Hafnar 500 milljóna boði í brunareitshús 18. mars 2011 07:00 Nýbyggingar risnar úr öskunni Húsin í Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 eyðilögðust í stórbruna í apríl fyrir þremur árum. Í maí verða ný hús á reitnum tilbúin.Fréttablaðið/GVA Laugavegur 4 og 6 Endurgerðinni er að ljúka og leigjendur taka við 1. apríl. Áætlað er að framkvæmdum við uppbyggingu á Laugavegi 4 og 6 og á brunareitnum svokallaða við Lækjartorg ljúki á næstu vikum. Í apríl verða húsin á Laugavegi tilbúin og byggingarnar á brunareitnum í maí. Allar þessar byggingar eru reistar af Reykjavíkurborg. Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs, segir bæði Laugaveg 4 og 6 vera komna í útleigu og verða afhenta leigjendum 1. apríl. Fyrirtækið Timberland hyggist opna verslun á Laugavegi 6 og félagið Power muni reka lífsstílsbúð á Laugavegi 4. Við Lækjartorg hafa eigendur Fiskmarkaðarins tryggt sér fyrstu hæðina og kjallarann í svokölluð Nýja bíós húsi í Austurstræti 22b. Þar á að vera veitingastaður á tveimur hæðum. Efri hæðirnar tvær í því húsi eru enn lausar. Þær eru ætlaðar fyrir skrifstofur eða vinnustofur. Í húsinu við Lækjargötu 2 hefur skartgripa- og úraverslunin Leonard leigt rými. Þar verður einnig Nordic Store sem sérhæfir sig í íslenskum vörum. Í Austurstræti 22 – nýja húsinu sem snýr út að Lækjartorgi – verður heilsuveitingastaðurinn Happ. Að sögn Kristínar Einarsdóttur vill borgin allt eins selja húsin á brunareitnum. „Við viljum selja húsin í einu lagi enda eru þau á einni lóð,“ segir Kristín. Hún bætir við að enginn verðmiði sé á eignunum en að öllum sé frjálst að gera tilboð. Reyndar hafi nokkrum tilboðum þegar verið hafnað því að þau hafi ekki verið nógu há. „Það hafa engin alvörutilboð komið. Ég kalla það að minnsta kosti ekki alvöru eins og einn aðili nefndi við mig að hann vildi borga fimm hundruð milljónir fyrir eignirnar,“ segir Kristín. Að frádregnu tryggingarfé greiddi borgin 369 milljónir fyrir byggingarréttinn á brunareitnum. Áætlaður byggingarkostnaður er í kringum eitt þúsund milljónir króna. Kostnaðurinn nálgast því hálfan annan milljarð. Byggingarkostnaður við Laugaveg 4 og 6 er um 130 milljónir. Borgin keypti þær eignir ásamt Skólavörðustíg 1a með byggingarrétti á 560 milljónir króna. Húsin þrjú standa á sameiginlegum reit og þar er enn hægt að byggja töluvert á baklóðinni. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Laugavegur 4 og 6 Endurgerðinni er að ljúka og leigjendur taka við 1. apríl. Áætlað er að framkvæmdum við uppbyggingu á Laugavegi 4 og 6 og á brunareitnum svokallaða við Lækjartorg ljúki á næstu vikum. Í apríl verða húsin á Laugavegi tilbúin og byggingarnar á brunareitnum í maí. Allar þessar byggingar eru reistar af Reykjavíkurborg. Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs, segir bæði Laugaveg 4 og 6 vera komna í útleigu og verða afhenta leigjendum 1. apríl. Fyrirtækið Timberland hyggist opna verslun á Laugavegi 6 og félagið Power muni reka lífsstílsbúð á Laugavegi 4. Við Lækjartorg hafa eigendur Fiskmarkaðarins tryggt sér fyrstu hæðina og kjallarann í svokölluð Nýja bíós húsi í Austurstræti 22b. Þar á að vera veitingastaður á tveimur hæðum. Efri hæðirnar tvær í því húsi eru enn lausar. Þær eru ætlaðar fyrir skrifstofur eða vinnustofur. Í húsinu við Lækjargötu 2 hefur skartgripa- og úraverslunin Leonard leigt rými. Þar verður einnig Nordic Store sem sérhæfir sig í íslenskum vörum. Í Austurstræti 22 – nýja húsinu sem snýr út að Lækjartorgi – verður heilsuveitingastaðurinn Happ. Að sögn Kristínar Einarsdóttur vill borgin allt eins selja húsin á brunareitnum. „Við viljum selja húsin í einu lagi enda eru þau á einni lóð,“ segir Kristín. Hún bætir við að enginn verðmiði sé á eignunum en að öllum sé frjálst að gera tilboð. Reyndar hafi nokkrum tilboðum þegar verið hafnað því að þau hafi ekki verið nógu há. „Það hafa engin alvörutilboð komið. Ég kalla það að minnsta kosti ekki alvöru eins og einn aðili nefndi við mig að hann vildi borga fimm hundruð milljónir fyrir eignirnar,“ segir Kristín. Að frádregnu tryggingarfé greiddi borgin 369 milljónir fyrir byggingarréttinn á brunareitnum. Áætlaður byggingarkostnaður er í kringum eitt þúsund milljónir króna. Kostnaðurinn nálgast því hálfan annan milljarð. Byggingarkostnaður við Laugaveg 4 og 6 er um 130 milljónir. Borgin keypti þær eignir ásamt Skólavörðustíg 1a með byggingarrétti á 560 milljónir króna. Húsin þrjú standa á sameiginlegum reit og þar er enn hægt að byggja töluvert á baklóðinni. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent