Innlent

Safnar upplýsingum um Icesave á netinu

Kosið verður á ný um Icesave þann 9. apríl. Fannar Páll safnar umfjöllun um málið inn á síðuna icesave.net. 
fréttablaðið/pjetur
Kosið verður á ný um Icesave þann 9. apríl. Fannar Páll safnar umfjöllun um málið inn á síðuna icesave.net. fréttablaðið/pjetur
Ungur meistaranemi í Kaupmannahöfn, Fannar Páll Aðalsteinsson, hefur stofnað heimasíðuna Icesave.net. Síðan á að vera hlutlaus vettvangur sem safnar umfjöllun um mismunandi afstöðu til málsins, segir Fannar. Fólk geti þá skoðað ólík sjónarmið og myndað sér upplýsta skoðun áður en gengið verður til kosninga þann 9. apríl.

„Ég sjálfur er ekki búinn að mynda mér skoðun, og finnst erfitt að mynda mér hana þegar umræðan er öll úti um allt," segir hann um ástæðu þess að hann ákvað að stofna síðuna. Hann segir margt flott fólk vera að tjá sig um mismunandi afstöðu til málsins, en til að finna allar greinar og kynna sér málið þurfi virkilega að hafa fyrir því og fylgjast með öllum miðlum. Hann vonast til þess að sem flestir taki vel upplýsta og ígrundaða ákvörðun.

Á síðunni safnar Fannar saman fréttum, greinum og pistlum um málið og birtir einnig myndbönd. Hann hvetur fólk jafnframt til að hafa samband á síðunni ef því finnst eitthvað vanta í umræðuna og ef það vill benda á áhugaverða umfjöllun. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×