanna. Barack Obama Bandaríkjaforseti notaði ávarp sitt til þjóðarinnar á mánudagskvöld til að réttlæta þátttöku Bandaríkjamanna í aðgerðunum í Líbíu. „Hernaðaraðgerðir okkar hafa það þrönga markmið að bjarga mannslífum,“ sagði hann, en sagðist þó ætla að taka þátt með öðrum ríkjum í því að beita Gaddafí þrýstingi í von um að hann léti af völdum. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
„Það er engin framtíð lengur fyrir Líbíu með Gaddafí við stjórnvölinn,“ sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að lokinni alþjóðlegri ráðstefnu í Lundúnum um hernaðaraðgerðirnar í Líbíu. Á fundinum í Lundúnum var samþykkt að halda áfram loftárásum á liðsmenn Gaddafís og fylgja eftir loftferðabanni og vopnasölubanni, ásamt því að þrýsta á Gaddafí að láta undan uppreisnarmönnum. „Gaddafí hefur enn ekki látið af völdum, og þangað til hann gerir það verður Líbía hættulegur staður,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að fundinum loknum. Á fundinum voru utanríkisráðherrar næstum því fjörutíu ríkja, þar á meðal NATO-ríkjanna og aðildarríkja Arababandalagsins, ásamt Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO, Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Catherine Ashton, utanríkismálafulltrúa Evrópusambandsins, og Hesham Youssef, fulltrúa Arababandalagsins. „Við vorum öll sammála um að Gaddafí og stjórn hans hefðu glatað öllu réttmæti og yrðu dregin til ábyrgðar vegna gerða sinna,“ sagði Hague, ánægður með að samstaða hefði verið svona mikil. Þrátt fyrir það berast enn misvísandi yfirlýsingar um markmið árásanna og enn virðist óljóst hver verkaskipting eigi að vera með Bandaríkjunum, NATO og einstaka aðildarríkjum NATO um bæði yfirstjórn og framkvæmd árásanna. Barack Obama Bandaríkjaforseti notaði ávarp sitt til þjóðarinnar á mánudagskvöld til að réttlæta þátttöku Bandaríkjamanna í aðgerðunum í Líbíu. „Hernaðaraðgerðir okkar hafa það þrönga markmið að bjarga mannslífum,“ sagði hann, en sagðist þó ætla að taka þátt með öðrum ríkjum í því að beita Gaddafí þrýstingi í von um að hann léti af völdum. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira