Sniðugheit í veislunni 23. mars 2011 16:33 Praktískt og drjúgt veisluborð sem kostar ekki of mikið. Pitsusneiðar, einfaldar kökur, karamelluepli, poppkorn, appelsínusafi og fleira til. Fermingarveislur eru í dag með margbreytilegu sniði. Orðtækið að „ekkert skuli til sparað" þarf ekki að þýða að kostnaðurinn þurfi að vera í formi peninga. Hugmyndaflugið getur ekki síður gert veisluna ógleymanlega en beinharðir peningar. Húsnæðið: Hrein heimili eru alltaf falleg heimili og það kostar lítið (sápuvatn dugir vel) að þrífa eins og forsetinn sé að koma í heimsókn. Ef fólk býr í litlu rými og einblínir á sal er verðugt að athuga hvort ömmur, afar eða aðrir náskyldir ættingjar sem búa á fleiri fermetrum séu til í að leggja til húsnæði. Það sakar í það minnsta ekki að spyrja, sérstaklega veisluglaða fólkið, sem finnst fátt skemmtilegra en bjóða heim.Gerbakstur er ódýr en ljúffengur, hvort sem það eru brauðbollur, kanilsnúðar eða pitsusnúðar.Maturinn: Víða um heim er það þekktur siður að hver og einn meðlimur í stórfjölskyldu fermingarbarnsins leggi til eina köku eða einn rétt. Ef ekki er stemning fyrir því er hægt að drýgja veisluborðið með fjölbreyttum snakk- og smáréttum sem kosta ekki mikið. Aðrir góðir smáréttir geta verið rifnar kartöfluflögur, heimagerðkaramella sem hægt er að skera í bita, sleikipinnar fyrir yngstu kynslóðina (smart að stinga þeim jafnvel í melónu) og alls kyns gerbakstur er ódýr en ljúffengur. Má þar nefna pitsusnúða, kanilsnúða og brauðbollur.Hægt er að taka upp á ýmsu í fermingarveitingunum. Til dæmis að setja vel saltað poppkorn í plastmál sem hver og einn gestur getur haldið á.Poppkorn er sívinsælt. Bæði er hægt að búa til skemmtilega bíóstemningu og setja popp í plastmál og salta vel eða skella því í skálar á veisluborðið sjálft.Fánaskreytingar geta verið einkar hátíðlegar.Skreytingar:Aukaskreytingar geta svo einfaldlega verið æðislegar blöðrur í litaþema. Í Partíbúðinni er hægt að kaupa blöðrur í stykkjatali eftir litum og velja þannig kannski vorþema – bara grænar blöðrur. Þjóðfáninn setur svo alltaf hátíðlegan blæ í skreytingar veisluborðsins.Ef fermingin er haldin í apríl og maí er líklegt að páskaliljurnar séu komnar upp ásamt fleiru. Ódýr og falleg skreyting á fermingarborðið.Margar fermingarveislur eru í apríl og maí þegar fyrstu krókusarnir eru að koma upp. Það er því engin bjartsýni að taka það sem komið er upp úti í garði í fermingarskreytingarnar. Páskaliljur og annar vorgróður gerir veisluna vorlega og bjarta. Fermingar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Fermingarveislur eru í dag með margbreytilegu sniði. Orðtækið að „ekkert skuli til sparað" þarf ekki að þýða að kostnaðurinn þurfi að vera í formi peninga. Hugmyndaflugið getur ekki síður gert veisluna ógleymanlega en beinharðir peningar. Húsnæðið: Hrein heimili eru alltaf falleg heimili og það kostar lítið (sápuvatn dugir vel) að þrífa eins og forsetinn sé að koma í heimsókn. Ef fólk býr í litlu rými og einblínir á sal er verðugt að athuga hvort ömmur, afar eða aðrir náskyldir ættingjar sem búa á fleiri fermetrum séu til í að leggja til húsnæði. Það sakar í það minnsta ekki að spyrja, sérstaklega veisluglaða fólkið, sem finnst fátt skemmtilegra en bjóða heim.Gerbakstur er ódýr en ljúffengur, hvort sem það eru brauðbollur, kanilsnúðar eða pitsusnúðar.Maturinn: Víða um heim er það þekktur siður að hver og einn meðlimur í stórfjölskyldu fermingarbarnsins leggi til eina köku eða einn rétt. Ef ekki er stemning fyrir því er hægt að drýgja veisluborðið með fjölbreyttum snakk- og smáréttum sem kosta ekki mikið. Aðrir góðir smáréttir geta verið rifnar kartöfluflögur, heimagerðkaramella sem hægt er að skera í bita, sleikipinnar fyrir yngstu kynslóðina (smart að stinga þeim jafnvel í melónu) og alls kyns gerbakstur er ódýr en ljúffengur. Má þar nefna pitsusnúða, kanilsnúða og brauðbollur.Hægt er að taka upp á ýmsu í fermingarveitingunum. Til dæmis að setja vel saltað poppkorn í plastmál sem hver og einn gestur getur haldið á.Poppkorn er sívinsælt. Bæði er hægt að búa til skemmtilega bíóstemningu og setja popp í plastmál og salta vel eða skella því í skálar á veisluborðið sjálft.Fánaskreytingar geta verið einkar hátíðlegar.Skreytingar:Aukaskreytingar geta svo einfaldlega verið æðislegar blöðrur í litaþema. Í Partíbúðinni er hægt að kaupa blöðrur í stykkjatali eftir litum og velja þannig kannski vorþema – bara grænar blöðrur. Þjóðfáninn setur svo alltaf hátíðlegan blæ í skreytingar veisluborðsins.Ef fermingin er haldin í apríl og maí er líklegt að páskaliljurnar séu komnar upp ásamt fleiru. Ódýr og falleg skreyting á fermingarborðið.Margar fermingarveislur eru í apríl og maí þegar fyrstu krókusarnir eru að koma upp. Það er því engin bjartsýni að taka það sem komið er upp úti í garði í fermingarskreytingarnar. Páskaliljur og annar vorgróður gerir veisluna vorlega og bjarta.
Fermingar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira