Sniðugheit í veislunni 23. mars 2011 16:33 Praktískt og drjúgt veisluborð sem kostar ekki of mikið. Pitsusneiðar, einfaldar kökur, karamelluepli, poppkorn, appelsínusafi og fleira til. Fermingarveislur eru í dag með margbreytilegu sniði. Orðtækið að „ekkert skuli til sparað" þarf ekki að þýða að kostnaðurinn þurfi að vera í formi peninga. Hugmyndaflugið getur ekki síður gert veisluna ógleymanlega en beinharðir peningar. Húsnæðið: Hrein heimili eru alltaf falleg heimili og það kostar lítið (sápuvatn dugir vel) að þrífa eins og forsetinn sé að koma í heimsókn. Ef fólk býr í litlu rými og einblínir á sal er verðugt að athuga hvort ömmur, afar eða aðrir náskyldir ættingjar sem búa á fleiri fermetrum séu til í að leggja til húsnæði. Það sakar í það minnsta ekki að spyrja, sérstaklega veisluglaða fólkið, sem finnst fátt skemmtilegra en bjóða heim.Gerbakstur er ódýr en ljúffengur, hvort sem það eru brauðbollur, kanilsnúðar eða pitsusnúðar.Maturinn: Víða um heim er það þekktur siður að hver og einn meðlimur í stórfjölskyldu fermingarbarnsins leggi til eina köku eða einn rétt. Ef ekki er stemning fyrir því er hægt að drýgja veisluborðið með fjölbreyttum snakk- og smáréttum sem kosta ekki mikið. Aðrir góðir smáréttir geta verið rifnar kartöfluflögur, heimagerðkaramella sem hægt er að skera í bita, sleikipinnar fyrir yngstu kynslóðina (smart að stinga þeim jafnvel í melónu) og alls kyns gerbakstur er ódýr en ljúffengur. Má þar nefna pitsusnúða, kanilsnúða og brauðbollur.Hægt er að taka upp á ýmsu í fermingarveitingunum. Til dæmis að setja vel saltað poppkorn í plastmál sem hver og einn gestur getur haldið á.Poppkorn er sívinsælt. Bæði er hægt að búa til skemmtilega bíóstemningu og setja popp í plastmál og salta vel eða skella því í skálar á veisluborðið sjálft.Fánaskreytingar geta verið einkar hátíðlegar.Skreytingar:Aukaskreytingar geta svo einfaldlega verið æðislegar blöðrur í litaþema. Í Partíbúðinni er hægt að kaupa blöðrur í stykkjatali eftir litum og velja þannig kannski vorþema – bara grænar blöðrur. Þjóðfáninn setur svo alltaf hátíðlegan blæ í skreytingar veisluborðsins.Ef fermingin er haldin í apríl og maí er líklegt að páskaliljurnar séu komnar upp ásamt fleiru. Ódýr og falleg skreyting á fermingarborðið.Margar fermingarveislur eru í apríl og maí þegar fyrstu krókusarnir eru að koma upp. Það er því engin bjartsýni að taka það sem komið er upp úti í garði í fermingarskreytingarnar. Páskaliljur og annar vorgróður gerir veisluna vorlega og bjarta. Fermingar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Fermingarveislur eru í dag með margbreytilegu sniði. Orðtækið að „ekkert skuli til sparað" þarf ekki að þýða að kostnaðurinn þurfi að vera í formi peninga. Hugmyndaflugið getur ekki síður gert veisluna ógleymanlega en beinharðir peningar. Húsnæðið: Hrein heimili eru alltaf falleg heimili og það kostar lítið (sápuvatn dugir vel) að þrífa eins og forsetinn sé að koma í heimsókn. Ef fólk býr í litlu rými og einblínir á sal er verðugt að athuga hvort ömmur, afar eða aðrir náskyldir ættingjar sem búa á fleiri fermetrum séu til í að leggja til húsnæði. Það sakar í það minnsta ekki að spyrja, sérstaklega veisluglaða fólkið, sem finnst fátt skemmtilegra en bjóða heim.Gerbakstur er ódýr en ljúffengur, hvort sem það eru brauðbollur, kanilsnúðar eða pitsusnúðar.Maturinn: Víða um heim er það þekktur siður að hver og einn meðlimur í stórfjölskyldu fermingarbarnsins leggi til eina köku eða einn rétt. Ef ekki er stemning fyrir því er hægt að drýgja veisluborðið með fjölbreyttum snakk- og smáréttum sem kosta ekki mikið. Aðrir góðir smáréttir geta verið rifnar kartöfluflögur, heimagerðkaramella sem hægt er að skera í bita, sleikipinnar fyrir yngstu kynslóðina (smart að stinga þeim jafnvel í melónu) og alls kyns gerbakstur er ódýr en ljúffengur. Má þar nefna pitsusnúða, kanilsnúða og brauðbollur.Hægt er að taka upp á ýmsu í fermingarveitingunum. Til dæmis að setja vel saltað poppkorn í plastmál sem hver og einn gestur getur haldið á.Poppkorn er sívinsælt. Bæði er hægt að búa til skemmtilega bíóstemningu og setja popp í plastmál og salta vel eða skella því í skálar á veisluborðið sjálft.Fánaskreytingar geta verið einkar hátíðlegar.Skreytingar:Aukaskreytingar geta svo einfaldlega verið æðislegar blöðrur í litaþema. Í Partíbúðinni er hægt að kaupa blöðrur í stykkjatali eftir litum og velja þannig kannski vorþema – bara grænar blöðrur. Þjóðfáninn setur svo alltaf hátíðlegan blæ í skreytingar veisluborðsins.Ef fermingin er haldin í apríl og maí er líklegt að páskaliljurnar séu komnar upp ásamt fleiru. Ódýr og falleg skreyting á fermingarborðið.Margar fermingarveislur eru í apríl og maí þegar fyrstu krókusarnir eru að koma upp. Það er því engin bjartsýni að taka það sem komið er upp úti í garði í fermingarskreytingarnar. Páskaliljur og annar vorgróður gerir veisluna vorlega og bjarta.
Fermingar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira